Samminn

27.12.02

Saigon - Vietnam

Vid Trolli eyddum deginum i ad runta um baeinn a Cyclo-um, sem eru svona hjolagraejur med litlum stol framan a, og ekki fyrir taugaveiklada thvi umferdin herna er hreint kaos og Vespur ut um allt sem keyra thvers og kruss yfir gatnamot an thess ad lita i nokkra att yfir hofud. Eg vopnadist regnhlifinni minni og otadi henni ospart i folk ef thad var ad thvaelast fyrir mer og drivernum minum.

Vid skodudum sogusafnid og nokkrar fraegar byggingar. Su fraegasta sennilega fyrum forsetahollin thar sem skriddrekar Nordur-Vietnama brutust i gegn um hlidin fordum thegar Sudrid tapadi (1975). Vid fengum ad fara nidur i kjallarann sem var bysna magnadur, ekkert breyst fra stridinu, enn tha kort a veggjunum thar sem parad hefur verid a einhverjar strategiskar paelingar. Samskiptakompur med gomlum radio graejum og margt annad athyglisvert.

Fyrir oskiljanlega lukku tokst okkur ad finna KFC stadinn i Saigon sem vid vissum ad vaeri opinn. Eg rak fyrir slysni augun a frekar nyja byggingu i borginni og i einum glugganum glotti Colonel Sanders til min og opnadi fadminn a moti mer, rett eins og fjarhirdir til litla tynda lambsins heh. Thad kom a daginn ad thetta var glaenytt Department Store i borginni og vid vorum ekki seinir ad thjota thar upp og panta eina stora Zinger maltid.

Eftir turinn, sem tok um 6 tima, toku Cyclo-kallarnir okkur med a lokal pobbinn sinn thar sem vid horfdum a Vietnam tapa 4-0 a moti Thailandi, innfaeddum til mikillar maedu. Vid drukkum Bia-Hoi, lokal bjor sem er til i mymorgum utgafum og er frekar thunnur threttandi, en agaetlega friskandi. Vid sitjum nuna a Internet kaffi og erum ad fara aftur inn a hotel til ad horfa a nyja Bondinn, sem vid keyptum a DVD fyrir 2 Dollara !!!! Best ad drifa sig! Later.

26.12.02

Eitthvad hefur madur lesid um thad a mbl.is ad Sollan se buin ad akveda ad fara i frambod eftur allt saman. Madur getur rett imyndad ser bombuna sem thad hlytur ad vera inn i politikina heima, og madur getur lika lesid um a netinu. Thetta finnst mer vera slok strategia hja Sollunni, sem er reyndar einn af minum uppahaldspolitikusum. Eg segi bara thad sama og Sun Tsu, sa mikli hernadarstrategisti sagdi, ad ef madur aetlar ad fara i strid tha a madur ad beita fullum herstyrk a einn og sama vigvollinn. Sollan er ad gera mistok tharna ad minu mati, ad aetla ad fara ad berjast vid Sjallana a tveimur vigvollum og dreifa styrk sinum a baedi Radhusid og Althingi. Ekki skynsamlegt.

Eg er ekki buinn ad fara a klippingu sidan i agust, og madur er kominn med vaenan lubba. Thad vaeri til mikilla vandraeda ef madur hefdi ekki fjarfest i ofursterku geli sem heldur aftur af lubbanum. Madur hefur svo sem ekki grennst neitt mikid i ferdinni. Madur er sifellt ad ferdast i lestum og rutum og tha er litid annad ad gera en ad maula kex eda snakk. Hins vegar finnur madur ad maginn er ad minnka. Madur kemst af med faar maltidir og litla skammta an thess ad verda svangur aftur.

