Samminn

26.9.06

Gullvagninn á förum?

Svo gæti farið að Gullvagninn minn góði - sem er búinn vera í minni eigu í nákvæmlega sex ár - sé á förum úr minni eigu...

Fékk símhringingu í síðustu viku þar sem var skrækróma rödd fyrir. Hún spurði hvort ég ætti bílinn sem væri lagður í Njarðargötunni og hann hefði tekið eftir þegar pilturinn skutlaði vini sínum í Iðnskólann. Kvað svo vera. Skræka röddin spurði hvort bíllinn væri falur. Kvað svo vera. Röddin spurði hvort hann mætti renna við seinna um kvöldið og líta betur á hann. Kvað svo vera. Skræka röddin og vinur hans voru svo mættir um kvöldið og ég tók þá í smá hring. Grey strákurinn - sem fær bílpróf um jólin - ljómaði gersamlega...

Nú er það reyndar svo að ég er ekkert að flýta mér að losna við Gullvagninn, enda nýkominn úr dýrri upptekt á vél o.fl. Svo er þetta svo frábærlega skemmtilegur bíll að erfitt er að lýsa í orðum. En hann er jú orðinn 16 ára, og e.t.v. skynsamlegt að losa sig við hann ef maður skyldi fá gott tilboð. Og það er það sem ég sagði skræku röddinni. Og hann skildi það vel. Hann ætlar þó að reyna að kokka upp tilboð í vikunni, tilboð sem gæti reyndar falið í sér að ég tæki upp í enn eldri Benz ( ég veit ég veit, nýbúinn að tala um að skynsamlegt væri að losa sig við bílinn sökum aldurs, en þessi sem ég tæki upp í er ekki fágætur og auðveldara að redda varahlutum). Sá er 230 týpan og '88 árgerð, ekinn 220þ. Meiri limma - minni gaur. Og það er nú pínku ég svona sex árum seinna, er það ekki?

0 Comments:

Post a Comment

<< Home