31.5.03
Ónefndir adilar (hóst hóst) halda thví fram ad thad sé crucial fyrir fyrirtæki ad ferdatími milli stada thar sem rík tengsl eru á milli, sé sem stystur. Ef thad væri rétt, thá væri ekki verid ad leggja thessum vélum thessa dagana, sem bendir óneitanlega til ad tilgátan sé ekki rétt, ad minnsta kosti ófullkomin.
Saddam kallinn var thá ad segja satt eftir allt saman. Skiptir so sem ekki máli, nú fá hinir frelsudu Írakar ad kynnast alvöry bandarísku stjórnleysi. Kannski ad madur heyri brátt íröskum röppurum fjallandi um stjórnleysid í Bagdag svipad og thjáningarbrædur theirra í annarri stjórnlausri borg undir stjórn Bandaríkjanna, nefnilega Los Angeles ;) Thetta er gott mál
Thessu trúi ég ekki, á madur virkilega ad halda thad ad dándimadurinn Goggo Brúskur hafi beitt svikum og prettum til ad réttlæta frelsum vesalings Írakanna?
Ekki er öll vitleysan eins. Er thessum mönnum virkilega alvara?!? Thá vil ég alveg eins stinga upp á göngum í gegn um Heklu. Ekki getur thad verid áhættumeiri adgerd en göng til Eyja eda hvad?
30.5.03
Thid ykkar sem erud föst í kulda og vosbúd á Klakanum, kíkid á thetta :-)
28.5.03
Fyrir utan thad ad gera góda hluti í Háskólanum á Akureyri ásamt thví ad vera frammámadur í gigtarmedferdum og rannsóknum á Íslandi, thá situr systir mín sveitt vid kjötkatlana thessa dagana thar sem hún tekur saman rök gegn lokun flugvallar í Vatnsmýrinni. Hún er ekki allt of sátt vid litla bródur sinn, sem hallast ad hinu gagnstæda. Hún er víst búin med um 20 sídur (glúbb). Verst ad ég er nú thegar búinn ad panta íbúd upp vid Loftleidatorg sem verdur (er) thar sem allar flugbrautirnar mætast í dag ;-)
Spád heidskíru og 25 stiga hita frá föstudegi fram á sunnudag. Ég býd öllum viljugum á ströndina á laugardaginn. www.icelandexpress.is núna
27.5.03
Thad er í uppsiglingu stríd á milli tveggja netheima, annars vegar tjáningasídu Litlu Kútanna Dansk öl og á hinn bóginn femin.is. Forsaga málsins er ad einn kútanna, mikill andfemisti hefur verid skádur á póstlista femin.is til ad .... já, komast inn í innsta hring óvinarins. Femin.is er víst ad vinna ad strategíu til ad fá kappann út af póstlistanum, og nú farinn ad sitja yfir dansk öl í von um ad finna eitthvad á hann, ad thví mér skilst. Thad er frekar fyndid ad fylgjast med thessu, og ég legg til ad fólk kíki á commentin vid uppfærslunum. Thad stefnir í góda orrahríd á næstunni.
26.5.03
Jamm, thetta var semsagt í DV. Hvorki Mogginn né Fréttabladid hafa nafngreint S1 guttana á netinu hingad til.
Samminn hefur heyrt thad frá tveimur ólíkum heimildum ad tvímenningarnir sem nú sitja í gæsluvardhaldi vegna fjárdrátts upp á 150 milljónir króna séu engir adrir en jafnaldrar mínir og framámenn í vidskipalífinu, Árni Thór Magnússon og Kristján Ra, adaleigendur Skjás Eins. Ekki skrítid thar sem their féllu víst í fjárdrætti 101 í Verzló á sínum tíma.
24.5.03
Var ad horfa á býsna gódan skýringathátt á BBC World um Ný-íhaldid í Bandaríkjunum, og manni finnst æ meir eins og tharna sé ad rísa upp nasistaflokkur 21. aldarinnar nema hvad búid er ad svissa á pólunum thar sem talsverdur meirihluti hugsuda Nýihaldsins reynast vera gydingar. Adalhugsudurnir hafa einnig gefid út bækur sem mætti útleggja sem "Mein Kampf" 21. aldarinnar, nefnilega bók William Kristol sem útleggst "Project for the New American Century" og lýsir í grófum dráttum nokkurs konar Lebensraum stefnu um thad hvernig Bandaríkin eigi ad nota hernadarmátt sinn til ad dreifa sínum eigin gildum og prómótera eigin hagsmunum, og einkum og sér í lagi ef their falla vel ad hagsmunum Ísrael audvitad. Gódu frétturinar eru thó thær ad Bandaríkjamenn eru í vaxandi mæli ad átta sig á raunverulegum ásetningi helstu rádgjafa Bandaríkjaforseta sem koma frá stofnun sem er eitt helsta vígi Ný-íhaldsins í Bandaríkjunum og kallast American Enterprise Institute. Æ meira er vitnad í Ný-íhaldid sem strídsflokkinn eda "War Party" frá mörgum pólum, bædi repúblíkönum og demókrötum. Thessi grein er gott dæmi um thad. Meira hér. Ætli ein adalástædan sé ekki líka sú ad sjálfur Potato sérfrædingurinn Dan Quayle skrifar tharna undir einhvers stadar.