Saigon - Vietnam

Thegar eg opnadi hotmailid mitt adan bidu min 22 postar, flest allt svar vid jolakvedjunni sem eg sendi a alla i adressubokinni minni. Verst er tho ad tolvan sem eg er i er stillt inn a kinversku eda eitthvad, og birtir islenska stafi sem einhver oskiljanleg takn. Thetta gerist frekar oft, thannig ad thad vaeri sennilega best ef thid notudud bara enska stafi, likt og eg nota herna nidur fra, thegar thid erud ad senda mer post.

En takk fyrir oll svorin. BTW - thad verdur einhver heima ad taka upp Skaupid og frettaannalinn. Veit ekki hver er i bestri adstodu til ad gera thad. Erud thid ekki heima um aramotin Stebbi og Inga? Getid thid tekid upp skaupid fyrir mig? Pabbi getur (med guds hjalp og godum manual) tekid upp frettaannalinn a Nyarsmorgun.

Saigon - Vietnam

Naeturlestin renndi i hlad a "Ga T P Ho Chi Minh" um 9 leytid i morgun, korteri a undan aaetlun, sem er frekur ovanalegt. Eins og i Hanoi tha hafa Vietnamar einfaldlega rutt burtu thronga ras i gegn um borgina fyrir lestarsporid inn a stodina, thannig ad madur getur nanast teygt sig ut um gluggann og snert husin badum megin. Their eru ekki mikid ad spa i svona Subway eitthvad heh. Hverjum er ekki sama um folkid sem byr vid sporid ...... thad getur bara haldid kjafti og etid sin hrisgrjon ekki satt?

Joladagur hja mer folst i thvi ad flatmaga a bekknum i naeturlestinni og lesa bok. Thad var litid gaman ad horfa ut um gluggann thvi hann var (og allir adrir) svo skitugur og rispadur, og i thokkabot var net utan a honum (til ad verja lestina gegn grjotkasti fra sveitakrokkum, alledgely). Eg spadi frekar oft i thvi hvad folkid heima vaeri ad gera akkurat a hverjum tima thar sem Jolahefdirnar haldast thaer somu fra ari til ars. Thegar eg hringdi heim til mommu og pabba fra Hoi An a adfangadag var alveg eins og mer datt i hug, ad thau vaeru a leidinni i bad adur en thau faeru nidur i Domkirkju. Thad var gaman ad heyra i gomlu hjonunum, thott stutt vaeri.

Vid Trolli fundum veitingastad i Hoi An thar sem Danir voru ad safnast saman til ad borda saman, og vid Trolli Esquire sloum til og bordudum thar lika. Eg fekk ond sem smakkadist mjog vel reyndar, en ekki var nu maturinn mikill og eg hefdi thurft einn American Style borgara a eftir til ad sedja hungrid almennilega og fa sma boggul i magann. A stadnum, sem var frekar litill, og i eigu Svia, voru um fjorar gruppur vid jafnmorg bord. Asamt med og Trolla litla settist ungt dansk kaerustupar (ad vid holdum). Thau hofdu verid ad ferdast i fimm manudi!!! og attu einn eftir. Thau voru alveg ordin gersamlega uppgefin og eru haett ad nenna ad gera nokkurn skapadan hlut.

Eg er sjalfur farinn ad threytast smavegis a ferdalaginu. Serstaklega nuna um Jolin audvitad thegar madur getur sed fyrir ser allt sem er ad gerast heima a hverjum tima, og sidan baettist i ofanalag thessi stutta pest sem eg fekk (og er farin aftur sem betur fer) og leidindavedrid sem hefur verid ad elsta okkur. Eg er feginn ad thad eru adeins um 3 vikur eftir, og ad seinasta vikan verdur a strondinni a Kho Pi Pi (The Beach) a sudur Thailandi. Okkur Trolla kemur samt enn tha agaetrlega saman, sem er sennilega thad mikilvaegasta i ferdinni.

