Samminn

30.5.06

King Bingaling

Jæja, þá eru kosningar afstaðnar. Íbúum borgarinnar verður bjargað úr klóm Error-listans á formi nýs konungs minnihlutaáhrifa, Birni Inga Hrafnssyni ... eða King Bingaling eins og hann er betur þekktur...

Annars er Svenster kominn aftur frá Eyjahafinu ógurleg og maður hefur ekkert séð kappann eða heyrt sögur. Sem er reyndar mér að kenna eilítið. En nú er kominn tími til að ráða bót á.

Keppnin að ári verður haldin í Helsinki. Hef heyrt að þar sé einn fallegasti grasagarður Norðurlanda, þannig að ég er spenntur að kíkja...

Hvítasunnuhelgi framundan. Spurning um almennan gleðskap á B12??

22.5.06

Uppstigning

Það er víst uppstigningardagur næsta fimmtudag, stefnir því í miðvikudagssull eins og hæfir ungum manni á þrítugsaldrinum (... síðustu forvöð að geta kallað sig það ... ). Spurning um viðburði og gleði? Áhugasamir hafa samband í síma 8621492!

21.5.06

On the day of Rockening!

Atkvæðin eru komin í hús og Lordi unnu! Þarf í raun ekkert að koma á óvart í ljósi þess að þeir voru að anna ákveðinni eftirspurn einir þjóða í keppninni í gærkvöldi. Rokkið er gríðarlega vinsælt alls staðar. Og Lordi eru bara djö... magnaðir, og lagið hressandi!

Svenster og Anna Dögg hans ektaspúsa eru stödd úti í Aþenu og hafa fylgst með herlegheitunum! Svenni sendi mér reglulega sms í gærkvöldi live úr höllinni í Aþenu og skilaboð um stemninguna. Legg til að fólk kíki á bloggið hjá Lúxuskarlhórunni, en það er linkur inn á kallinn hérna við hliðina á.

Ég horfði á keppnina heima hjá Gautreki höfuðsmanni (uppivindinn.blogspot.com) og það urðu hressandi endurfundir margra úr gömlu góðu Kaupinhavn. Þar á meðal Daðinn sjálfur sem er kominn úr ársheimsreisu um flestar ef ekki allar álfur heimsins. Haldið var niður í downtown á Ellefuna, og slóst ARTOFGK eða Guðleifur Kristjánsson formerly know as með í hóp undir lokin. Við skemmtum okkur hið besta með litla bróður Gautreks, vini og vinkonum, sem eru öll á leiðinni til Kaupinhavn í haust. Ég gerði lítið annað en gefa góð ráð allt kvöldið, sem er hið bestasta mál. Endaði á Hlölla í skítakulda og roki, en báturinn hressti bætti og kætti.

Dagskrá dagsins er tvíþætt: taka til og ryksuga hérna heima annars vegar og hins vegar kíkja á frumburðinn þeirra Bjarka og Völu.

Hver veit nema kvöldið endi í bíóferð eða annarri menningartengdri starfsemi.

Ég er farinn að huga að þrítugsafmælisveislu sem styttist óðum í. Allir að taka frá 5. júlí eða þar um bil!!!

óver end át...

14.5.06

Upprifjun

Stóra syss er orðin fertug. Kíkti á hana um helgina með gamla settinu. Tókum gamaldags fjölskyldurúnt út úr bænum á föstudaginn og vorum á Akureyri um helgina. Fengum að gista í bústað í eigu Arngríms Atlanta- og flugfrömuðs með meiru. Það væri óneitanlega hressandi að vinna samkeppnina um Vatnsmýrina og senda honum þakkarbréf fyrir gistinguna eftir á...

Var annars að rifja upp: Fyrir ári síðan nákvæmlega vorum við Mási Pjás nýlentir í Kiev og komnir á hótel Úkraínu. Mási var nýbúinn að jafna sig af hjartaáfallinu sem hann fékk þegar rúðan á rútunnu brotnaði þar sem hann sat og ég var nýbúinn að jafna mig á þeirri hressandi staðreynd að það var strippklúbbur á hótelinu...

Við Mási vorum líka nýbúnir að láta féfletta okkur á álíka strippstað í London (sem ég man aldrei hvað heitir) og hvar allir voru sannfærðir um að ég væri sænskur klámmyndaleikstjóri. Fékk böns af nafnspjöldum og símanúmerum...

Svenni var að fatta að hótelið sem hann gisti á var lengst úti í úthverfum í Kiev og við vorum að átta okkur á hvað Kiev er borg andstæðna. Annars vegar fallegrar gamallar miðborgar og ömurlegra niðurníddra blokkarúthverfa...

Mig langar að kíkja aftur ... kíkja í Grasagarðinn.

4.5.06

píís

Það er orðið allt of langt síðan undirritaður datt hressilega í það! Undanfarnar helgar búnar að vera allt of rólegar að þessu leyti. Það á sér reyndar eðlilegar skýringar, en maður verður að fara að hressa sig við! Enda orðið stutt í árin 30 og fullorðinshrollinn sem því fylgir.

Annars held ég að ég verði eitraður kominn á fertugsaldurinn. Held að útlitslega þá eigi ég ekki eftir að breytast sem neinu nemur næstu tíu árin. Ég get bara litið á föður minn og bróður til að sannfærast um það. Kollvikin hættu að hörfa fyrir 4 árum og maður hætti að pína sig við að fela þau fyrir tveimur árum.

Síðan verður að minnast á gáfur og visku sem vaxa expónentíalt frá ári til árs. Þvílíkur viskubrunnur sem maður verður orðinn um fertugt. Það er beinlínis óhugnalegt.

Fribz sagði mér síðan frá býsna magnaðri viðmiðunarreglu þegar karlmaður, og ekki síst karlmenn með smekk og kjósa að lifa lífinu, velur sér spúsu. Það er hin ágæta "deildu með tveimur og bættu við sjö". Þ.e.a.s. að til að finna optimal aldur konu til að deita, þá áttu að deila eigin aldur með tveimur og bæta við sjö árum. Þannig að þegar þú ert fjórtán ára áttu að deita fjórtán ára stelpur. Þegar þú ert tvítugur áttu að deita sautján ára stelpur. Og þegar þú ert þrítugur áttu að deita 22 ára stelpur.

Og þetta er góð regla ... get alveg staðfest það ;)