Samminn

14.1.06

Snjór og fleira

Heyrði því fleygt um daginn að í Víetnam væru 17 KFC útibú. Svei. Það er af sem áður var. Við Trölli ferðuðumst endanna á milli í Víetnam á sínum tíma og náðum, eftir mikla leit, að grafa upp eina KFC útibúið í Saigon. Eina vestræna keðjan sem var með starfsemi í landinu. Hmmm ... sennilega ekki langt að bíða þess að Víetnamar upplifi það að sjá litla feita kjagandi krakka með happímíl í annarri og sleikjó í hinni. Já, Norður Víetnam vann stríðið en kapítalisminn hélt sigurhátíðina (svo maður hljómi nú pínku spekingslega) ...

Annars er Mási pjás staddur í Róm um þessar mundir í þeim tilgangi einum að heilla etrúskar blómarósir (með nokkrum vel völdum grænum seðlum), gera díl við páfann um nýtt kaþólskt franchise á Íslandi og borga Mafíunni tíundina. Enda á hann ekki pleisið fyrir ekki neitt...

Eyddi síðan hálftíma í dag að moka bílinn minn upp úr snjóskafli niðri á Urðarstíg og öðrum hálftíma í að berjast við að koma honum út úr stæðinu. Skemmtileg upprifjun frá síðasta vetri, en göturnar og stæðin hérna dántán eru þannig að það getur verið smá challenge að koma bílnum úr stað eftir væna snjókomu :-D

óver end át reprazent

0 Comments:

Post a Comment

<< Home