23.12.02

Hoi An - Vietnam

Thegar thetta er ritad er pabbi vaentanlega staddur a Naustinu ad borda Skotu med gomlu felogunum og jolatred vaentanlega komid inn a biskursgolf, og bidur thess ad verda smellt inn i stofu. Gomlu hjonin thurfa i fyrsta sinn i tjahh..... 20 ar ad minnsta kosti ad setja Jolaseriuna a tred thar sem thad hefur verid a mina abyrgd ad gera thad.

Thad verdur litid um jolahefdir thessi Jol hja mer. Vid erum komnir til smabaejarins Hoi An sem er notalegur turistabaer. Vid komum i morgun med rutu fra Hue og tok ferdin um 6 tima. Vid Trolli erum bunir ad akveda ad drifa okkur sudur a boginn thvi thad er leidinavedur i allri Vietnam nema Mekong delta-inu. Vid tokum thvi naeturlest fra Danang (um 30km her fyrir nordan) nidur til Saigon a Joladag thar sem ku vera solskin og 22-32 gradur. Thad er buid ad rigna a okkur meira og minna allan timann fra Hanoi, og ekki var neitt serstakt vedur thar heldur.

Reynid sidan ad geta hver er kominn med pestina. Jebb. Thad er eitthvad med mig og Jolin undanfarin ar en eg hef verid saekinn i sottirnar um Jolaleytid. Eg er buinn ad vera frekar kvefadur undanfarna vikuna og sidan thegar eg vaknadi a i gaermorgun var eg alls ekki svo hress. Eg let mig samt hafa thad og for i rutuferdina ut a "Demilitarised Zone" sem vid hofdum keypt. Eg hefdi betur sleppt thvi. Ferdin var long og threytandi og nanast ekkert ad sja seinni part ferdarinnar, sem tok 12 tima samanlagt. Eg er sidan buinn ad vera frekar skitlegur i dag en tokst ad kikja nidur i midbaeinn herna med thvi ad taka tveir Aspirin toflur. Trolli aetlar ad fara i stutta ferd a morgun og skoda Champa rustirnar i My Son. Eg hugsa ad eg sleppi thvi og reyni ad slaka a til ad losna vid pestina.

Thetta tvennt, ad vera ekki alveg nogu hress, og ad vera staddur hinum megin a hnettinum um Jolin vekur upp sma soknud ad vera ekki staddur heima i fadmi fjolskyldunnar og etandi smakokur. Serstaklega thegar eg heyrdi Heims um Bol spilar falskt a fidlu a einum veitingastadnum herna tha fekk eg longun til ad taka naestu vel heim. Nog um thad.

Fyrir ykkur sem nenna ad lesa thetta oska eg ykkur einfaldlega GLEDILEGRA JOLA OG GODS NYS ARS.

21.12.02

Thad er buid ad vera skyjad allan timann okkar i Vietnam .................. madur er farinn ad tapa brunkunni!!!!

19.12.02

Hanoi - Vietnam

A morgun aetlum vid ad panta mida med naeturlestinni annad kvold nidur Vietnam til gomlu hofudborgarinnar Hue, rett vid hid fraega "Demitilarised Zone" sem skildi ad sudur- og nordur Vietnam um midja sidustu old. Vid aetlum ad finna lokal guide thar til ad fara med okkur inn a svaedid en thar er mikid um stridsminjar, baedi fra stridinu vid Frakkana fra 1945 til 1954 og Kanastridinu. Thadan holdum vid enn sunnar a boginn til Hoi An, sem er litil borg sem ku vera mjog skemmtileg ad slaka a fyrir turista. Vid radgerum ad halda Jolin thar og reyna ad finna einnhvern stad sem hefur (vonandi) einhvern Jolamat (verst ad madur faer ekki malt og appelsin!! ).

Andri leidretti mig adeins i sambandi vid Full Metal Jacket. Thad var Annar Hershofdingi (Second General) sem sagdi setninguna godu, ekki lidthjalfinn. Madur a eftir ad kikja a allar thessa "Nam" myndir thegar madur kemur til baka.

