31.3.03
Herbergið kallar á þrif ............... gallinn við að búa í svona litlu herbergi er að það safnast fyrir drasl nánast um leið og maður hefur þrifið.
Mér líður eins og ég sé staddur á lögfræðinámskeiði að hlusta á góð dæmi um tilgáturök, eða speculative argument, þegar ég hlusta á Anders Fogh Rasmussen á DR tjá sig í drottningarviðtali um þátttöku Dana í stríðinu. Annað hvort er maðurinn virkilega svona mikill einfeldingur, eða hann hefur hugsað sér að Danir fá að hirða upp einhverja brauðmyllsnu af vígvöllum Miðausturlanda þegar herför Bandaríkjanna er lokið (ef henni lýkur þá einhvern tímann).
Þetta er nú eiginlega það besta sem ég hef heyrt lengi: "In Japan, one popular magazine lumped Bush together with the North Korean leader Kim Jung Il and Saddam as the “axis of idiots.” "
Rakst á þessa fyrisögn sem endurómar eitthvað sem ég hefi verið að hugsa um undanfarið, hvort Bandaríkin séu heimsveldi sem hafi nú þegar upplifað hápunkt tilveru sinnar, rétt eins og það Rómverska, Býzanska og Mongólska heimsveldið á sínum tíma. Sumir spá því að í sögunni þá spanni tímabilið frá hruni Berlínarmúrsins fram að 11.9.2001, hápunkt Bandaríkjanna í heimssögunni. Í dag sé það svo farið að ofmetnast af sömu sjúkdómum sem fyrri heimsveldi hafa fengið, og leiði til hruns þetta, eins og segir í "Der Spiegel" (þýtt yfir á ensku):
“The world's only remaining superpower is beginning to suffer from the disease with which every imperial power throughout history has been afflicted: the overestimation and overtaxing of its own capabilities,” the magazine said. “Could the Iraq war herald its decline?”
“The world's only remaining superpower is beginning to suffer from the disease with which every imperial power throughout history has been afflicted: the overestimation and overtaxing of its own capabilities,” the magazine said. “Could the Iraq war herald its decline?”
"Til þess að leysa vandamál Þýskalands verðum við að beita hervaldi" -- Adolf Hitler 1937
"Til þess að leysa vandamál Bandaríkjanna verðum við að beita hervaldi" -- George W. Bush 2002
Skuggalegt ekki satt?
"Til þess að leysa vandamál Bandaríkjanna verðum við að beita hervaldi" -- George W. Bush 2002
Skuggalegt ekki satt?
Opniber útskriftardagsetning mín frá DTU er 28.3.2003. Diplóman kemur í lok vikunnar var vinkona mín hún Vibeke á skrifstofu skólans að tilkynna mér.
Plús vikunnar fá Hersteinn og færeyski félagi hans Svein (eða er það kannski Sveinur) sem búa á gangi 19 hérna á Kampsax. Þeir ákváðu að halda færeysk/íslenskan dinner fyrir félagana í gærkvöldi. Mér hlotnaðist sá heiður að vera boðinn í krásirnar. Það voru ekki matföng af verri endanum í boði. Frá bræðraþjóð okkar í suðri voru á boðstólum grindhvalakjöt og spik, og rastakjöt, sem er hálfmyglað lambalæri. Frá Landi elds og íss kom hangikjöt með uppstúf, eitthvað sem ég hef ekki smakkað frá því um jólin í hitteðfyrra. Alger snilld. Það sást ekki einn einasti Dani í eldhúsinu á meðan var verið að matreiða, enda lagði þennan líka góða ilm um allan ganginn á meðan. Ég lagðist nú ekki í færeyska matinn af fullum þunga, en tók nokkuð vel á hangikjötinu auðvitað.
29.3.03
Árshátíð FÍVDTU er í kvöld, og Samminn ætlar að heiðra samkomuna með nærveru sinni. Ég sit hérna á fáeinum kössum af rauðvíni sem ég keypti fyrir félagið þegar ég fór til Þýskalands um daginn. Ætli maður neyðist ekki til að burðast með þá niður í Jónshús seinna í dag.
Það besta við að fara á líkamsræktarstöðvar, sérstaklega hérna í Danmörku, er þetta líka góða úrval af lagasmíðum sem maður fær að njóta á meðan æfingum stendur. Ómurinn af endurteknum heilalausum bítum og ófrumlegum textum er væntanlega ætlað að samsvara gáfnafari dyravarðabuffanna sem mæta á gallabuxunum í ræktina og taka bara bekkinn og brjóst, og láta sig síðan hverfa 20 mínútum seinna.
