Kiev græjuð
Síðasta redding fyrir Úkraínuferð í dag. Pantaði mér loks íbúð í Kiev. Litla en ágæta tveggja herbergja íbúð við Breiðstræti Stalíns, eða Geroev Stalingrada í Obolon-hverfinu. Hérna er hlekkur sem sýnir allt sem sýna þarf.
Íbúðin er alls ekki sú ósmekklegasta sem hægt var að finna á hinum óteljandi vefsíðum sem bjóða upp á íbúðir til leigu. Hvet menn til að vafra um aðrar íbúðir sem eru í boði. Úkraínumenn eru býsna hrifnir af furðulegum litum og alls kyns mynstri, sem mér finnst ekkert voðalega hressandi. En þeir um það.
Það sem er mest hressandi við staðsetninguna er þrennt. Hún er í frekar nýbyggðu hverfi, vestan við Dniepr (býsna grand í raun), hún er nálæg baðströndinni við Obolon og svo komst ég að því að Konni býr við sömu götu. Hún er reyndar mjög stór, svo það er e.t.v. ekki svo mikil tilviljun. Ætli hálf Reykjavík myndi ekki komast fyrir í blokkunum við hana.
Borgaði flugið í síðasta mánuði, þannig að maður þarf ekki að hafa áhyggjur af því meir. Departure þann 7. júní og zurick þann 10. júlí. Úje...
Hressó hressó þróun.
Íbúðin er alls ekki sú ósmekklegasta sem hægt var að finna á hinum óteljandi vefsíðum sem bjóða upp á íbúðir til leigu. Hvet menn til að vafra um aðrar íbúðir sem eru í boði. Úkraínumenn eru býsna hrifnir af furðulegum litum og alls kyns mynstri, sem mér finnst ekkert voðalega hressandi. En þeir um það.
Það sem er mest hressandi við staðsetninguna er þrennt. Hún er í frekar nýbyggðu hverfi, vestan við Dniepr (býsna grand í raun), hún er nálæg baðströndinni við Obolon og svo komst ég að því að Konni býr við sömu götu. Hún er reyndar mjög stór, svo það er e.t.v. ekki svo mikil tilviljun. Ætli hálf Reykjavík myndi ekki komast fyrir í blokkunum við hana.
Borgaði flugið í síðasta mánuði, þannig að maður þarf ekki að hafa áhyggjur af því meir. Departure þann 7. júní og zurick þann 10. júlí. Úje...
Hressó hressó þróun.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home