Vid Trolli vorum bunir ad akveda ad finna eina stora bioid i Hanoi og fara i bio i kvold. Vid tokum leigara thangad og leist vel a bioid ad utan, en thad koma a daginn ad thad var bara ein syning klukkan 20, og thad var einhver Hong Kong thriller. Nein Danke. Merkilegt ad i 3,5 milljona manna borg er gott sem ekkert bio!!!! Arni fraendi thyrfti ad kikja hingad nidur eftir og skakka leikinn, thetta er algerlega ovidunandi. Madur er ekki enn buinn ad sja nyja Bondinn.

Jaeja, their eru haettir ad spila jolatonlist herna og komnir ut i boyband vaelid. Timi til ad haetta. Adios allesammen.

Hanoi - Vietnam

Annars er thad ad fretta af ferdalangnum mikla ad eg asamt minum dygga skosvein Trolla er kominn aftur til gledi- og skemmtanaborgarinnar Hanoi i nordur-Vietnam. Hingad komum vid i dag til baka fra Halong Bay og Cat Ba eyjunni og thjodgardinum. Thetta var god ferd, enda voldum vid ferdaskrifstofu sem LonelyPlanet maelir med. Vid vorum 13 manna hopur med eitt kvenkyns pisl sem leidsogumann (seinna sagdi hun okkur ad huna vaeri 35kg, og hefdi mest vegid 41 !!!). Hun taladi agaeta ensku, nema hvad hun atti i vandraedum med "kilometers", kom alltaf ut sem kimerrrrs. Hun var samt mjog almennilega og spjalladi mikid vid okkur um landid og venjur og allt milli himins og jardar, enda fekk hun gott "tipp" fra okkur i lok ferdarinnar.

Hopurinn samanstod af folki a tvitugs og thritugsaldrinum u.th.b., fyrir utan eina hollenska konu sem var um fimmtugt. Thad kom a daginn ad hun hefur verid leidsogumadur a Islandi oftar en 20 sinnum og ekki ad undra ad vid spjolludum mikid um Klakann. Hun hefur komid baedi a Hornstrandir og Lodmundarfjord, eitthvad sem eg a eftir. Madur fekk vott af heimthra vid allt spjallid og thvi GLAESILEGT ad heyra ad lidid a Hofgordum 20 er buid ad lofa mer Litlu-Jolunum thegar eg kem upp a Klaka i lok Januar!!! JESSSSS. Enda er ekki laust vid ad madur fai sma longun til ad vera heima nuna og hitta allt lidid um Jolin. Inga, Stebbi, Giso og Pjesi ..... thid erud buin ad tryggja ykkur exotiskar gjafir fra Indokina fyrir thetta!!! Hver veit nema madur reyni ad skreppa nordur yfir heidi og fa onnur Litlu Jol thar ?!?!?!? (just kidding, ein eru meira en nog).

Annars kvartadi systir min yfir thvi ad enginn vissi netfangid mitt, sem veldi frettaskorti af Klakanum. Thid getid sent frettir a hotmail addressuna mina sem er, til ad taka af allan vafa: samuel_torfi@hotmail.com

Svei!!!! hvad netid herna er haegvirkt!!! Til ad geta kikt inn a mbl.is verdur madur ad fara inn i innstillingar og taka ur sambandi alla grafik og hreyfimyndir en samt rett skida sidurnar inn. Eg drep timann og njosna hvad folkid i kring um mig er ad skifa a msn eda hotmail. Annars er fint ad hanga herna a thessu netkaffi, their eru ad spila jolatonlist, en bara svona ameriska vaelumussik, enga "Jolasveinar einn og atta" eda "Jolahjol" ....... their vita ekki af hverju their eru ad missa.

16.12.02

Rottuhola ferdarinnar no.1 er enn tha gluggalausa kompann i Singapore.

