Samminn

31.1.06

Rússkíe karamba

Dobravitshe. Mjena sovut Samuel. Kokto on? On moi drug Magnus. Koktóí eta? Eta maíjó stulu.
Haldiði ekki að drengurinn hafi smellt sér á rússneskunámskeið í Mími í dag. Maggi kallinn skráði sig í þarsíðustu viku og sannfærði mig um að skella sér með í ruglið. Þetta kom í raun til tals stuttu eftir heimkomuna frá gamla góða Sovjet enda var sú heimsókn einstaklega hressandi. Viðmót þarlendra var þannig að fleiri heimsóknir í þennan heimshluta verða mjög líklega fleiri á næstunni. Ekki síst í ljósi þess að við Maggi munum aldrei geta sannfært íslenskar stelpur um að hanga með okkur gegn fúsum og frjálsum vilja þannig að við endum auðvitað einhvern tímann á því að panta okkur eitt stykki mail-order bride frá Rússkí fyrir rest. Og þá verður nú gott að kunna beisik rússnesku :-D

Fyrsti, eða öllu heldur annar tíminn lofaði góðu. Missti af fyrsta tímanum. Mási hélt að ég hefði misst áhugann á að fara í þetta. But boy was he wrong! Það gerði ekki mikið til. Fyrsti tíminn fór víst í það að kynnast kirillíska stafrófinu. Það var eitthvað sem ég reyndi að gera þessa tíu daga í Kænugarði í denn svona á milli þess sem maður skoðaði fallegar byggingar, hlustaði á vondulagakeppnir og fylgdist heillaður með hverjum þeim þröngu gallabuxum sem maður mætti á röltinu. Þess má geta að einbeitingin var aldrei mikil og ég ætla því að leggjast í blaðið með stafrófinu betur fyrir næsta tíma ...

Í meira spennandi parallel universe héti kennarinn okkar Ívan Danko, fyrrum KGB foringi. Risastór og þrælmassaður náungi með kjálka sem næðu út að hálfum herðum. Bros sem væri jafn heillandi og fallegt eins og hrollvekjuatriðið í The Ring þar sem Samara tekur upp á því að skríða út úr sjónvarpstækinu. Og talaði í stuttum og hálf-morskóðuðum setningum með hreim: "ÞÝDDUÖA ÞESSA SETNINGÖA, EÐA ÉGÖA SKÝT AF ÞÉR HÖAUSINN LITLA VÆSKIL" ... but oh no ... kennarinn okkar líkist að engu leyti Schwarzeneggernum í Red Heat. Hann er þvert á móti lítil og pínku búttið babúska sem heitir Irma. Í rauninni mjög týpískur Rússi. Með eilítinn kjánalegan rauðan lit í hárinu eins og Kænugarðsfarar síðasta sumars sáu að er booomban í Rússkí!

En þetta er spennandi. Það liggja einhvern veginn mörg vötn austur á bóginn. Mörg fyrirtæki að hasla sér völl þarna. Við erum að vinna í því að afla verkefna í Austur-Evrópu niðri í vinnu. Vonandi kemst maður fyrir rest í smá hasar þarna meðal slava og kósakka. Þessi heimshluti á sennilega eftir að taka miklum breytingum á næstu áratugum og það væri gaman að taka þátt í því með einu eða öðru móti.

30.1.06

Sólarglæta

Woizeck er skrítið leikrit. Skemmti mér samt mjög vel. Hluti af skemmtuninni fólst samt í því að velta fyrir mér hvaða þema lægi að baki leikritinu. Er Woizeck og karakterarnir staddir í helvíti eða himnaríki, eða bara right here on plain old planet Earth? ... Komst aldrei að því og leikritinu lauk áður en útskýringin fékkst. Komst svo að því í dag að Buchner kallinn lauk aldrei stykkinu...

Hressleiki dagsins: smá sólskin. Rölti út á svalir á sjöttu með kaffibollann í morgun og heilsaði upp á gamlan félaga sem hefur ekki látið sjá sig síðan löngu fyrir Jól. Djöfull er gaman á þessu landi...

25.1.06

byggingarperrar

Hugmynd dagsins: að hóa í nokkra byggingarperra og plata þá með í skoðunarferð verkfræðingafélagsins í Reykjanesvirkjun á föstudaginn. Og það virðist ætla að verða. Fribs var a.m.k. jákvæður fyrir því og hver veit nema fleiri perrar bætist í hópinn á morgun.

Annars nóg fram undan á menningarsviðinu: Fer á Woizcek á sunnudagskvöldið með vinnunni, Þorrablót í vinnunni á laugardaginn og síðan er Svenster aðalmaður laugardagkvöldins og spútnik íslenska júróvisjón þáttararins um kvöldið en þá fær landinn að hlusta á snilligáfu kappans í lagasmíðum og láta í ljós skoðun sína. Brace yourselves!! ... erum við á leiðinni til Aþenu i vor eða ekki?

