Civ 4
Rétt fyrir jól tók ég þá afdrifaríku ákvörðun að fjárfesta í Civilization 4, nýrri útgáfu á þeim leik sem ég hef fórnað 5% ævi minnar í síðustu 15 árin eða svo. Og það lítur ekkert út fyrir að hlutfallið minnki á næstu fimmtán með þessum kaupum ...
Dagurinn í dag, í gær og í fyrradag fóru semsagt í baráttuna um heimsyfirráð. Rétt áðan murkaði ég lífið úr Aztekum, enda var kominn tími á það. Þeir hefðu nú átt að deyja út sem heimsveldi löngu fyrir árið 1915 ef maður tæki mið af sögunni eins og hún gerðist. Verst að Hersteinn kom heim áður og tók yfir tölvuna sína áður en ég gæti ráðist á Kínverjana...
Er alvarlega að spá í því að fjárfesta í góðum flatskjá fyrir borðtölvuna mína, sem er þessa stundina í frumeindum sínum hjá Metrógenginu í Hólmaslóðinni. Það virðist lítið ætla að verða úr CoD sessionum þar eins og til stóð, þannig að ætli maður sæki ekki kvikindið þangað aftur og hendi gamla skjánum í Sorpu í leiðinni. Ég bara nenni ekki að burðast með þennan litla 15" lampaskjá upp í íbúðina til þess eins að taka allt plássið á tölvuborðinu mínu. I'm sorry, we'we had our good times, but now its time to goooo.
Annars eru verkefnin nánast endalaus: nú er það komið á daginn að það er loftflæðiskynjari sem veldur gangtruflunum í bílnum mínum. Og hann er ekkert ókeypis, ef marka má viðgerðarmennina hjá Ræsi. Þeir lögðu til að ég reyndi að útvega hann sjálfur frá Þýskalandi. Einmitt.
Dagurinn í dag, í gær og í fyrradag fóru semsagt í baráttuna um heimsyfirráð. Rétt áðan murkaði ég lífið úr Aztekum, enda var kominn tími á það. Þeir hefðu nú átt að deyja út sem heimsveldi löngu fyrir árið 1915 ef maður tæki mið af sögunni eins og hún gerðist. Verst að Hersteinn kom heim áður og tók yfir tölvuna sína áður en ég gæti ráðist á Kínverjana...
Er alvarlega að spá í því að fjárfesta í góðum flatskjá fyrir borðtölvuna mína, sem er þessa stundina í frumeindum sínum hjá Metrógenginu í Hólmaslóðinni. Það virðist lítið ætla að verða úr CoD sessionum þar eins og til stóð, þannig að ætli maður sæki ekki kvikindið þangað aftur og hendi gamla skjánum í Sorpu í leiðinni. Ég bara nenni ekki að burðast með þennan litla 15" lampaskjá upp í íbúðina til þess eins að taka allt plássið á tölvuborðinu mínu. I'm sorry, we'we had our good times, but now its time to goooo.
Annars eru verkefnin nánast endalaus: nú er það komið á daginn að það er loftflæðiskynjari sem veldur gangtruflunum í bílnum mínum. Og hann er ekkert ókeypis, ef marka má viðgerðarmennina hjá Ræsi. Þeir lögðu til að ég reyndi að útvega hann sjálfur frá Þýskalandi. Einmitt.
1 Comments:
Vér Gautrekur eigum báðir títtnefndan leik. Sé áhugi fyrir enn frekari tímafórnum er aldrei að vita nema hægt sé að setja eitthvað sniðugt upp yfir alnetið.
By
Thrandur, at 3:29 PM
Post a Comment
<< Home