Samminn

11.6.07

Kievblogg

Vúbbs. Gleymdi að tilkynna það hér að ég startaði upp nýju Kievbloggi sérstaklega í tilefni ferðarinnar.

www.kiev2007.blogspot.com

Tékkið á því þangað til ég mæti frískur upp á Klakann aftur.

4.6.07

Fjórir dagar í Úkraínu

Enn styttist í Úkraínuferðina. Bara fjórir dagar í brottför. Hitinn í Kiev var um 24 í dag og spáð hækkandi hita í vikunni. Súúúper. Vonandi verður vatnið í Dnieper orðið nægilega heitt til að maður geti ekki bara legið í sólbaði ... heldur kælt sig í ánni.

Það eina sem er eftir er að panta hótelherbergi í London á fimmtudagsnóttina. Það eru víst nokkur sæmilega ódýr hótel nærri Heathrow sem maður ætti ekki að bíða mikið lengur með að panta herbergi á.

Konni hinn úkraínski ætlar að taka á móti mér á flugvellinum. Hann er ótrúlega hjálplegur og vingjarnlegur. Mikill akkur að hafa kynnst honum í Eurovisionferðinni fyrir tveimur árum.

Lítill tími sem maður hefur haft til að rifja upp þessa litlu rússnesku sem við Mási pjás lærðum á Mímisnámskeiðinu í fyrra. Spurðist fyrir um rússnesk-íslenska orðabók í Mál og menningu um daginn. Hún er víst ekki til nema sem 24 kílóa doðrantur. Nein danke. Lét mér nægja íslensk - rússneska samtalsbók.

Maður hvorki heyrir í Svenster né sér neitt hvað á daga hans drífur. Hann skrifar ekkert á bloggið sitt ... sem er svo sem algengur glæpur. Veit ekkert hvað hann er að pæla að gera í lok Júní, eða þegar námskeiðinu mínu lýkur. Spurning hvort það verði af hittingi okkar í annað hvort Kiev eða Debrecen?

28.5.07

Máli máli mál

Lét loks verða af því að mála hurðirnar í íbúðnni. Hafði í raun planað það frá upphafi, en ekki gert það fyrr en nú. Líka til að melta pælinguna. Nú eru hurðirnar í fagurdökkbrúnum eikarlit. Rétt eins og á alvöru herragarði. Inni í dæmi var að skipta um hurðarhúna líka. Kaupa svona burstastálshurðarhúna. Modernisma í gegn. En ég komst að því að það krefst þess að skipt sé um alla læsinguna, bæði í hurð og karmi ... leist nú ekkert á það, þannig að málningin verður að duga...

Framkvæmdagleði ríkir á B12!!

Íbúðin

Íbúðin mín er rétt við þessa tjörn, í raun rétt vinstra megin við þar sem myndin endar...

derhúfan

Rosalega sakna ég uppáhaldsderhúfunnar minnar sem ég gleymdi fyrir tæpu ári síðan, í lestinni frá Árósum til Köben ... sniff

Vonaðist hálfpartinn eftir að finna hana liggjandi í sætinu þegar ég tók lestina frá Köben til Árósa um daginn ... en nei ... einhver hafði tekið hana. Sennilega rökrétt, enda tæpt ár síðan eins og fyrr sagði. En maður getur alltaf látið sig dreyma ...

Styttist í Kiev

Það er farið að styttast töluvert í Kiev og rússneskunámskeiðið. Bara ein og hálf vika. Verð að viðurkenna að kallinn er farinn að hlakka soldið til.

Allt klappað og klárt meira og minna. Hringdi í Jústsjenko og skipaði honum að leysa deiluna við Janúkovits og hann rumpaði þessu af í morgun.

Alltaf jafn hressandi að kíkja á Google Earth og kíkja á hina fögru kommablokk þar sem ég er búinn að leigja mér íbúð í þrjár vikur. Óneitanlega hápunktur í evrópskum arkitektúr. En kosturinn er þó sá að íbúðin er mjög nálægt ströndinni í Obolon, og þar ku reyndar vera nektarströnd líka. Maður má því eiga von á miðaldra karlmönnum á sprellanum í góðum fíling þegar maður kíkir á herlegheitin.