Rottuhola ferdarinnar no.2 er sennilega hotelid i Vinh, nuna fyrir nokkrum dogum fyrir thad ad thar voru kakkalakkar, og fyrir utan sprongudu rottur i godum filing. Vid fengum lanad skordyraeitur og daeldum eitri inn i herbergid svo thar var olift i um klukkutima. Nadum ad drepa allt med fleira en tvo faetur.

Vid erum nuna a finu litlu hoteli i Hanoi sem kostar okkur 10 dollara nottina, med sjonvarpi, isskap, badi med sturtu og badkari og alles. Alls engin rottuhola.

Hanoi - Vietnam

Dagurinn i dag for i thad ad skoda Hoa Lo fangelsid, eda "The Hanoi Hilton" sem vard fraegt i Vietnam stridinu sem endadi ari adur en yours truly faeddist. Fyrir utan thad roltum vid bara um baeinn og keyptum boli og annad slikt.

Vid haettum vid thad ad tekka a thvi hvort danska sendiradid er med eitthvad a dofinni a adfangadagskvold. Vid hofum eiginlega ekki tima til ad bida eftir thvi. Vid holdum thvi sudur a boginn, til Hue eda Hoi An a fostudaginn. Vid tokum naeturlestina, sem aetti ad gefa okkur nogan tima til thess ad kikja a Safn Flughersins (og setjast upp i MiG 29) og droppa vid og kasta kvedju a Ho Chi Minh (Da Ho) a fostudaginn.

Hvernig vaeri sidan ad senda post a kappann og segja eitthvad i frettum?

Hanoi - Vietnam

Vid Trolli vorum bunir ad kaupa lestarmida til landamaerabaejarins Lao Cai og til fjallabaejarins SaPa (landamaerin til Kina) thegar vid attudum okkur a thvi i gaerkvoldi ad vid aettum nu ekkert allt of mikinn tima aflogu til ad fara nidur Vietnam og yfir Kambodiu. Vid akvadum thvi ad fara bara nidur til Halong Floa og skoda eyjuna Cat Bai sem er thjodgardur. Vid keyptum okkur skipulagda ferd i thrja daga thangad nidur eftir med ferdaskrifstofu sem Lonely Planet maelir med. Midinn kostadi 53 dollara sem er nokkru haerra en gengur og gerist, en madur tryggir jafnframt ad madur fai thad sem madur borgadi fyrir og ad thad se ekki trodid i bata og rutur eins og er algengt hja hinum.

Vietnamar eru ruddalegir, uppathrengjandi, oheidarlegir, frekir, sodalegir og einstaklega lagnir vid ad lata manni ekki lika vid tha. Thetta a samt einna mest vid solumenn, baedi gotusolumenn (einstaklega pirrandi) og adra solumenn, svo sem hoteleigendur og annad. Hinir sem madur kemst i nand vid eru vinsamlegir og bestu grey. Eda eins og lidthjalfinn i Full Metal Jacket sagdi ( er thad ekki rett Andri?): " I believe that inside every Gook there is an American trying to break out".

14.12.02

Hanoi - Vietnam

Svei! Fyrstu klassa midarnir sem vid heldum ad vid hefdum keypt i Vinh reyndust ekki vera thad sem vid heldum. Vid thurftum ad sitja a hinum verstu kirkjubekkjum i lestinni i morgun. Klassakerfid er byggt upp a thann einfalda mata ad thad er annad hvort hardt saeti (bekkur) eda mjukt saeti. Vid keyptum greinilega mida i thraelalestina. Thetta kom tho ekki mikid ad sok thvi ferdin tok bara um sex tima og thad fylgdi matur med (hrisgrjon, sma nautakjot og eitthvad graent mauk sem eg sleppti ad borda).

