Samminn

11.6.06

Last night

Það var margt fólk á djamminu í gærkvöldi. Og eins og svo oft sem áður voru þarna engir kirkjugestir á ferðinni. Maður hefur það á tilfinningunni að í bæinn safnist saman um þetta leyti allt hvíta hyski borgarinnar auk nokkurra eðlilegra einstaklinga, og að þetta hlutfall nái hámarki í kring um 5, eða þegar allt normal fólkið er haldið heim á leið. Það var að minnsta kosti tilfinningin þegar við Más, Annie og Gullz röltum upp og niður Bankastrætið 10 sinnum á sama klukkutímanum.

Mest hressandi karakterinn var lítill Spánverji með stóran stóran bakpoka sem stóð í röðinni fyrir framan mig á Bæjarins Bestu. Hann bara brosti að þessu öllu saman í vatteruðu ullarpeysunni sinni og vildi mikið tala við fulla íslendinga.

Partýið sem hann Gaui litli Emils (vinur Hersteins/Gauta og nú míííín!) ákvað að halda var reyndar bara mjög hressandi. Byrjaði í heldur sveittu pungapartýi, en þegar inn streymdi fjöldinn allur af 19 ára píum lifnaði yfir sumum. Jafnvel þeim sem höfðu verið að drekka síðan kl. 12 í hádeginu, eða allt frá því að England spilaði á móti Equador (NB ekki ég!!). Hitti þær seinna um kvöldið niðri á Bankastræti og spurði hvert þær ætluðu að fara: "sennilega bara heim, því við komumst hvergi inn" .... HAHAHA. Langt síðan maður var í þeim bransanum.

Dagskrá dagsins:
Sturta
Brunch, jafnvel með Gullz Máz eða Armystone
Kíkja í Ikea og Blumenvalg
Henda nokkrum vinnutengdum punktum á blað
Kvöldið: hmmm

0 Comments:

Post a Comment

<< Home