Er að reyna að selja foreldrum mínum hugmyndina að lána mér vídeómyndavélina sína í ferðina. Taka þetta upp á svolítið markvissan hátt.

21.5.07

Árósar og Middelfart újee

Sit hér í stofunni hjá Mása í Árósum. Búinn að vera hérna í tvo daga og fer væntanlega til Middelfart í kvöld. Verð á námskeiði tvo næstu daga þar.

Ég kom seint til Árósa seint á laugardagskvöldið. Fluginu seinkaði um hálftíma sem varð til þess að ég náði ekki tíu-lestinni frá Köben, heldur varð ég að bíða til hálftólf. Allt lokað á Kastrup þegar við lentum svo ég tók Malmö-lestina inn á aðaljárnbrautastöð og fékk mér sveittan Big-Mac þar. Nokkrar gamlar og góðar minningar sem hrönnuðust upp við það. Ófá skipti sem maður hrökklaðist þangað inn undir lokin á góðu djammi. Ekki tók betra við, heldur tók gamall róni upp á því að fleygja farangurskerru og töskum út á lestarsporið í þann mund sem ICE-lestin renndi í hlaðið á brautarstöðina. Tuðaði mikið og reifst við starfsmenn. Hann hefur sennilega fengið að gista nóttina í fangageymslunum. Enn seinkaði mér við það, en þó ekki nema um tíu mínútur.

Kom til Árósa hálfþrjú um nóttina. Mása seinkaði líka þar sem hann var að hreinsa upp pókerborðin í lókal-spilavítinu. Við hentum farangrinum inn í íbúð og kíktum á dreggjar laugardagsdjammsins. Stóð stutt yfir og fórum upp í íbúð um kl. fimm.

Tókum nettan bíltúr til Silkeborg á sunnudaginn. Rúntuðum um hinar fögru sveitir Jótlands. Fátt betra en það. Kíktum niður á ströndina í Árósum eftir það. Ekkert verulegt sólbað, enda aðstaðan lokuð vegna viðgerða. Lágum þó í hægðum okkar á timburpalli mót sunnanáttinni, og náðum okkur í smá lit. Fyrsti liturinn sem skín á minn föla kropp þetta árið. Ágætis undirbúningur fyrir ströndina í Obolon í Kiev, sem er býður mín eftir ekkert allt of langan tíma.

Í kvöld tek ég lestina til Middelfart og skrái mig inn á hótelið sem ég mun gista á. Í fyrramálið hefst námskeiðið og stendur fram á dag.

Allt mjög hressandi. Indeed...

14.4.07

Af djammi, landsfundi o.fl.

Jæja, þá er íbúðin í Kiev frágengin og tilbúin. Konni - hinn úkraínsku félagi minn - bjargaði fyrirframgreiðslunni fyrir mig með því að fara á staðinn. Það einfaldaði málin mikið frá því að reyna að láta bankann millifæra upphæðina. Hressandi.

Gærkvöldið endaði í djammi og rugli eftir fredagsöl í vinnunni og vísindaferð arkitektanema á stofuna. Auðvitað var boðið í partýpleisið að Baldursgötu 12 og tekið nokkuð hressilega á því. Hópurinn tók síðan stefnuna niður á Laugaveginn. Arkitektanemarnir lofuðu ókeypis veitingum á Pravda, þar sem einhver hópur átti að hittast. Mættum og seint og urðum vitni að brúnkukremshetjunum mæta á staðinn. Flúið á Kaffibarinn og síðar á Sirkus. Krúttkynslóðin átti kvöldið. Hitti tvær grískar píur á Kaffibarnum og leiddi þær í allan sannleika um skemmtanalífið í 101. Fékk skutl heim í verðlaun. Hressandi.

Upplifði stemninguna á fyrsta landsfundi sjálfstæðismanna núna áðan. Hressandi blanda af æstu fólki með miklar skoðanir og mörgum grandvörum einstaklingum. Kynslóðamunurinn er ótrúlega mikill. Íhald vs. hægri. Undirbúin breytingatillaga um íhaldslega afstöðu um flugvöllinn, sem vonandi verður borin upp í fyrramálið. Slavneska hetjan hann Pawel Bartozcek ber hana sennilega upp, enda yours truly ennþá of feiminn til að stíga upp í pontu fyrir framan Geir, Þorgerði og allar hetjurnar.

