Samminn

19.6.06

Hyper hyper

Bláa Lónið er alltaf hressandi. Ekki síst í kjölfar veltings kvöldið áður. Ekki það að veltingurinn hafi verið af alvarlega toganum, en þeim mun merkilegri fyrir þær sakir að hann átti sér stað undir Gafli í Hafnarfirði.

Laugardagskvölið var óráðið þegar Másanum tókst að plata mig í að horfa á Ítalíu Bandaríkin á lókal hvítaruslstaðnum í Hafnarfirði. Þar beið Másinn eins og kóngur í ríki sínu, enda aðalmaðurinn í hinum fagra firði er kenndur er við Höfn.

Ekki nóg með það heldur var boðið í tveggja manna pulsupartý eftir leikinn í fögum hraunbolla (hvern fj. heitir þessi gata aftur) og nokkrum pulsum sporðrennt. Síðan var ákveðið að halda á vit ævintýranna á Víkingahátíðinni og þangað haldið í kjölfarið. Þar biðu okkur ævintýrin, hvert á fætur öðru. Förin endaði á hinum margrómaða skemmti- og lífstílsstað A Hanses þar sem undirritaður spilaði úr röngum spilum við eina frænku Másans. Hún stakk af með öðrum, helv. tíkin...

Anyways, hressandi helgi liðin, önnur hressandi framundan. Menntaskólaríjúníjón á föstudaginn. 6-Y hittist hjá aðalspútníkk bekkjarins, Rósu G. og haldið verður út í Viðey þar á eftir. Úúúú ég hlakka pínku til, enda hressandi að hitta allt gamla liðið aftur. Andra og Rikka verður reyndar sárt saknað. I miss you guys ... hnuss.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home