Samminn

27.9.06

Treat your mother right!

Einu sinni leit maður upp til þessa manns:



Hressandi. Reyndar er ég alveg sammála skilaboðum Mr. T ... en þetta er klárlega ekki hans bransi ... það er lokasvar

26.9.06

Gullvagninn á förum?

Svo gæti farið að Gullvagninn minn góði - sem er búinn vera í minni eigu í nákvæmlega sex ár - sé á förum úr minni eigu...

Fékk símhringingu í síðustu viku þar sem var skrækróma rödd fyrir. Hún spurði hvort ég ætti bílinn sem væri lagður í Njarðargötunni og hann hefði tekið eftir þegar pilturinn skutlaði vini sínum í Iðnskólann. Kvað svo vera. Skræka röddin spurði hvort bíllinn væri falur. Kvað svo vera. Röddin spurði hvort hann mætti renna við seinna um kvöldið og líta betur á hann. Kvað svo vera. Skræka röddin og vinur hans voru svo mættir um kvöldið og ég tók þá í smá hring. Grey strákurinn - sem fær bílpróf um jólin - ljómaði gersamlega...

Nú er það reyndar svo að ég er ekkert að flýta mér að losna við Gullvagninn, enda nýkominn úr dýrri upptekt á vél o.fl. Svo er þetta svo frábærlega skemmtilegur bíll að erfitt er að lýsa í orðum. En hann er jú orðinn 16 ára, og e.t.v. skynsamlegt að losa sig við hann ef maður skyldi fá gott tilboð. Og það er það sem ég sagði skræku röddinni. Og hann skildi það vel. Hann ætlar þó að reyna að kokka upp tilboð í vikunni, tilboð sem gæti reyndar falið í sér að ég tæki upp í enn eldri Benz ( ég veit ég veit, nýbúinn að tala um að skynsamlegt væri að losa sig við bílinn sökum aldurs, en þessi sem ég tæki upp í er ekki fágætur og auðveldara að redda varahlutum). Sá er 230 týpan og '88 árgerð, ekinn 220þ. Meiri limma - minni gaur. Og það er nú pínku ég svona sex árum seinna, er það ekki?

12.9.06

Samminn í skítnum...

Enn einu sinni tekst kallinum að koma sér í skítinn. Næsta mánudaginn mun yours truly því taka þátt í málþingi um samgöngur sem borgin mun halda í næstu viku. Sem betur fer er einungis um að ræða hádegisfund þar sem hver framsögumaður tjáir sig um sín þær pælingar sem eru þeim efst í huga...

Ég er enn að velta fyrir mér hvað maður eigi að taka fyrir. Ýmislegt sem maður gæti blammerað þarna innan um borgarfulltrúa og fræga fólkið. En ætli maður reyni ekki að halda sig á nótunum...

11.9.06

Kampsax-fest

Jæja, þá er hressandi helgi að lokum komin. Hún var þó ekki hressandi veðurfarslega séð, enda rigndi eldi og brennisteini hana nánast alla. Síprusarnir úti á svölum eru búnir að liggja á hliðinni í nokkra sólarhringa nú. Sé til hvort það verði orðið nægilega lygnt í fyrramálið til að reisa greyin við aftur...

Kampsax festen heppnaðist vel. Grímsi sveik engan. Boðið upp á veigar og snakk, auk þess sem Halla og Ladda var hent reglulega á fóninn. Sexí varð ofurölvi fyrir klukkar tólf, sem endranær, og náði að hrasa og detta á sófaborðið. Vín og snapsar sulluðust duglega yfir hópinn, en sem betur fer ekki þannig að mikill skaði hlytist af. Inga Guðrún, nýbökuð eiginkona Grímsa skutlaði okkur svo niðrí bæ...

Vinnuvika, hressleiki...

9.9.06

Rauða Kross söfnun ... Samminn skakkar leikinn

Lét verða af því í fyrsta skipti á ævinni að gerast sjálfboðaliði í góðgerðamálum. Fór nú um miðjan dag niður í ráðhús og bauð fram þjónustu mína í landssöfnuninni sem er í gangi í dag. Verið er að safna fé svo unnt sé að aðstoða alnæmissmituð börn í sunnanverðri Afríku...

Yours truly rölti síðan sem leið lá upp í Melabúð þar sem hann stóð og bauð góðan dag og hvort fólk væri tilbúið til að styðja gott málefni. Fljótlega kom á daginn að Rauða Krossinum hefur augljóslega gengið vel að fá fólk til að safna, því flestir voru búnir að gefa fyrr um daginn. Yours truly prófaði því að færa sig um set og rölti út í Nóatún í JL-húsinu. Það gekk betur, en þó einnig margir sem voru búnir að gefa í söfnunina...

Um fimmleytið rölti ég til baka í ráðhúsið, og sennilega með um tíuþúsund kall í boxinu...

Sit nú og slaka á, eftir góðan labbitúr í þágu góðs málsstaðar. Manni líður vel, sem færir mann aftur að hinni ógleymalegu spurningu: Er unnt að stunda góðverk án þess að vera sjálfkrafa að byggja upp eigin samvisku og sjálfsálit?

8.9.06

Jæææja

Það er orðið vel langt síðan ég henti inn síðustu hugleiðingum og fréttum af hinu stjörnuprýdda líferni sem ég, og nokkrir aðrir útvaldir, lifum. Paris Hilton style. Enda vill maður ekki vera að gefa aðdáendunum of mikla innsýn, þeir gætu fundið leiðir til að brjótast inn í tilveru mína og valdið mér og litla sæta púðluhundinum mínum ama...

Eða þannig...

Anyways, ég ætla að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið. Tíðni bloggútsendinga hefur hrapað núna í sumar, en settur verður - vonandi - kraftur í þetta aftur í haust.

Hápunktur helgarinnar er Kampsax-partý annað kvöld sem haldið verður hjá Mílósevic. Kampsaxtröllið mætir til leiks og er búin að lofa okkar að mega hamast á henni eins og við viljum ... gallinn er að við höfum lítinn áhuga á því. Greyið vegur 300 kg. En að gamni slepptu þá verðum við þarna 4 - 5 guttar sem bjuggum í lúxusskólagarðinum Kampsax-kollegiet og ætlum að detta pínku í það, Kælderbaren style...

Læt vita eftir helgi hvernig þau mál munu þróast...

Kvöldið fer hugsanlega í hitting með Garðabæjargenginu góða, eða því sem eftir er af því: Andra, Nonna og Gulla. Gullz er reyndar að bilast í náminu í HR og ætlar sennilega að vera heima og læra ... gott hjá stráknum ...

Annars vek ég athygli á bloggi Svenstersins, sem kominn er út til Ungverjalands með frillu sinni Önnu Dögg. Hann færir okkur hressandi fréttir úr hjarta Evrópu, þ.á.m. um sláandi verðlag og hressandi veðurfar ...

Þar eru grasagarðar á hverju strái. Ekki spurning hvort heldur hvenær...