4.4.07

Kiev græjuð

Síðasta redding fyrir Úkraínuferð í dag. Pantaði mér loks íbúð í Kiev. Litla en ágæta tveggja herbergja íbúð við Breiðstræti Stalíns, eða Geroev Stalingrada í Obolon-hverfinu. Hérna er hlekkur sem sýnir allt sem sýna þarf.

Íbúðin er alls ekki sú ósmekklegasta sem hægt var að finna á hinum óteljandi vefsíðum sem bjóða upp á íbúðir til leigu. Hvet menn til að vafra um aðrar íbúðir sem eru í boði. Úkraínumenn eru býsna hrifnir af furðulegum litum og alls kyns mynstri, sem mér finnst ekkert voðalega hressandi. En þeir um það.

Það sem er mest hressandi við staðsetninguna er þrennt. Hún er í frekar nýbyggðu hverfi, vestan við Dniepr (býsna grand í raun), hún er nálæg baðströndinni við Obolon og svo komst ég að því að Konni býr við sömu götu. Hún er reyndar mjög stór, svo það er e.t.v. ekki svo mikil tilviljun. Ætli hálf Reykjavík myndi ekki komast fyrir í blokkunum við hana.

Borgaði flugið í síðasta mánuði, þannig að maður þarf ekki að hafa áhyggjur af því meir. Departure þann 7. júní og zurick þann 10. júlí. Úje...

Hressó hressó þróun.

22.3.07

Andnauð

Ljómandi gaman að skella sér í interval tíma í Laugum eftir eitt stykki flensu. Eftir svona rétt rúman hálfan tímann var minn kominn í andnauð. Rjóður og blásandi eins hvalur. Hressandi fyrir framan stelpurnar í tímanum.

Síðan beint úr Laugum í keilu með vinnunni seinna í kvöld. Öl og pizza.

Íbúð í Kiev á 400 dollara fyrir mánuðinn? Ég held það bara.

21.3.07

Ekkert blogg?!

Hmm ... ég hef ekkert bloggað núna í þrjá mánuði. Enda svo sem ekki mikið sem gerst hefur á þessum tíma. Þó þetta:

- Nýtt ár er gengið í garð
- Benzinn seldist ekki fyrir jólin, hikstar enn greyið
- Fylgdist með Svennster rúlla upp Júróvissjon. Hver veit nema maður stökkvi út
- Mási á leiðinni í víking til Árósa í 3 ár. Stutt skref í leiðinni að valdatöku yfir Austur-Evrópu
- Andri orðinn doktor. Kemur hann heim á Klaka?
- Rikki kominn til LA. Hlaut að enda í Kaliforníu drengurinn
- Búinn að plana sumarfríið, surprise news later
- Hef ákveðið að taka GRE og TOEFL næsta haust
- Fer í mína fyrstu rauðvínssmökkun í kvöld
- Skrapp í Bláa Lónið á sunnudaginn ... varð kalt á hausnum, ekki gott í ljósi þess að:
- Fékk flensuna um daginn, er eiginlega enn að ná mér
- Mæti sprækur í Laugar þegar ég er ekki með flensu

25.12.06

Jóladagur 2006

Desembermánuður meira og minna fokinn fram hjá. Kominn jóladagur og fjölskyldan á fullu að undirbúa árlegt jólaboð, með dæmigerðri uppstillingu. Hangikjöti, jólablandi, grænum baunum og Pictionary um kvöldið. Hefðbundið og hressandi svo sem...

Udflugt til Köben framundan. Skýst út í fimm daga og fjórar nætur. Gisti hjá Jakobi Boman félaga frá Línuhönnun og systur hans, sem búa - að ég held - á mjög fínum stað. Verð eitthvað með Pippa og Arneyju líka og allt stefnir í gott djamm á Jazzhouse eða öðrum góðum stöðum...

Fínu vetrarúlpunni minni sennilega stolið af Oliver um þarsíðustu helgi. Allaveganna hefur hún ekki komið aftur í leitirnar. Það stefnir því allt í leitun að nýrri úlpu á útsölum úti í Kbh. eða hér heima eftir jólin. Ætli maður styrki ekki sitt fólk úti í Köben og kíki í Magasín eða Illum. Áfram Baugur!