24.1.06

Morning Glory Bongmaster

Morning Glory Bongmaster. Það er stoner-nafnið mitt samkvæmt hávísindalegri heimasíðu sem ég þvældist inn á núna seinni partinn. Hélt alltaf að ég væri meiri svona "Jointmaster 2000", en ok ...

Annars gríðarlegur hressleiki í dag eins og aðra daga :D jámm jámm jámm. Hlakka bara til páska og vors í lofti með fuglasöng og stuttum pilsum...

23.1.06

USA, shitter og fleira

Jebb, ég tók af skarið og pantaði miða til Baltimore þann 22. febrúar. Verð í þrjá daga og það er eins gott að Snæbó og Guðrún taki vel á móti frænda því ég gúgglaði Baltimore og þetta lítur ekki út fyrir að vera neitt súper-áhugaverð borg. Vissi það svo sem vel, enda eyddum við Snæbó nokkrum kvöldum í að rabba um heima og geima síðasta sumar, þ.á.m. um Baltimore. Hún verður seint valin mest hressandi borg í heimi. Ætli ég taki ekki túrinn um Hvíta Húsið eins og Goggi B. er búinn að væla í mér síðustu 6 árin.

Kvefið að hörfa og Sammi Fittness krönsaði bæssarana í World Class áðan eins og sönnum hnakkawannabe sæmir. Hætti að vísu í miðju kafi og áttaði mig á því að ég var kannski ekki orðinn alveg nógu hress af kvefinu til að taka á því almennilega. Endaði því á góðri stund í pylsupartýinu í gufunni og eyddi nokkrum mínútum í að rækja barnaperrann í mér með því að fara í heita pottinn eftir á...

Atvik dagsins var fljótandi kúkur í vinnunni. Einhver hefur greinilega tekið á því í ömmusteikinni í gær og var búinn að skíta þessum líka keppnislella í dolluna á 6. hæðinni hjá okkur. Við erum að tala um Mecha-Shitter - Typhoon Class motherfucker. Maður fékk næstum vatn í munninn við að skoða trefjakornin í kvikindinu. Anyways, ég bar ekki ábyrgð á rúbbíboltanum, þótt ég hefði stoltur viðurkennt það ef svo er (damn, ég hefði átt að smella mynd af honum og setja inn).

18.1.06

Kvef und so weiter

Kvefpestir hafa verið drjúgar við að leggja kallinn í rúmið undanfarið árið eða svo og síðustu þrír dagarnir heyra undir það. Undarlegt hvað ég hef verið kvefsækinn undanfarið. Man vel að á góðu tveggja ára tímabili rétt eftir að ég kom heim þá hratt ég frá mér hverri flensunni á fætur annarri sem dundi yfir þjóðina. Núna ligg ég eins og hrísla með nokkurra mánaða millibili. What gives??

Annars er mig farið að langa heilmikið að komast eitthvað út fyrir landsteinana. Er alvarlega að velta fyrir mér hvort ég ætti að heimsækja Snæbó og Guðrúnu frænku í Boltimor og Vosbúðartúni á næstunni, enda voru Hannes og félagar að auglýsa tilboð þangað út febrúar. Flug fram og til baka á 36þ með öllu. Hmm ... ekki slæmt tilboð það. Þau eru margoft búin að bjóða mér gistingu og tourist guidance ef ég kæmi. Og eitt er víst að Snæbó myndi elda dýrindis máltíðir hvert kvöld, ef ég þekki kappann rétt :) ...

14.1.06

Snjór og fleira

Heyrði því fleygt um daginn að í Víetnam væru 17 KFC útibú. Svei. Það er af sem áður var. Við Trölli ferðuðumst endanna á milli í Víetnam á sínum tíma og náðum, eftir mikla leit, að grafa upp eina KFC útibúið í Saigon. Eina vestræna keðjan sem var með starfsemi í landinu. Hmmm ... sennilega ekki langt að bíða þess að Víetnamar upplifi það að sjá litla feita kjagandi krakka með happímíl í annarri og sleikjó í hinni. Já, Norður Víetnam vann stríðið en kapítalisminn hélt sigurhátíðina (svo maður hljómi nú pínku spekingslega) ...

Annars er Mási pjás staddur í Róm um þessar mundir í þeim tilgangi einum að heilla etrúskar blómarósir (með nokkrum vel völdum grænum seðlum), gera díl við páfann um nýtt kaþólskt franchise á Íslandi og borga Mafíunni tíundina. Enda á hann ekki pleisið fyrir ekki neitt...