Vid erum bunir ad tekka okkur inn a "Prince Hotel" i Hanoi, eitt af ad minnsta kosti fjorum hotelum med sama nafninu (sennilega ad herma eftir nofnunum sem eru tilgreind i LP Guidebook og reyna thar med ad trekkja turistana ad). Vietnamar eru otrulega frekir og umferdarmenningin i Hanoi er eitt stort kaos!!! Endalaust mikid af vespum sem dogda mann haegri vinstri. Ef their koma of nalaegt slae eg tha i hausinn med kortinu minu. Thetta er ekkert respect. Sidan eru helv. cyclo (reidhjol med svona litlum sofa framan a)kallarnir sifellt ad noldra i manni ad fa far med theim. Fyrir utan thad eru milljon krakkar herna ad selja tyggjo og kort og allskonar drals og vaelandi i manni. Eg geri mitt besta til ad lata thetta ekki fara i pirrurnar a mer. Thad er plus ad vera havaxinn herna thvi tha a madur audveldara med ad lata sem madur sjai tha ekki. Trolli tharf sifellt ad afthakka. Thad er verra med Vespurnar, mig langar otrulega oft bara ad skubba adeins vid theim og senda tha fljugandi inn i naesta bil, their aettu thad skilid amk.

Annars er Hanoi bysna skemmtileg, og hefur gott potential til ad verda mjog vinsael ferdamannaborg i framtidinni. Hun er thett og thad eru godar gangstettar medfram ollum gotum (reyndar fullar af vespum og folki sem situr vid svona dukkulisubord og eru ad fa ser ad borda alla tima solarhringsins) og thad er plantad mikid af trjam medfram gotunum. Husin eru lika mjo og sambyggd og litrik, semsagt, god uppskrift fyrir vinsaela turistaborg. Thad er heldur ekki svo heitt herna. I dag voru um 22 gradur og a kvoldin verdur jafnvel enn tha kaldara.

13.12.02

Rutubilstjorar i Vietnam keyra eins og bandodir thannig vid Trolli aetlum ad taka lestirnar her eftir!

I dag eru fjorar vikur sidan eg lagdi af stad fra Baunaveldi!! rettar fimm vikur eftir.

Vinh - Vietnam

Vid Trolli erum komnir heilu og holdnu i borg sem kallast Vinh. Hun er virkilega ospennandi. Ekkert ad sja og ekkert ad gera. Enda erum vid einu turistarnir sem vid hofum sed i borginni. Thad er lika drullukalt, um 15 gradur og vid neyddumst til ad taka fram sidu buxurnar i kvold. Vid vorum thvi ekki lengi ad akveda ad kaupa lestarmida til Hanoi i fyrramalid og reyna ad hitta a Amerikanann og Astralann sem vid vorum samferda med i rutunni yfir landamaerin i nott.

Ferdin var ekki eins slaem og vid attum von a. Eg fann saeti aftarlega i rutinni thar sem var buid ad taka ur saetarodina fyrir framan, vaentanlega til ad geyma aukafarangur. Eg hafdi thvi heilan bekk ut af fyrir mig og gott plass fyrir faeturnar. Vid spjolludum talsvert vid einn Amerikana, Astrala, Franska stelpu (aettud fra Laos) og einn Kanadamann. Astralinn var a Islandi i sumar og var endalaust ad maera land og thjod. Hann sagdi ad ferdin til Islands hefdi i raun eydilagt oll sin framtidarferdalog thvi ekkert gaeti toppad Island. Hann var med disk ved Sigur Ros med ser og hann thurfti audvitad ad rifja upp islensku blotsyrdin og annad.

Vid landamaerin thurftum vid ad bida fra 3 i nott til 6 i morgun thar sem landamaerin opna ekki fyrr. Vid logdum okkur i rutinni i nokkra tima medan bilstjorinn for inn i eitthvad hus thar sem hann var med legubekk til ad leggja sig.

Annars var nokkur serstakt ad ferdast um Laos ad naeturlagi a medan allir voru sofandi og himininn stjornubjartur. Thad var slokkt a ollum ljosum i rutunni thannig madur gat fylgst med stjornunum. Karlsvagninn snyr a hvolfi herna! Svei.