30.11.06

Tilboð í Bensann

Jæja, það er komið tilboð í Gullvagninn.

Tilboðið hljómar upp á ótilgreinda upphæð og uppítöku á öðrum Benz. Aðeins eldri og meira eknum, en stærri, rúmbetri og sennilega þægilegri í viðhaldi. Sá er að vísu orðinn heldur lúinn, á þó sennilega eftir einhverja góða spretti, svona ef að líkum lætur.

Ég hugsa að ég geri gagntilboð og slái til. Maður er jú búinn að eiga Gullvagninn í sex ár og það eru búin að vera góð sex ár. Þetta er einn besti bíll sem ég hef átt og ljóst að ég mun sakna hans mikið. en hann er jú orðinn 16 ára, og farinn að kalla á meiri alúð og ást en ég get veitt honum greyinu. Guttinn sem ætlar að kaupa hann - ásamt pabba sínum - er líka mjög trúverðugur næsti eigandi bílsins. Forfallinn bíladellukall og Benzaðdáandi. Hann á eftir að hugsa vel um bílinn næstu árin. Ár sem sennilega geta verið hans síðustu, svo maður hljómi nú tregablandinn.

En allt gott tekur enda. Best að sætta sig við það.

25.11.06

Planta

Fékk sms frá Másanum í nótt. Þar tjáði hann mér að kappinn væri - ásamt Svenna - staddur í Amsterdam. Ekki skal koma neinum á óvart að þar tjáði hann mér einnig að kapparnir væru báðir vel í glasi og vel hressir á því, nýkomnir í gegn um rölt um rauða, græna og bláa hverfið í Amsterdam...

Íbúðin fékk enn eina grænu viðbótina í dag eftir að ég kom heim úr Garðheimum með nokkurs konar vafningsplöntu, sem ég reyndar man ekki hvað heitir. Hún er mjög falleg, en ég fékk smá efasemdir þegar heim var komið. Vafningsplöntur eru jú þess eðlis að þær velja sér einhverja fasta hluti til að festa sig við og vaxa upp á við, svona rétt eins og vafningsviður utan á húsum. Mun kvikindið því finna sér næsta vegg eða skáp og nota til síns brúks næstu misserin? Fylgist spennt með!!

Sá nýja Bondinn um daginn. Ansi góð mynd barasta. Nýji Bondinn er samt helv. brútal á því. Lemur menn í harðfisk eins og versti húligan. Hvað varð um snyrtileg og banvænu höggin aftur í hnakkann, eins og Connery og Moore voru æfðir í? Er MI6 eitthvað farið að förlast í þessu? ... Og það var enginn Q ... því miður. En lokaniðurstaða: þrjár stjörnur.

22.11.06

Hér sé snjór, og smá fréttir

Vúbbs ... bið alla vini og félaga margfaldrar afsökunar á bloggleysi. Þetta gengur auðvitað ekki, ekki síst í ljósi þess að flestir þeirra eru staddir erlendis og vilja (vonandi) vita hvað gengur á, svona milli þess sem maður opnar msn...

Í fréttum er þetta helst (daddaddarraddddaddddaa (svona fréttastofustef)):

Gullvagninn situr á kviðnum á Haðarstíg í miðborg Reykjavíkur, hvar hann kemst hvorki lönd né strönd. Minn besti vinur þessa dagana er Gula limósínan ... nei ekki Goldfingerlimminn, heldur Strætó bs. Tveir jafnfljótir og kuldaskór eru gott stuðningstæki líka...

Nóg að gera í vinnunni, við að bjarga borginni. Eins og alltaf. Hef reyndar ekki náð að troða mér á málþing eða í sjónvarpið síðan í september. Slakur árangur. Stendur til bóta...

Fræðslufíknin er að kvelja mig þessa dagana. Langar mikið út í meira nám þessa dagana. Spurning hvenær og hvert ... og reyndar hvað. Urban transport? Urban planning? Regional urban transport planning? Urban design? Sustainable Urban Planning? Svei...

Langar reyndar líka í einhver annars konar ævintýri. Austur-Evrópa og rússneskunámskeið í nokkra mánuði hljómar líka geysivel ...

Annars stefnir í ársbundna Thanksgiving hátíð hjá Stebba bro og Ingu Mákku um helgina. Þar verður einum fylltum kalkún slátrað í bakgarðinum og hann étinn um kvöldið.

