Samminn

29.6.06

Scheise

Nú fór í verra. Kappinn liggur heima með kíghósta, hausverk og almennan viðbjóð, nú þegar einungis tveir dagar eru í afmælið mikla. Fann hvernig skíturinn færðist yfir mig í gærkvöldi og þegar farið var í rúmið var ljóst hvernig morgundagurinn yrði ... sem hann og varð.

Mútta aumkaði sig yfir mig auðvitað og kom færandi hendi rétt í þessu með allt það helsta sem vantaði. Það er óneitanlega lúxusmeðferð sem maður fær. Allt frá klósettpappír og kvöldmat. Hún kom með þá athyglisverðu tilgátu að þessi nýfengna kvensækni í mér stafaði af ryki og skít íbúðinni minni, eftir að ég afneitaði tilgátum um að ég klæddi mig of illa þegar. Það er reyndar kannski eitthvað til í því. Ég er ekki sá duglegasti að þurrka af, það getur hver sem til þekkir staðfest. Enda fór ég ekki að kvefast svona oft fyrr en ég flutti inn hérna. Nú verður tekið á því að þurrka af á næstunni.

Annars var Armystone að tilkynna mögulega brottför af B12. Blessunin hún amma hans er á leiðinni á elliheimili og ætlar að eftirláta uppáhaldsömmubarninu sínu íbúðina sína til afnota, a.m.k. í einhvern tíma. Þannig að e.t.v. verður maður aftur orðinn einum hressum leigjanda fátækari á næstunni...

21.6.06

Birthday Boy!!!

Þá er það ákveðið.

Þrítugsafmælið verður þann 1. júlí næstkomandi. Við Rikki Rauði, fæddir 5. og 4. júlí respectively munum halda upp á það í sameiningu. Újeeee.

Partýið verður haldið í kastalanum að Baldursgötu 12 laugardagseftirmiðdaginn 1. júlí klukkan sex. Við reiknum með að grilla eitthvað gómsætt úti á partýsvölunum og fara með dónalegar limrur milli þess sem við smellum steikunum á grindurnar. Einhver bolla og smá bjór, en annars þurfa menn að koma með veigar með sér ef stefnt er að serious drykkju þetta kvöld. Sem ætti nú að vera planið hjá ófáum, verandi komnir í miðju ómenningar og sukks.

Allir sem lesa þetta blogg eru auuuuðvitað velkomnir eftir því sem húsrúm leyfir, en öllum rugludöllum verður vísað inn í íbúð magistersins, þar sem boðið verður upp á taflmennsku og lýsi af stút...

SJÁUMST!!!!!!!!!!!!

19.6.06

Hyper hyper

Bláa Lónið er alltaf hressandi. Ekki síst í kjölfar veltings kvöldið áður. Ekki það að veltingurinn hafi verið af alvarlega toganum, en þeim mun merkilegri fyrir þær sakir að hann átti sér stað undir Gafli í Hafnarfirði.

Laugardagskvölið var óráðið þegar Másanum tókst að plata mig í að horfa á Ítalíu Bandaríkin á lókal hvítaruslstaðnum í Hafnarfirði. Þar beið Másinn eins og kóngur í ríki sínu, enda aðalmaðurinn í hinum fagra firði er kenndur er við Höfn.

Ekki nóg með það heldur var boðið í tveggja manna pulsupartý eftir leikinn í fögum hraunbolla (hvern fj. heitir þessi gata aftur) og nokkrum pulsum sporðrennt. Síðan var ákveðið að halda á vit ævintýranna á Víkingahátíðinni og þangað haldið í kjölfarið. Þar biðu okkur ævintýrin, hvert á fætur öðru. Förin endaði á hinum margrómaða skemmti- og lífstílsstað A Hanses þar sem undirritaður spilaði úr röngum spilum við eina frænku Másans. Hún stakk af með öðrum, helv. tíkin...

Anyways, hressandi helgi liðin, önnur hressandi framundan. Menntaskólaríjúníjón á föstudaginn. 6-Y hittist hjá aðalspútníkk bekkjarins, Rósu G. og haldið verður út í Viðey þar á eftir. Úúúú ég hlakka pínku til, enda hressandi að hitta allt gamla liðið aftur. Andra og Rikka verður reyndar sárt saknað. I miss you guys ... hnuss.