21.5.03
Hér med er óskad eftir einhverjum í heimsókn til Sammans sem veit bædi haus og spord á tölvukerfi k-net og getur reddad tölvunni minni. Í bodi fyrir vikid eru nokkrar dósir af köldum König Pilsener frá Lübeck ferdinni fordum. Vei sé proxy-serverum og sokkum.
Annars er hópferd annad kvöld á thessa mynd. Hún verdur séd í Cinemaxx, og á stærsta bíótjaldi Skandinavíu, svo hver sá sem segir ad bíó í DK séu glötud veit ekki neitt.
Annars er hópferd annad kvöld á thessa mynd. Hún verdur séd í Cinemaxx, og á stærsta bíótjaldi Skandinavíu, svo hver sá sem segir ad bíó í DK séu glötud veit ekki neitt.
19.5.03
16.5.03
"Á erindi sendiherrans mátti skilja að íslendingar gætu ekki útilokað viðræður við Evrópusambandið á þeim grundvelli að undanþágur vegna fiskveiðistjórnunar og sjávarauðlinda fengjust aldrei. Ekkert væri hægt að fullyrða um slíkt fyrr en samningaviðræður hefðu verið reyndar. Fór hann sérstaklega yfir samningaviðræður sambandsins við Möltu og taldi að íslendingar gætu haft þær til viðmiðunar, þar sem stjórnvöld á Möltu fóru fram á ýmsar varnalegar undanþágur frá reglum sambandsins og fengu þær samþykktar. Undirstrikaði Sabathil í því sambandi að um varanlegar undanþágur væri að ræða enda hefðu aðildarsamningar þá stöðu að flokkast sem grunnnlög í ESB" (Dr. Gerhard Sabathil)
Þessi grein er holl lesning, og þetta er flottur fáni sem ég vil sjá blakta á Fróni við hliðina á þessum
15.5.03
Þegar maður slæðist til að fylgjast með úrvalsþættinum YO á MTV sem sýndur er seint á kvöldin, og er tileinkaður rappi, helsta tjáningarformi blökkumanna í Bandaríkjunum og annars staðar og hefur verið að festast í sessi undanfarinn áratug sem fullgild tónlistargrein, að þá getur maður ekki annað en dregið þá ályktun að blökkumenn í Bandaríkjunum hafa sko aldeilis snúið blaðinu við síðasta áratuginn þar sem í dag er ekki "rappað" um annað en hið góða líf sem svarti maðurinn lifir í dag, umkringdur fáklæddum meyjum oftar en ekki að þvo einhverja svera glæsikerruna á fætur annarri, ef flytjandinn er þá ekki þegar "krúsandi" á henni með gljápússaðar krómfelgurnar og dekktar rúðurnar, íklæddur einhverjum körfuboltabolnum og alþakinn gulli og skarti sem myndi fá hertogaynjuna af Mónakó til að leka niður úr öfund. Það er nú af sem áður var, þegar frumherjarnir á borð við Public Enemy og NWA með Ice Cube og Dr. Dre í fararbroddi tjáðu sig ekki um annað en undirokun þeirra og annarra hörundsdökkra í gettóum Bandaríkjanna við upphaf tíunda áratugsins. "How to survive in South Central" og málefni er lúta að lögreglunni voru helstu málefnin á dagskrá. Maður hlýtur að þakka Bill Clinton þessari að því virðist góðu þróun undanfarinn áratug, að nú virðist svo að blökkumenn lifi nú eins og kóngar í ríki (Bandaríki) sínu krúsandi eins og áður segir á evrópskum limmum og það eina sem þeir þurfa að tjá sig er hið góða líf svertingjans. Hvíti maðurinn virðist vera hinn undirokaði í heiminum í dag, þar sem kákasíubúinn Eminen er sá eini sem þarf að gagnrýna eitthvað, og það virðist helst trufla hann að hann sé ekki svertingi sjálfur. Ekki skrítið, þar sem hann gæti þá klætt sig í körfuboltaboli, smurt sig glingri og keypt sér einn sveran 500SL, enda sjálfsagðir hlutir fyrir meðalsvertingjann í Ameríku. Gott að fá Bush í forsetastólinn, mann sem vinnur örugglega af því að breyta þessu aftur og fá blökkumennina til að rappa um eitthvað nytsamlegt. Segið sem svo að það sé ekki eitthvað gott við það að hafa Brúskinn í forsetastólnum ;)
13.5.03
Ekki alls fyrir löngu bárust þær sorgarfréttir frá höfugvígi Grunge-bylgjunnar sálugu og aðsetri langlífustu persónu gamanþátta í bandarísku sjónvarpi, Seattle, að minn góði vinur og félagi í gegn um súrt og sætt í Hinum lærða skóla og Háskólanum, og Garðbæingur að auki, Andri Arnaldsson, væri búinn að fjarlægja það sem ég hef skilgreint sem uppsprettu krafta hans (The source of all his powers), nefnilega Taglið góða (takið eftir titlinum á bókinna þarna, alveg ný hlið á kappanum). Eins og ég hef sagt við hann áður að þá er þetta hverfull heimur. Ríkisstjórnir falla (nema á Íslandi þó) og heimsveldi rísa. Ekkert er fast og öll tangarhöld svíkja ... nema Taglið hans Andra. Núna er sem sagt ekkert eftir og maður spyr sig einfaldlega, hvað næst? Selur Svenni píanóið og gerist Munkur á Hornströndum? Núna er allt hægt.
