Samminn

30.4.03

Mjög rólegur dagur í dag hjá Sammanum. Nánast ekkert augljóst að gera og maður þarf virkilega að leggja hausinn í bleyti til að finna eitthvað skynsamlegt að sýsla við. Þetta breytist vonandi á morgun, en þá fer ég og tala við stóra kalla hjá stofu hérna úti í bæ varðandi leyndó leyndó. Annars er mig farið að þyrsta í að geta farið að gert eitthvað af viti, og unnið mér inn minn eigin skilding hérna í Baunaveldi.

Eitthvað er fólk að halda því fram við Sammann að hann sé orðinn einhver sósíalisti í kjölfar yfirlýsingarinnar hér að neðan. Samminn vill þó ekki kannast við það. Samminn kennir sig við skynsemishyggju og kýs út frá því. Ef skynsemin liggur til hægri þá kýs hann það. Ef hún liggur til vinstri þá kýs hann það. En er þetta ekki allt saman á miðjunni hvort eð er ?!? Ég segi nú bara eins og Ferris Bueller forðum: "Isms in my opinion are not good. A person should not believe in an ism - he should believe in himself. I quote John Lennon: "I don't believe in Beatles - I just believe in me". A good point there. Of course, he was the Walrus".

28.4.03

Íslenska sendiráðið hérna í Köben er til skammar. Pínkulítið kompa og enginn glans eða glamúr!! Hvar er hin hefðbundna óskynsemi í útgjöldum til sendiráða og sendiráðsbygginga?!? Litla módellandið Ísland á nú betra skilið, og eins gott að betri tímar eru í vændum, því opna á nýtt sendiráð Íslands við Norðurbryggjuna, í einu af gömlu pakkhúsunum þar. Þetta á víst að heita menningarmiðstöð bæði fyrrverandi og núveranandi skrælingjaþjóða Bauna, og munu Færeyingar og Grænlendingar því koma inn í þetta batterí líka. Svo er líka ljómandi stórt torg þarna fyrir framan þar sem Kaupmannahafnarborg sér fyrir sér að hún geti safnað saman öllum grænlensku rónunum og komið fyrir á einn stað burtu frá betri torgum borgarinnar ;) Vonandi opnar Skarv nýtt útibú í byggingunni, þá væri planið fullkomnað!!

27.4.03

Nágranni minn, hinn hugumprúði spænski nautabani Alvaro, og aðrir spænskir félagar hans sem ákváðu að "halda partýinu gangandi" inni á herberginu hans vil hliðina á mér, frá klukkan 4 til 7 ímorgun, er efstur á shit-listanum mínum. Spænsk ættjarðarlög og Iglesias héldu fyrir mér endalausri vöku þar sem það er glettilega hljóðbært milli herbergjanna.

25.4.03

Í ljósi þess að Sjálfstæðisflokkurinn er í dag ekki lengur sá flokkur sem ég studdi fyrir nokkrum árum vegna þröngsýni í heimsmálum og Evrópumálum og ...
í ljósi þess að ég við að Ísland taki upp strax aðildarviðræður við Evrópusambandið um inngöngu landsins og ...
í ljósi þess að fátækt á Íslandi nálgast nú 7% og er eitthvað sem á ekki að þekkjast í einu fremsta þjóðfélagi heimsins og ...
í ljósi þess hversu mikinn eyðileggingarkraft núvernandi sjávarútvegsstefna hefur í byggðum landsins, og hversu mikla misskiptingu auðlindarinnar hún hefur og ...
í ljósi þess að núverandi ríkisstjórn hefur síðasta kjörtímabil framkvæmt gloríur af óskiljanlegum stærðargráðum, svo sem með ríkisstyrkinn til DeCode, að banna asísku fólki inngöngu í landið á meðan einn mesti harðstjóri og böðull heimsins var tekinn opnum örmum, að taka einarða og fávísa aðstöðu með móðursýkislegum og röngum ákvörðunum Bandaríkjanna í utanríkisstefnu sinni, að standa fyrir opinberum áróðri gagnvart flutningi flugrekstrar úr Vatnsmýrinni í Reykjavík, að sökkva Íslandi lengra í skuldafen langtímaskulda, og fjölda annarra minni mistaka og ...
í ljósi þess hversu mikið Davíð Oddson hefur fjarlægst hinn almenna borgara og farið offari í samskiptum sínum við mikilmæta menn í þjóðfélaginu, ásamt því að gera mörg mistök í samskiptum sínum við stórfyrirtæki landsins og ...
í ljósi þess hversu mikið peningahyggjan er farin að ráða íslensku þjóðfélagi og valda sífellt meiri misskiptingu auðs í landinu og ...
í ljósi þess að frelsi einstaklingsins er að mínu mati beintengt og háð heilbrigði þess samfélags sem hann er hluti af og ...
í ljósi þess að menntun á að vera kleift hverjum manni, og að engin sanngirni ríki í því að mismuna æsku landsins eftir velgengni foreldra þeirra og ...
í ljósi þess að Ingibjörg Sólrún hefur verið minn uppáhaldsstjórnmálamaður nú í lengri tíð, og tók við þeim titli af Davíð Oddsyni þegar ljóst þótti hversu mikil þreytueinkenni voru farin að hjrá hann að þá mun ég kjósa Samfylkinguna í Alþingiskosningunum næstkomandi.