28.3.03
Jæja, nóg af Antí-stríðs Samma í dag. Það er barasta allt í gangi virðist vera. Búinn að fá staðfestingu frá NIRAS að þeir hafa tekið á móti umsókninni minni og hún er komin á fleygiferð í kerfinu hjá þeim. Skaarup & Jespersen liggja væntanlega yfir listanum góða þessa stundina sem ég sendi þeim. Skrifstofan er búin að mótttaka staðfestingu frá prófessornum sem ég talaði við í gær um að fá niðurfellda kröfu um að taka eðlisfræðilega tengda kúrsa, svo ég hlýt að fá diplómuna bara rétt eftir helgi. Jess!!!! Annars er ég að útbúa umsóknir um störf sem eru ekki í boði, og eitthvað sem fyrirtækin vilja helst fá með resumé-inu, og krefst það meiri ígrundunnar en einungis resumé. Ætla að rölta með það út til fyrirtækjanna í næstu viku. Þau hljóta að eiga eftir að liggja í mér eftir það ;)
Manni verður hugsað þessa dagana til fleygra orða sem háttsettur foringi í bandaríska hernum lét hafa eftir sér í Víetnam stríðinu: "In order to save the village, we had to destroy it"
Hvað er Dabbi að hugsa?!?!?!??! Þvílíkt og annað eins bull hef ég ekki heyrt koma út úr þeim annars (eða réttara sagt fyrrum) prýðis stjórnmálamanni. Álit mitt á Davíð hefur bókstaflega hrapað úr 30.000 feta hæð í einhverja væna mínustölu. Síðasta glórían birtisi á mbl.is í dag. Ég á nánast ekki orð yfir þessum yfirlýsingum Davíðs. Ég átti nú ekki von á því að ég myndi flokka Sjálfstæðisflokkinn með öðrum flokkum í landspólitíkinni sem ég ætla örugglega ekki að kjósa í vor, þ.e. Vinstri grænum og Framsóknarflokknum. Nú eru bara þrír valkostir eftir, Solla og motley crew-ið hennar í Samfylkingunni, Frjálslyndir, og skila auðu.
"Við eigum að segja okkar afstöðu og standa með okkar bandamönnum" ...... Davíð, í fyrsta lagi eru Frakkar og Þjóðverjar bandamenn Íslands líka, og í öðru lagi eru hinir bandamenn okkar, Bandaríkin og Bretland að standa að innrás inn í fullvalda land undir vægast sagt hæpnum forsendum, þótt tilgangurinn hljómi vel í eyrum þeirra er ekki geta hugsað gagntýnt á hlutina. Allir vilja frelsa undirokaðar þjóðir og koma lýðræði á í öllum ríkjum heimsins, en það verður ekki gert með stríðbrölti og flammeríngum. Ef ráðast á inn í öll slík ríki væri listinn langur. Búrma, Kúba, Norður-Kórea, Laos, Pakistan, Saudi-Arabía ............
"en það yrði að stöðva harðstjóra eins og Saddam Hussein, sem hefði varpað eiturgasi á konur og börn, á sína eigin landsmenn" ....... Davíð, George W Bush ber ábyrgð á dauða 153 samlanda sinna. Hvernig væri að losa heiminn undan slíku ómenni?????
Adios Dabbi, þú missir mitt atkvæði í vor.
"Við eigum að segja okkar afstöðu og standa með okkar bandamönnum" ...... Davíð, í fyrsta lagi eru Frakkar og Þjóðverjar bandamenn Íslands líka, og í öðru lagi eru hinir bandamenn okkar, Bandaríkin og Bretland að standa að innrás inn í fullvalda land undir vægast sagt hæpnum forsendum, þótt tilgangurinn hljómi vel í eyrum þeirra er ekki geta hugsað gagntýnt á hlutina. Allir vilja frelsa undirokaðar þjóðir og koma lýðræði á í öllum ríkjum heimsins, en það verður ekki gert með stríðbrölti og flammeríngum. Ef ráðast á inn í öll slík ríki væri listinn langur. Búrma, Kúba, Norður-Kórea, Laos, Pakistan, Saudi-Arabía ............
"en það yrði að stöðva harðstjóra eins og Saddam Hussein, sem hefði varpað eiturgasi á konur og börn, á sína eigin landsmenn" ....... Davíð, George W Bush ber ábyrgð á dauða 153 samlanda sinna. Hvernig væri að losa heiminn undan slíku ómenni?????
Adios Dabbi, þú missir mitt atkvæði í vor.