Meira síðar!

23.10.06

Föroyar 2006

Jæja, þá er Færeyjaförinni lokið og kallinn kominn heim heill á húfi. Og það þrátt fyrir að fljúga með Atlantic Airways, sem eiga það víst til þessa dagana að aka út í skurð við lendingu. Slæmur vani sem þeir hafa gefið upp á bátinn - í bili.

Árshátíð Línuhönnunar var sem sagt haldin úti í Færeyjum þessa helgina, 20 - 22. október. Fórum á föstudaginn um hádegisbilið og lentum á Vogaflugvelli um þrjúleytið. Um eftirmiðdaginn tók við stutt skoðunarferð um Þórshöfn í fylgd Davíðs Samúelssonar, leiðsögumanni og fyrrum upplýsingafulltrúa á Suðurlandi. Við tveir vorum í töluverðum samskiptum í tengslum við íbúaþing sem ég tók þátt í að skipuleggja í Árborg fyrir þremur árum síðan.

Um kvöldið var þjóðdansafélag Færeyja heimsótt og hvar við stigum hringdans. Kallinn var með mottu í tilefni af keppninni um "Færeyinginn 2006", en mér datt í hug að stefna til smá keppni á stofunni um hver gæti safnað glæsilegasta yfirvaraskegginu fyrir ferðina. Það tóku 8 þátt og tveir skeggapar af stofunni tóku að sér að dæma keppendurna. Anyways, maður tók sig helv. vel út með mottuna stígandi hringdans í litlu aflokuðu rými í gömlu húsi í Þórshöfn með enn eldra fólki dansandi. Stigum "Orminn Langa" og kyrjuðum um helminginn af þeim 75! versum sem honum tilheyrir. Tókum Vikivaka seinna um kvöldið. Hressandi semsagt.

Á Laugardaginn var vaknað snemma og farið í rútuferð um Straumey og Austurey. Skemmtileg ferð. Enduðum í Gjógv - eða Gjá - þar sem ég hafði farið áður reyndar með honum Svein Rasmussen um árið, eða þegar ég flutti bílinn minn heim sumarið 2003. Hugsa meira að segja að ég geti fundið bloggfærslu frá þeim tíma.

Um kvöldið var síðan sjálf árshátíðin. Búið að skoða keppendur í "Færeyingnum 2006" fyrr um daginn þannig að ég rakaði dýrðina og klæddi mig í rauðu flagaraskyrtuna sem Svenni, Mási og Anna Dögg gáfu mér í þrítugsafmælinu í sumar. Mjööööög flott to say the least. Fékk mikið respect um kvöldið. Enda var ég baneitraður um kvöldið. Fór inn á herbergi um fimmleytið og vaknaði um tólf. Út af herberginu um tvö og rölti niður í bæ hvar ég fann eina staðinn sem var opinn og smellti mér á þynnkuborgara.

Í heimleiðinni var komið við í Kirkjubæ, hvar við skoðuðum Ólafskirkju og Reykstofuna, 900 ára gamalt timburhús og sennilega það elsta í heiminum sem enn er búið í. Þar var borðað og það í elsta hluta hússins. Mjög sérstök reynsla.

6.10.06

Þetta helst

Í fréttum er þetta helst:

í kvöld, grill heima hjá Bjarka og Völu. Litli Olli er orðinn býsna stór og stálpaður. Lýsti því yfir um leið að ég væri uppáhalds"frændi" hans með því að ulla á mig...

í fyrrakvöld, matur heima hjá mömmu og pabba. Vetrardekkin fóru undir Gullvagninn við sama tækifæri. Nokkuð viss um að það frystir ekki fyrr en í janúar fyrst mér datt í hug að drífa í þessu svona snemma...

sunnadaginn síðastliðinn, fór í jeppaferð upp á Kaldadal og inn með Hlöðufelli með vinnunni í stórkostlegu veðri. Mér finnst gaman að ferðast...

Mig dreymir um stóra hluti...

27.9.06

Treat your mother right!

Einu sinni leit maður upp til þessa manns:



Hressandi. Reyndar er ég alveg sammála skilaboðum Mr. T ... en þetta er klárlega ekki hans bransi ... það er lokasvar

26.9.06

Gullvagninn á förum?