Lítill fugl hvíslaði því að mér að skipulagsfræðingar Kópavogs hefðu þessa mynd sem fyrirmynd að nýju úthverfunum uppi á heiði. Fallegt fallegt
12.5.03
Ein mynd þess að í landi þar sem eru fjórfalt fleiri svín og grísir en menn, að þá er til spil sem kallast hinu skemmtilega og grípandi nafni "kaste griser" og gengur út á það að kasta tveimur litlum plastgrísum og vinna inn stig eftir því hvernig þeir lenda. Ef einn grísinn lendir t.d. með trínið niður í jörðinni þá fær maður 5 stig og ef hann lendir á bakinu þá eru það tvö. En ó ó ..... þeir mega alls ekki snerta hvern annan því þá er það "blødt bacon" og þú missir öll stigin þín!! Grísirnir koma síðan í lítilli handhægri öskju ásamt blýanti og blokk, og er því mjög hentugt í rútuferðalög um grísalendur Baunverjaveldis. Maður fær ómældan innblástur frá hverjum grísabúgarðinum sem þeytist framhjá og löngunin í steikt beikon lullar í maganum á meðan, og hvetur mann til að velja innlenda afurð, nefnilega grísakjöt, í hverju stoppi. Í ljósi þessa, er þá ekki ljómandi hugmynd að setja á markaðinn heima eitthvað svipað, svo sem að "kasta kindum". Ekki væri minna gaman að honum í ferðalögin heima þar sem maður þarf að dodga kindur í hverri beygju á þjóðvegi 1 og ekki síst þá er verið að styrkja þjóðernisvitund Íslendinga. Spurning hvort Guðni Ágústs í sigurvímu helgarinnar væri ekki til í styrkja slíkt framtak ?!?
7.5.03
Þórhallur átti nokkur gullkorn í kantínunni áðan þegar kosningarnar komu í tal. Hann hafði þetta að segja um framsóknarflokkinn (eftir því sem ég best man):
"Það er hrikalegt að sjá þessa ungu framsóknarmenn á auglýsingum. Maður er þarna að kjósa yfir sig alla þá sem var strítt í leikfimi í gamla daga"
"Maður bakar bara eina marengstertu fyrir tómbólu framsóknarflokksins og þá er maður kominn öruggur á þing"
...Its funny cause its true. Reyndar grunar mig að Tobbi hafi nú ekki farið varhluta af stríðni í leikfimi í gamla daga, þannig að menn eru kannski að skjóta sig svolítið í fótinn ;)
"Það er hrikalegt að sjá þessa ungu framsóknarmenn á auglýsingum. Maður er þarna að kjósa yfir sig alla þá sem var strítt í leikfimi í gamla daga"
"Maður bakar bara eina marengstertu fyrir tómbólu framsóknarflokksins og þá er maður kominn öruggur á þing"
...Its funny cause its true. Reyndar grunar mig að Tobbi hafi nú ekki farið varhluta af stríðni í leikfimi í gamla daga, þannig að menn eru kannski að skjóta sig svolítið í fótinn ;)
6.5.03
Køkkenfótbolti, mitt kökken í 3 sæti riðli, ég þreyttur, ég skora mörk, sturta núna, pönnukökur á eftir, gott.
4.5.03
Snilldarveður í Köben, spurning um að eyða deginum niðri í bæ með "Strategic Planning: Methods and Analysis" í annarri og espresso í hinni, eins og um daginn ?!?! Gott plan
Tók mig til og þvoði og bónaði Gullvagninn í blíðvirðinu í Köben í dag. Þar á undan fórum ég og Dirch nágranni minn í DagligBrugsen hérna í grenndinni og versluðum eitt stykki örbylgju0fn fyrir eldshúsið. Hann var á tilboði og kostaði litlar 500 krónur danskar. Sá gamli var farinn að gefa upp öndina og það flugu eldglæringar og byrjaði að rjúka úr honum um daginn. Netið að virka vel í dag, gríðarleg ánægja!!
1.5.03
Pæling dagsins, af hverju hef ég aldrei kynnst neinum Bauna sem heitir Jesper?!? Ég er búinn að vera hérna í tvö og hálft ár og hitt fullt af Kasperum, Mortenum, Mikaelum, Andersum o.fl. o.fl, en aldrei Jesperum. Hétu ræningjarnir þrír ekki Kasper Jesper og Jónatan? Maður hefði haldið að þetta væri algengt nafn. Svei
Dagurinn í dag er góður dagur. Ég tel að líkurnar á því að ég geti unnið hjá fyrirtæki hérna úti í spennandi verkefnum eitthvað tímabundið, hafa aukist til muna.