Það er orðið vel langt síðan ég henti inn síðustu hugleiðingum og fréttum af hinu stjörnuprýdda líferni sem ég, og nokkrir aðrir útvaldir, lifum. Paris Hilton style. Enda vill maður ekki vera að gefa aðdáendunum of mikla innsýn, þeir gætu fundið leiðir til að brjótast inn í tilveru mína og valdið mér og litla sæta púðluhundinum mínum ama...
Eða þannig...
Anyways, ég ætla að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið. Tíðni bloggútsendinga hefur hrapað núna í sumar, en settur verður - vonandi - kraftur í þetta aftur í haust.
Hápunktur helgarinnar er Kampsax-partý annað kvöld sem haldið verður hjá Mílósevic. Kampsaxtröllið mætir til leiks og er búin að lofa okkar að mega hamast á henni eins og við viljum ... gallinn er að við höfum lítinn áhuga á því. Greyið vegur 300 kg. En að gamni slepptu þá verðum við þarna 4 - 5 guttar sem bjuggum í lúxusskólagarðinum Kampsax-kollegiet og ætlum að detta pínku í það, Kælderbaren style...
Læt vita eftir helgi hvernig þau mál munu þróast...
Kvöldið fer hugsanlega í hitting með Garðabæjargenginu góða, eða því sem eftir er af því: Andra, Nonna og Gulla. Gullz er reyndar að bilast í náminu í HR og ætlar sennilega að vera heima og læra ... gott hjá stráknum ...
Annars vek ég athygli á bloggi Svenstersins, sem kominn er út til Ungverjalands með frillu sinni Önnu Dögg. Hann færir okkur hressandi fréttir úr hjarta Evrópu, þ.á.m. um sláandi verðlag og hressandi veðurfar ...
Þar eru grasagarðar á hverju strái. Ekki spurning hvort heldur hvenær...