Þó vona ég innilega að næsta ríkisstjórn innihaldi ekki afturhalds og kredduflokkinn Vinstri Græna ... en hættan er til staðar því miður

Sit fyrir framan tölvuna mína góðu, sötra kaffi og næli mér í lítið súkkulaðistykki með. Tailenski INXS diskurinn minn hljómar í bakgrunninum mínum og það lítur út fyrir að þessi 20 Baht sem ég gaf fyrir hann hafi verið kjarakaup. Engar skemmdir og bara fín kópering!!

Eins og venjulega sköpuðust góðar umræður í Kantínunni áðan um Evrópumál og önnur heimsmál. Sverrir kom með ansi athyglisverðan punkt í umræðuna um krossferð Bandaríkjanna í Miðausturlöndunum, en hún er tengd því að Bandaríkjamenn eru farnir að átta sig á því að stefnir jafnvel í algert hrun dollarsins á næstu árum vegna þess hversu margar þjóðir eru farnar að skipta út dollara sem sínum aðal viðskiptagjaldmiðli, fyrir Evruna. Sem dæmi má nefna að þjóðir sem hafa jafnvel stuðst við dollarinn sem sinn eigin gjaldmiðil eru í meiri mæli farnar að taka upp hinn sterkari gjaldmiðil sem Evran er, svo sem Panama og Kambódía. USA er því hrætt við að það stefni í mikið offramboð á dollar, og að þeir þurfi að kaupa upp mikið magn af honum til að hann hrynji ekki. Ekki bætir fyrir slæmt efnahagsástand í Bandaríkjunum og þessar vitlausu skattalækkanir sem gera sennilega illt verra (vegna þess að þeir peningar sem fólk sparar við skattalækkaninar fara mest í sparnað þegar illa árar rétt eins og nú). Írakar voru farnir að gera þetta í miklum mæli fyrir stríðið, og öll viðskipti við Rússa voru t.d. öll orðin í Evrum í stað dollars. Sumir halda því fram að þetta hafi verið ein af mörgum raunverulegum ástæðum fyrir innrásinni í Írak, og það má jafnvel velta því fyrir sér hvort þetta sé ástæðan fyrir því hvað Bretar fresta því sífellt að taka upp Evruna, til að vernda dollarinn, þar sem það er ljóst að Evran styrkist enn frekar þegar af því verður. Þessum vangaveltum verður auðvitað að taka með fyrirvara, en það er alltaf gaman að velta sér upp úr svona hlutum.

24.4.03

Kaupmannahöfn, höfuðborg Baunverska Ríkisdæmisins er að gera virkilega góða hluti þessa dagana ... 19 gráður og sólskin dag eftir dag!! Eftir að hafa erindast niður í bæ í gær tók Samminn nett social rölt um miðborgina, og skoðaði m.a. arkítektastórvirkin Nykredit og Svarta Demantinn sem eru báðar hannaðar af Schmidt Hammer & Lassen, þeim sömu og hönnuðu 101 Skuggahverfi í Reykjavík. Þeir fá respect frá mér amk.