Svo gæti farið að Gullvagninn minn góði - sem er búinn vera í minni eigu í nákvæmlega sex ár - sé á förum úr minni eigu...

Fékk símhringingu í síðustu viku þar sem var skrækróma rödd fyrir. Hún spurði hvort ég ætti bílinn sem væri lagður í Njarðargötunni og hann hefði tekið eftir þegar pilturinn skutlaði vini sínum í Iðnskólann. Kvað svo vera. Skræka röddin spurði hvort bíllinn væri falur. Kvað svo vera. Röddin spurði hvort hann mætti renna við seinna um kvöldið og líta betur á hann. Kvað svo vera. Skræka röddin og vinur hans voru svo mættir um kvöldið og ég tók þá í smá hring. Grey strákurinn - sem fær bílpróf um jólin - ljómaði gersamlega...

Nú er það reyndar svo að ég er ekkert að flýta mér að losna við Gullvagninn, enda nýkominn úr dýrri upptekt á vél o.fl. Svo er þetta svo frábærlega skemmtilegur bíll að erfitt er að lýsa í orðum. En hann er jú orðinn 16 ára, og e.t.v. skynsamlegt að losa sig við hann ef maður skyldi fá gott tilboð. Og það er það sem ég sagði skræku röddinni. Og hann skildi það vel. Hann ætlar þó að reyna að kokka upp tilboð í vikunni, tilboð sem gæti reyndar falið í sér að ég tæki upp í enn eldri Benz ( ég veit ég veit, nýbúinn að tala um að skynsamlegt væri að losa sig við bílinn sökum aldurs, en þessi sem ég tæki upp í er ekki fágætur og auðveldara að redda varahlutum). Sá er 230 týpan og '88 árgerð, ekinn 220þ. Meiri limma - minni gaur. Og það er nú pínku ég svona sex árum seinna, er það ekki?

12.9.06

Samminn í skítnum...

Enn einu sinni tekst kallinum að koma sér í skítinn. Næsta mánudaginn mun yours truly því taka þátt í málþingi um samgöngur sem borgin mun halda í næstu viku. Sem betur fer er einungis um að ræða hádegisfund þar sem hver framsögumaður tjáir sig um sín þær pælingar sem eru þeim efst í huga...

Ég er enn að velta fyrir mér hvað maður eigi að taka fyrir. Ýmislegt sem maður gæti blammerað þarna innan um borgarfulltrúa og fræga fólkið. En ætli maður reyni ekki að halda sig á nótunum...

11.9.06

Kampsax-fest

Jæja, þá er hressandi helgi að lokum komin. Hún var þó ekki hressandi veðurfarslega séð, enda rigndi eldi og brennisteini hana nánast alla. Síprusarnir úti á svölum eru búnir að liggja á hliðinni í nokkra sólarhringa nú. Sé til hvort það verði orðið nægilega lygnt í fyrramálið til að reisa greyin við aftur...

Kampsax festen heppnaðist vel. Grímsi sveik engan. Boðið upp á veigar og snakk, auk þess sem Halla og Ladda var hent reglulega á fóninn. Sexí varð ofurölvi fyrir klukkar tólf, sem endranær, og náði að hrasa og detta á sófaborðið. Vín og snapsar sulluðust duglega yfir hópinn, en sem betur fer ekki þannig að mikill skaði hlytist af. Inga Guðrún, nýbökuð eiginkona Grímsa skutlaði okkur svo niðrí bæ...

Vinnuvika, hressleiki...

9.9.06

Rauða Kross söfnun ... Samminn skakkar leikinn

Lét verða af því í fyrsta skipti á ævinni að gerast sjálfboðaliði í góðgerðamálum. Fór nú um miðjan dag niður í ráðhús og bauð fram þjónustu mína í landssöfnuninni sem er í gangi í dag. Verið er að safna fé svo unnt sé að aðstoða alnæmissmituð börn í sunnanverðri Afríku...

Yours truly rölti síðan sem leið lá upp í Melabúð þar sem hann stóð og bauð góðan dag og hvort fólk væri tilbúið til að styðja gott málefni. Fljótlega kom á daginn að Rauða Krossinum hefur augljóslega gengið vel að fá fólk til að safna, því flestir voru búnir að gefa fyrr um daginn. Yours truly prófaði því að færa sig um set og rölti út í Nóatún í JL-húsinu. Það gekk betur, en þó einnig margir sem voru búnir að gefa í söfnunina...