25.3.03
Ég ræð öllum hálfþrítugum bloggurum að vera ekki að útvarpa síðunni þeirra til fjölskyldumeðlima ...... það eru mistök.
23.3.03
Þetta er það sem gerist þegar þú safnar saman 200.000 dyravörðum, lætur þá fá byssu og kallar það her (tekið af Visir.is): "Bandamenn skjóta fyrir slysni á fréttamenn", "Bandaríkjamenn skjóta niður breska flugvél", "Í haldi fyrir að ráðast á eigið herlið" .......
21.3.03
Samminn er í skammtímatilvistarkreppu, á hann að fara og hitta Litlu Kútana niður í bæ, eða vera heima og slappa af undir góðri bíómynd með König Pilsener í annarri og ....... í hinni. Hummmmmm???????????
Hugsa að það megi telja í fleiri tugum mánuða hvenær ég spilaði fótbolta síðast. Samminn ákvað að brjóta vítahringinn og mæta í boltann í morgun. Svei, ég var farinn að pústa verulega eftir hálftíma og núna er ég kominn með illt í bakið eins og alltaf eftir boltasession.
18.3.03
5 ástæður fyrir Bandaríkjamenn að hata Frakka:
1. þeir hjálpuðu USA að vinna borgarstyrjöldina
2. Helstu hugsuðir Bandaríkjanna voru menntaðir í París og fínpússuðu frelsisyfirlýsinguna og stjórnarskrá Bandaríkjanna þar.
3. Þeir gáfu Bandaríkjunum Frelsistyttuna
4. Það var Frakki sem skóp byggði fyrsta Chevrolet-inn (hafa þeir pælt í því að það er franskt orð. Spurning um að endurskíra það eitthvað flott, eins og Freedom-car).
5. Frakkar fundu upp kvikmyndina.
1. þeir hjálpuðu USA að vinna borgarstyrjöldina
2. Helstu hugsuðir Bandaríkjanna voru menntaðir í París og fínpússuðu frelsisyfirlýsinguna og stjórnarskrá Bandaríkjanna þar.
3. Þeir gáfu Bandaríkjunum Frelsistyttuna
4. Það var Frakki sem skóp byggði fyrsta Chevrolet-inn (hafa þeir pælt í því að það er franskt orð. Spurning um að endurskíra það eitthvað flott, eins og Freedom-car).
5. Frakkar fundu upp kvikmyndina.
Eg myndi stríð Gogga Brúsks gegn Írak ef hann myndi klæða tvíburadætur sínar upp í kemískan varnarbúning, smella á þær gasgrímur, og setja þær í fremstu víglínu í eyðimörkinni.
Það er ljóst að allar ráðgjafarstofur hérna í Köben bíða í röð eftir að ráða mig og fá að njóta ótæmandi viskubrunns sem Samminn býr yfir. Ég get svo svarið að ég heyrði þrusk hérna fyrir utan gluggann í gærkvöldi, og svo er ég ekki búinn að afla neinnar skýringar á hlerunarbúnaðinum og ör-myndavélinni sem fundust á bak við ristina í loftinu. Helv. iðnaðarnjósnir, svik og prettir. Ég læt þá sko vita að Samminn lætur ekki ljós neinar lausnir ókeypis, og þeir komast ekki að neinu nema ræða beint við kappann. Helsti aðilinn sem á sjens á að fá Sammann í sínar raðir eru Skaarup & Jespersen enda sína þeir manni tilhlýðilega virðingu sko ..... bjóða mér í viðtal og allt.
15.3.03
Búinn að láta klippa af mér fagra makkann. Er kominn með þessa líka fögru greiðslu sem ég fékk á hátískuhárgreiðslustofunni við Butikstorvet hérna í grenndinni (þar sem úrvalspizzastaðurinn La Sosta er einnig staðsettur, og er gríðarvinsæll meðal Klakabúa). Núna get ég ekki lengur látið sjá mig í Þýskalandi. Það er nokkuð víst að þýsku stelpurnar hætta alveg að veita mér athygli þegar síttaðattan greiðslan er horfin.
13.3.03
EFTIR UM SJÖ MÁNUÐI ÁN ÞESS AÐ HAFA FARIÐ Í KLIPPINGU FÓR ÉG OG LÉT RÝJA Á MÉR HÁRIÐ RÉTT Í ÞESSU ..... ekki þó alveg inn að skinni, en langleiðina þó. Spurning um að safna góðum lubba þangað til í sumar (Hróarskeldu) og láta síðan bara rýja það allt saman. Slást í hóp ofursvalarra einstaklinga eins og Telly Savalas og Yul Brynner. Til hvers að hanga í það þegar það vill greinilega fara?