Eyddi síðan hálftíma í dag að moka bílinn minn upp úr snjóskafli niðri á Urðarstíg og öðrum hálftíma í að berjast við að koma honum út úr stæðinu. Skemmtileg upprifjun frá síðasta vetri, en göturnar og stæðin hérna dántán eru þannig að það getur verið smá challenge að koma bílnum úr stað eftir væna snjókomu :-D

óver end át reprazent

10.1.06

utan vil ek

Jólin búin og janúar tekinn við með öllum þeim hressleika sem honum fylgir. Í dag hefur þó snjóað eilítið og sem betur fer birtir yfir öllu í kjölfarið. Annars leggst skammdegið ósköp lítið í mig. Manni finnst þessir vetrar hvort eð er líða svo fljótt hjá að þessu verður lokið áður en maður veit af.

Annars er skandall hvað það er langt síðan maður stökk eitthvað út fyrir landsteinana. Ekki farið út síðan á Eurovision síðasta vor. Því ekki nema von að maður sé farinn að pæla í smá stökki út úr landi á næstunni. Það nýjasta í því gæti verið að kíkja til Köben bráðlega, enda er ég farinn að sakna gömlu Köbenhavnstrup pínkulítið. Maður þarf t.d. að heilsa upp á gamlar vinkonur á Istedgade og svona...

Síðan er stóra spurningin með vorið. Verður það Aþena og Eurovision á nýjan leik, ekki síst m.t.t. hvort Svensterinn vinni íslensku keppnina. Það yrði væntanlega ekki síðri ferð en Kievferðin góða...

Eða á maður að skella sér til US of A og heimsækja Rikka og Andra sem hafa það náðugt í faðmi frjálshyggjunnar og kapítalismans á vesturströnd Bandaríkjanna. E.t.v. heimsækja frændfólkið í Los Angeles líka. Ekki dónaleg tilboð sem maður er búinn að fá þaðan, hreint ekki...

Tough decision, tough decision...

5.1.06

Bikinibabes

Gellur á bikiníum sem halda á fiskum. Gellur í bikiní sem sitja í skuti á bát og eru með risastóra veiðistöng milli leggjanna. Gellur á bikiníum, í veiðivesti og skjótandi af haglabyssu eða hálfsjálfvirkum rifli... og helst vel smurðar auðvitað.

Þetta er býsna merkilegur fetismi...

Maður getur vel ímyndað sér týpurnar sem fá eitthvað extra mikið úr því að horfa á svona myndir. Væntanlega er töluvert samhengi milli svona fetisma og svona dæmigerðra veiðinuttera sem eyða hálfum árstekjunum í flugu- og skotveiði, dreymir um F350 í felulitum og líður hvergi betur en úti í miðri á eða ofan í skurði hálfan daginn.

Ekki það að mér þyki eitthvað ónýtt að horfa á það, en bikiníin ein og sér duga mér persónulega alveg fullkomlega...

Cheers!

3.1.06

Fun fun fun

Ég geri ekki ráð fyrir því að margir lesendur Sammans séu verulegir aðdáendur Djords dúbbjía þannig að tékkið á þessu, þetta er með fyndnari pólitísku sketsum sem ég hef séð (vona að þið kannist við lagið sem notað er, var vinsælt "one hit wonder" fyrir tveimur þremur árum):

http://www.dumpalink.com/media/1136125163/Bush_Whatever

2.1.06

Áramúút

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla! Nýja árið gekk í garð með lágmarksbraki af minni hálfu. Ekki einn einasti flugeldur eða kaka keypt fyrir þessi áramót. Fyrir vikið fannst mér eins og eitthvað vantaði. Maður er nú ekki alveg vaxinn upp úr þörfinni fyrir að sprengja upp áramótin greinilega. Er reyndar að spá í því að skjóta upp sól um næstu áramót. Mér finnst þeim hafa farið fækkandi frá áramótum til áramóta sem er leiðinleg þróun. Eitthvað virðulegt og grand yfir sólunum. Fyrir utan það þá er sennilega bara ágætt að bæta því í reynslubankann af hafa skotið upp neyðarblysi...

Önnur merki öldrunar. Fór ekki á neitt skrall á gamlárskvöld. Mási pjási var með einhverjar hugmyndir um að fara á Oliver, enda tryggir kúnnar eins og hann greinilega á sérdílum. Við ákváðum samt að sleppa því, enda eflaust smekkfullt og 95% lið sem maður hefur takmarkaðan áhuga á að mingla mikið við. Másanum óx líka í augum að fara niður í bæ og eiga það yfir sér að bíða eftir leigara í klukkutíma og punga út 5000 kalli fyrir ferð í Fjörðinn á tvöföldu álagi leigubílastjóranna. Skil hann vel...

En jamm, árið 2006 runnið upp. Stefnir óðfluga í þrítugsafmæli kappans og maður er enn rétt að jafna sig á 25 ára afmælinu. Maður er enn að brosa að myndunum úr veislunni okkar Rikka sem fengust úr framköllun síðasta sumar. Typpastækkarinn kom aldeilis í góðar þarfir! Takk strákar...