Uff, eg a enn eftir ad fara i sturtu eftir ferdina. Held eg drifi mig i thad nuna!

12.12.02

Vientiane - Laos

Vid Trolli erum bunir ad fjarfesta i rutumidum med naeturrutinni til Vinh i Vietnam. Ferdin ku eiga ad taka 16 tima en mig grunar ad thad komi til med ad teygjast a thvi. Eg hef lesid missgodar frasagnir fra folki sem hefur tekid somu rutu og eg er ad hallast a tha skodun ad thad vaeri skynsamlegra ad flugja beint til Hanoi og spara ferdalagid, thott midinn kosti 100 dollara. Thad kemur allt betur i ljos a morgun thegar vid komum a leidarenda.

Verst ad eg er buinn ad tyna Peltornum, heyrnarskjolinu minu! Svei. Margar godar minningar sem fylgja thvi.

10.12.02

Vang Vieng - Laos

Thad er farid ad lida ad lokum ferdarinnar til Laos. A morgun holdum vid Trolli, minn hundtryggi Baunverski adstodarmadur, aleidis aftur til hofudborgarinnar Vientiane, hinu glaesta minnismerki um velgengni kommunismans. Thar a ad bida okkar VISA til Vietnam thann 13. des.

Vid tokum rutu snemma morguns thann 13. des og holdum aleidis til Vinh i Vietnam. Thad verdur sennilega engin skemmtireisa thar sem ferdin tekur um 18 tima og seinni helmingurinn liggur um spaghetti-laga fjallvegi med tilheyrandi angan af aelu fra bilveikum einstaklingum. Laos-buar eru einstaklega lagnir vid ad verda bilveikir, en i stadinn fyrir ad kaupa pillur tha bara taka their med ser poka. Madur er ad verda thad vanur aelulyktinni " I love the smell of puke in the morning " svo eg vitni adeins i Apochalypse Now.

Vid radgerum ad tekka a strondinni nalaegt Vinh. Thad a ad vera mjog god badstrond rett hja og vonandi getum vid tekid sma pasu fra ferdalogum og legid adeins a strondinni med Pinacolada i annarri og ...... i hinni. Bid ad heilsa i bili.

8.12.02

Thar sem vid verdum sennilega i Hanoi um jolin aetlum vid ad hafa samband vid danska sendiradid thar og athuga hvort their seu med einhverja dagskra a adfangadagskvold fyrir Baunana i Vietnam. Ef svo er aetlum vid ad reyna ad komast i thad svo ad madur thurfi ekki ad halda upp a jolin inni a hotelherbergi.

LP - Laos

Eftir ad hafa ferdast med Trolla nuna i thrjar vikur er madur farinn ad geta greint hann adeins betur. Hann er finn gaur og thaegilegt ad ferdast med honum. Akkurat nuna er hann ad fa ser nudd og Saunu a medan eg skrapp upp ad hofinu a haedinni herna i baenum og fekk thetta lika flotta utsyni yfir Luang Prabang og nagrenni med solarlagi og ollu. Trolli, eda Troels Boegh Nielsen, vard 32 a fostudaginn. Hann litur samt alls ekki ut fyrir ad vera thad gamall. Hann er frekar stuttur og grannur (hence the nickname) og a thad til ad tala svolitid mikid. Hann er lika alveg typiskur Dani, frekar ospennandi typa. Hann passar vel inn i thetta danska "Borg collective", th.e. ad hann hugsar a sama plani eins og nanast hver einasti Dani og finnst ad allir eigi ad hugsa eins og lita eins ut. Honum finnst t.d. almennt sed ad strakar aettur ad vera med stutt har og stelpur med sitt og ad thad eigi ad "tvangsklippe" straka med of sitt har. Hann sannar vel ad Danir eru med slaemad musiksmekk thar sem hann kannast t.d. ekki vid Korn, Chemical Bros., en filar aftur a moti boyband tonlist med Blue (hrollur). Ad visu er Creedence uppahaldssveitin hans sem baetir thetta adeins.