Eftir röltið fór ég upp á Kultorv, settist á útikaffihús, þar sem voru að spila gamlir djassgeggjarar gegn vægri ölmusu þeirra sem hlýddu á, og las í helv. góðri kennslubók í strategísku skipulagi sem ég er búinn að vera með í láni frá Binna, betur þekktum sem Johnny Blaze. Ætlaði að enda þennan góða dag á að hitta títtnefndan Binna um kvöldið á McGintys og fylgjast með Real vs ManU nema hvað það var svo gersamlega pakkað að hrökklaðist heim á leið og horfði á leikinn þar. Svei. En þetta var nú ekki leikur af verri endanum, sjö mörk í allt og prinsessan með tvö á síðustu 30 mínútunum. Magnað.

20.4.03

Er kominn með magapínu af súkkulaðiáti.

Páskaeggið er gott. Ég er rúmlega hálfnaður með það og depurðin sem fylgir því að klára síðasta bitann nálgast óðfluga. Þetta er búinn að vera svaðalegur páskadagur þegar kemur að innbyrðingu gógætis. Var að koma frá nöfnu hennar mömmu minnar og fyrrum bekkjarsystur, Hlíf, og manninum hennar, sem voru svo hrikalega elskulega að bjóða Sammanum í mat. :Það voru sko ekki veisluföng af verri endanum ... skinka og bakaðar kartöflur, og rjóma/súkkulaðiterta ásamt Kaffe Latte í eftirmat. Er búinn að hneppa frá efstu tölunni á buxunum.

Hér er þess fyrir utan rjómablíða og 17 gráður, en svolítið hvasst. Ætla í kálfasíðu buxurnar mínar (sem eru eiginlega þrengstu buxurnar sem ég á, þannig að hvort það er fræðilega mögulegt að fara í þær á eftir verður helsta áskorun dagsins), finna Roskilde stólinn minn og Top Gun gleraugun mín, og stökkva út í sólina. Sí jú leiter.

17.4.03

Eitt er víst, að þegar Samminn snýr aftur á Klakann for good, þá er ekki spurning um hola sér niður í 101, eina menningarhverfinu í Borg hins græna grass, aðallega fyrir það að það er einna minnst af grænu grasi og víðáttu túnum sem einkenna höfuðborgarsvæðið. Nýjasti meðlimur 101 er Gústi frændi sem var víst að flytja í gærkvöldi. Fyrir voru Gugga systir hans og Bjarki (að vísu í austurbænum, en whateverrrr), að ógleymdum Rikka sem þó er staddur tímabundið í "Borg flottu háskólagellanna", Madison Wisconsin. Þetta er gott mál.

Jæja, þá er maður kominn úr Borg Grænu Akranna til Borgar Trjágróðursins, öðru nafni Kóngsins Kaupmannahöfn. Og það sem meira er að þá er komið VOR í Köben. 17 gráður og sól þegar lent var í dag. Ég held að minn sé á leið niður á Nýhöfn á morgun, með viðkomu í Fælledparken og fá smá brúnkhu á kropphinn [innsk. þetta með kh og ph er mín persónulega hljóðfræðilega túlkun á Akhureyskum hreim, sbr. "ég ætla að fá khók í baukh" .... ok ok ég er hættur]. Annars var flugið gott og Snorri Þorfinnson fór vel með okkur farþegana. Mikið eru Færeyjar litlar, það tók vélina svona 5 mínútur að fljúga yfir þær ;)

Hluti Stálfélagsins var mættur á Kastrup ,[Stálfélagið er lítill hópur af hressum stelpukindum sem hangir af og til með Litlu Kútunum félögum mínum hérna við DTU, ekki til að taka á móti mér þó (svei), heldur einhverri krullhærðri blómarós sem ku vera hluti af hópnum. Ragga var þó svo væn að bjóða mér í eitthvað teiti annað kvöld, og ætli maður slái ekki til ... ekki eins og Föstudagurinn Langi bjóði upp á eitthvað mikið sem hægt er að gera af viti.

16.4.03

Takiði afstöðu: það þarf engan að undra að vinstri grænir ráku lestina hjá mér, en öllum að óvörum var það Sollan og Samfylkingin sem ég á að kjósa, með 75% fylgni, fylgt fast á eftir af Frjálsyndum. Þýðir þetta þá að ég er barasta helv. sósíalisti?!?!? eða er það bara að nafnið mitt byrjar líka á Sam... mér finnst það sennilegra.

