Á Júró 2006?
Ég er umkringdur af Eurovision-perrum, það er alveg ljóst. Í dag var tilkynnt á blaðamannafundi hvaða höfundar ættu lag í forkeppninni íslensku næsta vor og viti menn, bæði Svenster meðgrallari og Siggi Örn samstarfsmaður eru með lög og texta í keppninni svo skiptir tugum! ... eða því sem næst. Til hamingju drengir! Þið hafið í sameiningu aukið vonir manns um hressandi vetur umtalsvert!
Það var pínku broslegt að sjá þá kappa hlið við hlið í sjónvarpinu áðan, standandi eins og tveir prúðbúnir skólastrákar á bekkjarmyndinni innan um önnur mikilsverð tónskáld þjóðarinnar, eins og Önnu Mjöll, Eyva Kristjáns og Ómar Ragnarsson ... Smá Twilight Zone fílingur líka: Frekar undarlegt að sjá tvo einstaklinga sem maður umgengst á nánast dagsbasis hlið við hlið í sjónvarpinu, en hef aldrei upplifað þá saman in real life ... kinda' creepy.
En Svensterinn er með hvorki fleiri né færri en þrjú lög og Siggi Örn með eitt lag og tvo texta. Brilliant hvernig sem á það er litið. Það er því alveg ljóst að maður þarf að fara að byrja á some serious butt kissin' til að komast í Evróhópinn næsta vor til Aþenu. Og nú er ég að tala um algerlega gagnkynhneigða rassakossa!
Kannski að maður ætti að reyna að hagnast á dæminu svolítið með því að bjóða þessum herramönnum upp á smá iðnaðarnjósnir? Ég sit óneitanlega býsna nærri báðum aðilum ... svona ef út í það er farið. Fara menn ekki út í þvílíkt alvarlegar pælingar í tengslum við flytjendur, útsetningu og hvað þetta nú heitir allt saman sem er aftur mjög svo leyndó fram að keppni?! Where the devil is my hat mrs .Moneypenny?
Peace out G uhu uhu
Það var pínku broslegt að sjá þá kappa hlið við hlið í sjónvarpinu áðan, standandi eins og tveir prúðbúnir skólastrákar á bekkjarmyndinni innan um önnur mikilsverð tónskáld þjóðarinnar, eins og Önnu Mjöll, Eyva Kristjáns og Ómar Ragnarsson ... Smá Twilight Zone fílingur líka: Frekar undarlegt að sjá tvo einstaklinga sem maður umgengst á nánast dagsbasis hlið við hlið í sjónvarpinu, en hef aldrei upplifað þá saman in real life ... kinda' creepy.
En Svensterinn er með hvorki fleiri né færri en þrjú lög og Siggi Örn með eitt lag og tvo texta. Brilliant hvernig sem á það er litið. Það er því alveg ljóst að maður þarf að fara að byrja á some serious butt kissin' til að komast í Evróhópinn næsta vor til Aþenu. Og nú er ég að tala um algerlega gagnkynhneigða rassakossa!
Kannski að maður ætti að reyna að hagnast á dæminu svolítið með því að bjóða þessum herramönnum upp á smá iðnaðarnjósnir? Ég sit óneitanlega býsna nærri báðum aðilum ... svona ef út í það er farið. Fara menn ekki út í þvílíkt alvarlegar pælingar í tengslum við flytjendur, útsetningu og hvað þetta nú heitir allt saman sem er aftur mjög svo leyndó fram að keppni?! Where the devil is my hat mrs .Moneypenny?
Peace out G uhu uhu
1 Comments:
Hver syngur lagið hans Sigga Sammi?... spit it out :)
By
Svenster, at 7:12 PM
Post a Comment
<< Home