11.3.03
10.3.03
SVEI ........... hvað eru danska sjónvarpið að sýna close-up af hringvöðva í kú þegar þeir eru með frétt um loftmengun frá Kúaprumpi, og enda fréttina með því að sýna hana taka góðan lella?!?!? Ég verð sífellt fegnari því að við heyrum ekki lengur undir Baunverska heimsveldið.
Ef einhverjir eru að spá í því af hverju Bandaríkjamenn eru óðir og uppvægir í að ráðast á Íraka þá má svarið finna á milli línanna í snilldarmynd Michael Moore sem ég sá í kvöld í Grand Teatret loksins og kallast Bowling for Columbine. Ef allir Kanar myndu horfa á hana og skildu hana myndi heimurinn vera friðvænlegri.
9.3.03
Kominn aftur úr nettum túr niður í land skemmtaranna, Þýskalands, með snillingunum Tobba aka Þórhalli, og Binna aka JB aka Johnny Blaze. Það var ekki túr af verri endanum og komið víða við á víðáttum Norður Þýskalands. Við komum okkur upp búðum í Lírubæ á Jungendhostel. Þar stýrði stúrinn náungi sem hélt því síðan fram að við hefðum verið með læti um nóttina, shaaaaaræt ...ef að opna dyr með lykli og fara á klósettið klukkan 2 um nóttina kallast læti þá vorum við sekir. Vorum að pæla í því að klaga í fólki sem vaknar klukkan 5 um nóttina og fer að sturta sig og pakka niður með látum. Þjóðverjar og ferhyrningar eiga ýmislegt sameiginlegt.
Skemmtanalífið kannað á fimmtudagskvöldið og auðvitað byrjað að fara á draumastaðinn ..... Bayerische Bierhaus mit Live music jeder abend. Lifandi tónlistin fólst auðvitað í mest elskuðu uppfinningu tuttugustu aldarinnar í Þriðja Ríkinu, nefnilega skemmtara. Ótrúleg græja. Maður er bara kominn með 20 manna Big Band sem spilar eðal Bayerska slagara í anda þeirra sem við hlustuðum á í bílnum á leiðinni niður til Lübeck. Lög eins og "So schön kann doch ein mann sein" og "Deina Taschenlampe brennt". Söngvarinn og stjórnandi stórsveitarinnar var svo eldri maður með grátt hár og stert ...... ubersvalur.
Tobbi fékk sér svínabóg og ég pantaði auðvitað Bæjerskan sláturplatta!!!!! Binni var chicken fyrsta kvöldið og lét sér nægja Cordon Bleu. Öllu hafaríinu var svo skolað niður með Paulaner. Eftir þrjá öllara þar var farið á röltið milli staða í gleðiborginni Lübeck, en þar sem það var fimmtudagur lokuðu allir staðir klukkan 1 svo við þurftum að snúa tilbaka á hótelið upp úr því.
Daginn eftir ákváðum við að halda til hafnarborgarinnar og menningarstaðarins Hamborgar. Það eru ekki nema 56 km á milli borganna, en þar sem við lentum í velþekktu fyrirbæri á þýskum hraðbrautum, Stau eða teppu, í um klukkutíma tók ferðin upp undir tvo tíma. Það sem bjargaði lífi okkar var náttúrulega eðal þýsk dægurtónlist sem iljaði okkur allan tímann. Annars fannst okkur Hamborg hálf gettóleg eitthvað þannig við fórum aftur Lübeck þar sem við vissum að nú færi eitthvað að gerast á diskótekunum sem voru lokuð kvöldið áður, nefnilega Body&Soul og Hüx. Við ákváðum að fá okkur aftur bæjerskan mat á Bayerische Bierhaus. Nokkrir Paulaner runnu ljúflega niður.
Skemmtanalífið kannað á fimmtudagskvöldið og auðvitað byrjað að fara á draumastaðinn ..... Bayerische Bierhaus mit Live music jeder abend. Lifandi tónlistin fólst auðvitað í mest elskuðu uppfinningu tuttugustu aldarinnar í Þriðja Ríkinu, nefnilega skemmtara. Ótrúleg græja. Maður er bara kominn með 20 manna Big Band sem spilar eðal Bayerska slagara í anda þeirra sem við hlustuðum á í bílnum á leiðinni niður til Lübeck. Lög eins og "So schön kann doch ein mann sein" og "Deina Taschenlampe brennt". Söngvarinn og stjórnandi stórsveitarinnar var svo eldri maður með grátt hár og stert ...... ubersvalur.