Utanför tilbúin og Samminn kveður Klakann kalda með söknuð í huga. Dagurinn fólst í hressandi ferð í Laugardalslaugina og í Kringluna á nýjustu viðbótinni í bílaflotann á Markarflöt 24, þennan líka lúxus-Subaru, árgerð 91. Engin kjarnorkukerra þó. Neyddist til að sleppa 101 í þetta skiptið. Ég verð bara hryggur af því að sjá brunnin hús, tóma verslunarglugga, tyggjóklessur á nýju flottu gangstéttunum og uppspændum götum eftir slyddujeppana. AF HVERJU ER BÍLUM Á NAGLADEKKJUM EKKI BANNAÐ AÐ AKA ÞARNA!!!! Þessir helv. Keflvíkingar á Camaróum geta bara rúntað niður Hverfisgötuna og hananú. Fyrir utan það er ekki göngufært um miðbæinn fyrir Slyddujeppum parkeruðum óáreitt í hverju lausu plássi, sama hvort það sé bílastæði eða ekki. Ætli þeir myndu leyfa það á Péturstorginu í Róm. Þetta er nú öll virðingin sem landinn ber fyrir miðborginni. Svei, ég er reiður. Taka djúpt andann.

Af öðru: Samma Fitness tókst að birgja sig upp af Skyri fyrir næstu vikurnar, sem fara auðvitað í strangt fitness prógram þegar maður kemur út aftur. Ég keypti reyndar páskaegg í leiðinni, no. 5 til að tryggja að allar æfingarnar í ræktinni fari til spillis á Páskadag.

Heyrnartólin sem ég fann hérna heima til að geta hlustað á geislaspilarann minn eru léleg ... óhress með það. Reiddi mig á þau fyrir flugið á morgun.

Svei ... Bjarki félagi kannast við gaurinn með Texashreiminn sem les inn fyrir Icelandair ... small world.



14.4.03

Samminn er kominn upp á Klaka. Léleg bloggun undanfarið er að kenna proxy servernum á Kampsax sem hefur ítrekað neitað mér aðgang að Netinu. Ég sit núna við nýju glæsitölvuna á Markarflöt 24 og bíð eftir Gulla að pikka mig upp. Leiðin liggur á besta pizzastað Norður Evrópu, nefnilega Eldsmiðjuna!! Gærdagurinn fór í fermingu Gíselu bróðurdóttur minnar og heiðraði Samminn kirkjugesti með dvöl sinni. Samminn tölti einnig upp að altari og fékk að dífa einhverju snakki í glas af rauðvíni á meðan presturinn tautaði eitthvað fyrir munni sér sem ég náði ekki.

Hvar og aftur hvar fann Icelandair þennan þul sem les "Welcommme abooooard Icelandair" með þessum líka Houston Texarkana hreimi. Rekann núna!!

9.4.03

Eins og einn af fáum snjöllum Bandaríkjamönnum orðar það í rökræðum um stríðið í Írak: "Let me try to explain at an elementary school level for you: France and Germany have oil interests in Iraq. The US wants to illegally invade Iraq to get at the oil interests. The US wants to add Iraq to its list of bitches like Saudi Arabia and the Gulf States. The local Arabs will get very mad. But Arab countries are not democracies so they won't be able to do anything. Then along comes a wealthy evil genius named Osama. Osama says, "Sure, there's a way we can get back at the US, we can fly a plane into a skyscraper..."

Það er erfitt að andmæla þessu.

Ég hóaði í nokkra af félögunum til að halda mér félagsskap í útskriftarathöfninni sem var haldin í dag. Lofaði þeim að í lokin yrði buffet í boði kantínunnar sem auðvitað brást ekki sem fyrri daginn. Ykkar einlægi þurfti meira að segja að standa upp og taka á móti diplómunni ásamt um 80 öðrum vesalingum. Það verður væntanlega lítið af svona athöfnum hjá mér næstu áratugina, nema einhverjar dramatískar ákvarðanir verða teknar.

7.4.03

Þetta er snilld: "SUV's (Sports Utility Vehicle, eða slyddujeppar) are more likely to roll over and kill us, more likely to kill others in an accident, and they'll kill us by burning holes in the ozone. They'll kill us in so many ways, its like an action movie. And that's why we love'em"

Þá er maður á leið upp á Klakann enn og aftur. Fann þetta líka sprengifína tilboð hjá Flugleiðum, óskabarni þjóðarinnar, og greip það eftir að hafa talað við yfirvöldin heima á Markarflöt 24. Það stefnir því í að ég komist í fermingarveislu Gíselu frænku næsta sunnudag ... sem hún verður vonandi sátt við. Ekki nóg með það heldur verður Eyfirska útibú fjölskyldunnar á svæðinu á sama tíma. Ég hef ekki hitt þau síðan í júlí í fyrra þannig að það er kominn tími á að heilsa upp á þau. Öllu verra er að þau ætla að gista á Markarflötinni á sama tíma og ég, sem þýðir að það verða 8 manns í húsi á sama tíma. Spurning um að finna sér húsnæði annars staðar á meðan ... veit ekki hvort ég meika þetta.

