Samminn

28.5.07

Styttist í Kiev

Það er farið að styttast töluvert í Kiev og rússneskunámskeiðið. Bara ein og hálf vika. Verð að viðurkenna að kallinn er farinn að hlakka soldið til.

Allt klappað og klárt meira og minna. Hringdi í Jústsjenko og skipaði honum að leysa deiluna við Janúkovits og hann rumpaði þessu af í morgun.

Alltaf jafn hressandi að kíkja á Google Earth og kíkja á hina fögru kommablokk þar sem ég er búinn að leigja mér íbúð í þrjár vikur. Óneitanlega hápunktur í evrópskum arkitektúr. En kosturinn er þó sá að íbúðin er mjög nálægt ströndinni í Obolon, og þar ku reyndar vera nektarströnd líka. Maður má því eiga von á miðaldra karlmönnum á sprellanum í góðum fíling þegar maður kíkir á herlegheitin.

Er að reyna að selja foreldrum mínum hugmyndina að lána mér vídeómyndavélina sína í ferðina. Taka þetta upp á svolítið markvissan hátt.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home