Tobbi fékk sér svínabóg og ég pantaði auðvitað Bæjerskan sláturplatta!!!!! Binni var chicken fyrsta kvöldið og lét sér nægja Cordon Bleu. Öllu hafaríinu var svo skolað niður með Paulaner. Eftir þrjá öllara þar var farið á röltið milli staða í gleðiborginni Lübeck, en þar sem það var fimmtudagur lokuðu allir staðir klukkan 1 svo við þurftum að snúa tilbaka á hótelið upp úr því.
Daginn eftir ákváðum við að halda til hafnarborgarinnar og menningarstaðarins Hamborgar. Það eru ekki nema 56 km á milli borganna, en þar sem við lentum í velþekktu fyrirbæri á þýskum hraðbrautum, Stau eða teppu, í um klukkutíma tók ferðin upp undir tvo tíma. Það sem bjargaði lífi okkar var náttúrulega eðal þýsk dægurtónlist sem iljaði okkur allan tímann. Annars fannst okkur Hamborg hálf gettóleg eitthvað þannig við fórum aftur Lübeck þar sem við vissum að nú færi eitthvað að gerast á diskótekunum sem voru lokuð kvöldið áður, nefnilega Body&Soul og Hüx. Við ákváðum að fá okkur aftur bæjerskan mat á Bayerische Bierhaus. Nokkrir Paulaner runnu ljúflega niður.
5.3.03
Jesssss ........ Gullvagninn er kominn með stjörnu á nýjan leik. Fór með kaggann í smurningu í morgun og þar sem stjarna kostaði ekki nema réttar hundrað krónur þá bað ég þá um að setja upp nýja. Nú get ég loksins beitt frasanum "Mænd med hjerne kører med en stjerne" þegar einhver er að dissa Gullvagninn.
Lírubær venter ........... Við Tobbi ætlum að taka okkur smá reisu niður til Þriðja Ríkisins og fá okkur Bæjerskan sláturplatta og Franziskaner á sama stað og í fyrra. Binni Bauni er að velta því fyrir sér að koma með. Fyrir þá sem eru ekki vel að sér þá er Lírubær betur þekktur sem Lübeck og er um klukkutíma akstur úr ferjunni frá DK. Við ætlum einnig að fjárfesta í sameiningu í Deutsche Melodi Grand Prix 1967-1999 sem við sáum í fyrra en klikkuðum á að kaupa. Alger skyldueign.
Það er ekki hallærislegt að taka strætó í Danmörku. Eitt dæmi um það birtist í búningsklefanum í ræktinni í gær. Nokkrir guttar voru á leiðinni út þegar einn sagði hátt og snjallt "men bussen kommer først om 23 minutter!!". Svei ..... hefði sami guttinn látið þetta út úr sér innan um annað fólk ef þetta hefði verið í Reykjavík. I dunt think suuu.
Það bólar ekkert á meritoverførser fyrir þessar 2,5 einingu sem mig vantar til að fá diplómuna. Verð að fara á eftir og nöldra í Vicky vinkonu minni á skrifstofunni.
4.3.03
Annars er nóg að gera hjá Sammanum við að browsa netið og leita að fyrirtækjum. Það helsta sem kemur til greina er þetta. Niras. Skipulagsráðgjafar með meiru. Verst að þeir eru út í Hillerød. Tómt rugl.
Þarf að hendast niður í bæ á bókasafn Arkítektaskólans og lýsa því yfir að ég geti ekki fundið þetta eina tímarit sem enn vantar. Ætli maður þurfi ekki að borga eitthvað gjald fyrir það ... svei.
Geirinn og Hersteinn komu í heimsókn í gærkvöldi og hjálpuðu mér að gramsa í tölvunni þar sem hún er farin að vera með vesen. Við kynntu mér ýmis góð tól til að taka aðeins til, þám adaware sem losar um öll ónauðsynleg skjöl og annað, og við fundum í það heila yfir 300 skjöl og ýmis draslforrit sem hafa verið að þvælast inn í tölvuna frá því ég keypti hana. Ætla svo að fragmentera diskinn í nótt og vona að hún verði hraðvirkari eftir það.
Ég gat einnig keyrt Quake III í gærkvöldi ........ jjeeeeeeee alger ofsi: Hersteinn ætlar að setja upp QII hjá mér líka svo við getum spilað saman í gegn um netið líka.
Ég gat einnig keyrt Quake III í gærkvöldi ........ jjeeeeeeee alger ofsi: Hersteinn ætlar að setja upp QII hjá mér líka svo við getum spilað saman í gegn um netið líka.