Um fimmleytið rölti ég til baka í ráðhúsið, og sennilega með um tíuþúsund kall í boxinu...

Sit nú og slaka á, eftir góðan labbitúr í þágu góðs málsstaðar. Manni líður vel, sem færir mann aftur að hinni ógleymalegu spurningu: Er unnt að stunda góðverk án þess að vera sjálfkrafa að byggja upp eigin samvisku og sjálfsálit?

8.9.06

Jæææja

Það er orðið vel langt síðan ég henti inn síðustu hugleiðingum og fréttum af hinu stjörnuprýdda líferni sem ég, og nokkrir aðrir útvaldir, lifum. Paris Hilton style. Enda vill maður ekki vera að gefa aðdáendunum of mikla innsýn, þeir gætu fundið leiðir til að brjótast inn í tilveru mína og valdið mér og litla sæta púðluhundinum mínum ama...

Eða þannig...

Anyways, ég ætla að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið. Tíðni bloggútsendinga hefur hrapað núna í sumar, en settur verður - vonandi - kraftur í þetta aftur í haust.

Hápunktur helgarinnar er Kampsax-partý annað kvöld sem haldið verður hjá Mílósevic. Kampsaxtröllið mætir til leiks og er búin að lofa okkar að mega hamast á henni eins og við viljum ... gallinn er að við höfum lítinn áhuga á því. Greyið vegur 300 kg. En að gamni slepptu þá verðum við þarna 4 - 5 guttar sem bjuggum í lúxusskólagarðinum Kampsax-kollegiet og ætlum að detta pínku í það, Kælderbaren style...

Læt vita eftir helgi hvernig þau mál munu þróast...

Kvöldið fer hugsanlega í hitting með Garðabæjargenginu góða, eða því sem eftir er af því: Andra, Nonna og Gulla. Gullz er reyndar að bilast í náminu í HR og ætlar sennilega að vera heima og læra ... gott hjá stráknum ...

Annars vek ég athygli á bloggi Svenstersins, sem kominn er út til Ungverjalands með frillu sinni Önnu Dögg. Hann færir okkur hressandi fréttir úr hjarta Evrópu, þ.á.m. um sláandi verðlag og hressandi veðurfar ...

Þar eru grasagarðar á hverju strái. Ekki spurning hvort heldur hvenær...

21.7.06

Update

Jæja, það eru liðin ár og dagar síðan ég bloggaði síðast. Það er verulega slæmt upp á lestrartíðni og uppflettingar þessa virðulega tjáningarforms Sammans og betur má ef duga skal. Best að henda inn stuttu update-i á atburðum liðinna vikna í morsformi:

Enn með kíghósta eftir kvefpestina um síðustu mánaðarmót stopp - hélt upp á afmælið þann 2. júli með Rikka stopp - heppnaðist gríðarvel stopp - góð mæting gott grín góð stemning fullur Dagur stopp - rétt búinn með hreingerningu eftir afmælið þegar stokkið var upp í Flugfélagsvél og haldið áleiðis til Egilsstaða stopp - mikið afslappalelsi mikið lesið mikið rúntað um Austurland stopp - heyskapur á Flúðum stopp - sóttur af Svenster og Másapjás á sunnudegi haldið á Akureyri síðla á sunnudagskvöldi stopp - framkvæmdum hústöku inni á ókunnu fólki á Akureyri og héldum standandi partý næstu tvö kvöld milli þess sem spilaður var höggleikur á helstu höggleikjavöllum Eyjafjarðar stopp - höggleikjaleikmaðurinn ég ekki upp á mitt besta stopp - Kántríbær á miðvikudegi stopp - Hallbjörn er ofsasvalur stopp - þökkum honum kærlega fyrir það stopp - kominn í bæinn með sólina í bakið stopp.

Síðan er dagskrá morgundagsins nokkuð fullskipuð, en þá verður hann Júlli Júll tekinn og steggjaður í bak og fyrir. Go-kart, Lón og auðvitað höggleikur síðla dags. Ofsadýrt en eflaust ofsagaman.