4.4.03

Þessi síða vekur heldur betur upp gamlar minningar frá því maður var ....... öhhh minni, og lék sér í Lego og Starwars. Hugsa að systkini mín eigi eftir að skanna þessu síðu nokkuð vel ;)

Takið sérstaklega eftir því hvernig Icy-tríóið stormar inn á listann vorið 1986 og ræður ríkjum fram yfir keppnina sjálfa og þangað til 16. sætið varð að raunveruleika ;)

Vann áfangasigur ........ náði að prenta út nokkrar umsóknir og er búinn að hendast með þær. Annars er Master Samminn á leið upp á Klaka laugardaginn 12. Fékk ágætt hopptilboð hjá Flugleiðum og greip það í samráði við múttu. Það stefnir því í að ég geti mætt í ferminguna hennar Gíselu eftir allt saman. Ég verð þó ekki yfir páskana, heldur neyðist til að fara þann 17. til baka. Eitthvað sukk og svínarí í borg óttans verður því að bíða um sinn.

AAARRRRRGGHGHGHHHHHHH .................. prentarar eru verkfæri Satans. Eftir að hafa eytt öllum gærdeginum í að leita að prenthylkjum fyrir prentarann .... þá , í fyrsta lagi, vill hann ekki prenta út rauðan eða gulan lit, þrátt fyrir endalaus þrif á prenthausum og öðru, og í öðru lagi, að frysta núna öll skjöl sem ég reyni prenta út ............. ÉG ER AÐ BRJÁLAST HÉRNA !!!!!!!!!!!!!!!!!
Þessi helv. Xerox prentari er búinn að vera ekkert nema óhamingja síðan ég keypti hann. Þvílík endemis ruslmaskína.

3.4.03

Jæja, bælið kallar að loknum góðum diplómu degi, sem annars var eytt í nokkrar orrustur við prentarann, sem vann að lokum. Morgundagurinn fer í aðra lotu, "and we will prevail" eins og Goggi Brúskur tönnlast á í elg og biðu.

DIPLÓMAN KOMIN!!!!! loksins loksins loksins. Þessar elskur á skrifstofunni hafa aldeilis spýtt í lófana því í póstkassanum í morgun var þetta líka feita feita umslag ..... MEÐ diplómunni góðu. Ég get því loksins slegist í för með Mílósevic (Grímsa .... long story) og við farið á djammið niðri í bæ með diplómuna undir annarri og byrjað að reyna við stelpur af alvöru ;) Eitthvað eru Kútarnir litlu að gera grín að þessu. Það er spurning hvað maður getur farið að kalla sig núna. Mér líst einna best á "Master Sammi of the Universe" ......... kannski aðeins yfir markið oder was ?!?!?

1.4.03

Ágætis dagur að kveldi kominn hér í höfuðborg Baunverska heimsveldisins. Morguninn fór í ýmis konar fyrirtækjaskönnun og umsóknagerð og nú er ég nýkominn úr góðri ferð niður í súkkulaðimiðstöðina Form & Fitness, endurnærður eftir 2 tíma af gæðatónlist og kúltúr ýmis konar. Stefnan er nú tekin niður í bæ þar sem undirritaður ásamt gömlu MR félögunum Binna og Ella ætlum að kíkja í bíó. Verst hvað Danir eru með gamlar myndir í bíó. Þetta er allt meira og minna komið á video annars staðar í heiminum.

Klukkan orðin þrjú - - líkamsræktin kallar á Samma Fittness

Búið að vera góður morgun, fyrir utan að ég hef ekki fengið nein spennandi e-mail. Atvinnuumsóknir renna út úr tölvunni eins og heitar lummur. Var að komast að nokkrum spennandi fyrirtækjum í borgarendurnýjun sem ég vissi ekki af. Best að reyna að tala við þá líka í vikunni.