LP - Laos

Eftir frekar oskemmtilegt atvik i gaerkvoldi thar sem eg thurfti nanast ad radast inn a husradendur til ad komast a klosettid, akvad eg ad byrja ad taka Imodium til ad setja tappa a kranann. Thad hefur greinilega virkad thvi eg hef ekkert thurft ad kikja a kamarinn i dag, og mun sennilega ekki thurfa thess naestu vikuna ;)

LP - Laos

Eg komst ekki til thess ad segja fra Phonsavan og Plain of Jars thar sem thad var hvergi ad finna Internet i baenum medan vid vorum thar. Vid tokum sem sagt rutu thangad fyrir 4 dogum sidan fra Vang Vieng til thess ad skoda "slettuna med krukkunum", Plain of Jars. Vid eyddum deginum i thad ad skoda thetta fyrirbaeri i gamalli Volgu med attraedum kalli sem taladi ekki bofs i ensku. Vid vorum fjorir saman. Med okkur voru Gunther, Thjodverji fra Mainz sem taladi med thessum lika ofsalega thyska hreim, og sem var samferda okkur i rutinni til Phonsavan. Sidan var einn ungur Japani sem skildi heldur ekki bofs i ensku.

Slettan med Krukkunum er ein af thessum fornleifaradgatum thar sem deilt er um uppruna og tilgang. Fyrirbaerid er einfaldlega sletta (eda rettara nokkrar slettur) thar sem eru storar steinkrukkur a vid og dreif. Thad er umdeilanlegt hvort thad se thess virdi ad taka thennan uturdur til Phonsavan ad skoda thetta fyrirbaeri. Fer sennilega eftir ahuga hvers og eins a fornleifum hvort eg myndi maela med thvi. Phonsavan er litil drulluborg og thar er ekkert ad gera svo vid akvadum ad drifa okkur thadan hid fyrsta.

Luang Prabang - Laos

Jaeja, vid erum bunir ad vera ruma viku i Laos nuna og bunir ad sja thad sem vid aetludum okkur ad sja herna. Vid erum ad lata vinna i thvi ad redda okkur VISA inn til Vietnam sem tekur gildi thann 13. des. Vid thurfum thvi ad venda kvaedi okkar i kross og stefna aftur til hofudborgarinnar Vientiane. Vid erum bunir ad boka ferd med VIP rutu (sem er bara venjuleg ruta a islenskan maelikvarda, munurinn er ad thad eru ekki haensni og geitur um bord i henni eins og lokal rutunni. Ju, reyndar er hun med loftkaelingu) a morgun til turistaparadisarinnar Vang Vieng thar sem vid komum lika vid a leidinni nordur. Vid aetlum ad slappa af thar i tvo daga og eg aetla ad smella mer i "tubing" nidur ana i nokkra tima, eitthvad sem eg sleppti sidast. Vang Vieng er bara smathorp en thad er mikid af turistum og astaedan ad vid viljum eyda nokkrum dogum thar i vidbot er ad madur getur hangid a veitingahusum um kvoldin og horft a nylegar myndir af DVD (eda VCD eins og their nota herna, tveir diskar i stadinn fyrir einn) i stadinn fyrir ad lata ser leidast a hoteli.

7.12.02

Luang Prabang - Laos

Svei. Fekk magakveisu eftir ad hafa bordad einhvern nudlurett a stad i Phonsavan sem var greinilega ekki alveg eftir stodlum hreinlaetisnefndar. Thetta er tho ad skana nuna og vid Trolli aetlum ad skoda thessa borg sem vid erum i nuna. Hun er fyrrum hofudborg elsta konungsdaemisins i Laos og er verndud sem World Heritage Site. Eg smelli inn meira efni i kvold. Trolli er farinn ad verda otholinmodur held eg.