12.6.06

Spekingarnir spjalla

Úje úje ... ég komst í sjónvarpið fyrir þrítugt ... úje

Mómentið var í morgun.
9:30 ... klósettið: gerði upp gamlar skuldir við innri líkamshol
9:35 ... sviti brýst fram
9:40 ... stekk út í æðissvalasta kagga ever, the 1990 190E class mit uberspritzungen
9:50 ... finn stæði einhvers staðar úti í buska, en þó heldur nálægt 365
9:55 ... vísað inn í sminkherbergi, sminkaður af stelpu sem var ekki búin að borða síðan kl. 6 um morgunin ... var samt pínku þybbin (vona hún lesi þetta ekki)
9:58 ... víraður upp með þráðlausum mike, svona iens og sést í Ástarfleyinu :)
9:59 ...býð Sigmundi Erni góðan dag
10:00 ... sé Sigmund Erni flytja 10 fréttirnar á skjánum í sminkherberginu
10:05... ræski mig og muldra speki mér í barm, svona til að komast í fíling
10:08 ... kallaður inn í sjónvarpssal
10:10 ... heilsa upp á Lóu Aldísar
10:10 - 1025 ... upp úr Samsternum vellur þessi þvílíka speki, annað eins hefur ekki heyrst.
10:27... Lóa stingur að mér miða með gemsanúmerinu hennar
10:30 ... ég kominn út á plan

Hressandi
1

11.6.06

Action Quake

Hmm

Rikki heim á Klakann 31 júní
Andri heim á Klakann 27. júní

The Dawg, Vagínan, Hlandinn, Psycho Slut, Kakóbóndinn og margir aðrir staddir á landinu samtímis...

Spurning um að skipuleggja AQ session. Nógu mikið hefur mig langað til þess í laaaangan tíma!

Last night

Það var margt fólk á djamminu í gærkvöldi. Og eins og svo oft sem áður voru þarna engir kirkjugestir á ferðinni. Maður hefur það á tilfinningunni að í bæinn safnist saman um þetta leyti allt hvíta hyski borgarinnar auk nokkurra eðlilegra einstaklinga, og að þetta hlutfall nái hámarki í kring um 5, eða þegar allt normal fólkið er haldið heim á leið. Það var að minnsta kosti tilfinningin þegar við Más, Annie og Gullz röltum upp og niður Bankastrætið 10 sinnum á sama klukkutímanum.

Mest hressandi karakterinn var lítill Spánverji með stóran stóran bakpoka sem stóð í röðinni fyrir framan mig á Bæjarins Bestu. Hann bara brosti að þessu öllu saman í vatteruðu ullarpeysunni sinni og vildi mikið tala við fulla íslendinga.

Partýið sem hann Gaui litli Emils (vinur Hersteins/Gauta og nú míííín!) ákvað að halda var reyndar bara mjög hressandi. Byrjaði í heldur sveittu pungapartýi, en þegar inn streymdi fjöldinn allur af 19 ára píum lifnaði yfir sumum. Jafnvel þeim sem höfðu verið að drekka síðan kl. 12 í hádeginu, eða allt frá því að England spilaði á móti Equador (NB ekki ég!!). Hitti þær seinna um kvöldið niðri á Bankastræti og spurði hvert þær ætluðu að fara: "sennilega bara heim, því við komumst hvergi inn" .... HAHAHA. Langt síðan maður var í þeim bransanum.

Dagskrá dagsins:
Sturta
Brunch, jafnvel með Gullz Máz eða Armystone
Kíkja í Ikea og Blumenvalg
Henda nokkrum vinnutengdum punktum á blað
Kvöldið: hmmm

6.6.06

Cancelleraður!

Hmmmm ... NFS bara cancelleraði viðtalið sem það ætlaði að fá mig í í morgun. Alveg ótrúlegt ... að fresta viðtali við stjörnu eins og mig. Hringt klukkan 9 og ég spurður vinsamlega hvort mér stæði á sama þótt viðtalið frestaðist um óákveðinn tíma. Út af hamagangi í tengslum við afsögn Dóra Dór. Só bí itt. Annars ósköp feginn, því ég er ekki beinlínis sá vanasti í sjónvarpsbransanum.

En auðvitað endar það með því að maður kemst í sjónvarpið. Hlaut að koma að því fyrr en síðar, enda ótöppuð viska í lítratali á þessum bæ...

Nú verður tekið djamm um næstu helgi!! ... kominn tími á það og vel það. Öl gerir ölvi fölvan og allt það. Að vísu er ekki langt síðan Júrovissjon helgin var haldin, í húsakynnum Gautreks hins hugumprúða. En það skiptir ekki. Mási, þú pantar Ólíver! Ég býð í partý á föstudaginn, kaupi nokkrar kippur og meððí...

Nú er rétt um mánuður í að maður skríði í fertugsaldurinn. Maður finnur bara hvernig viskan hellist yfir mann og spekin kraumar niðri undir. Þetta bíður allt eftir að brjótast fram (loksins)...

Það styttist líka í MR ríjúníon. Eins og fyrr eru það Rósa og Arnfríður sem standa fyrir herlegheitunum í nafni 6-Y. Hátíðin verður haldin í Viðey og Rósa ætlar að bjóða í bekkjarpartý á undan. Ég fletti í gegn um Faunu-na í gærkvöldi og rifjaði upp skólafélagana og ekki síst hressandi gullkornin. Ég er með ósköp fá, enda fáir leiðinlegri en ég...

Eitt ódauðlegt frá Óla Odds: "Hann var nú eitthvað að kíkja svona ha, já já ... og hún var nú svona eitthvað í evu sundklæðum ... og svo var svona girnd já hehe".

Annað: "Maður má ekki lengur stinga lykli í skráargat og þá er það orðið kynferðislegt".