Samminn

18.4.06

Páskaaar

Það rifjaðist upp fyrir mér að síðustu páska þurfti ég að vinna talsvert mikið þannig að þetta langa páskafrí kom þægilega á óvart.

Það er óhætt að segja að lykilorðið þessa páska var "flatmögun". Var mikið til í bústaðnum með foreldrunum og Stebba bro & fjölskyldu. Mikið étið, mikið rúntað um sunnlensku sveitirnar, mikið grisjað af viðju, mikið afslappelsi ... og ég átti það alveg skilið!

Ein spurning, er Páll Rósinkrans dottinn í ruglið aftur? ... Hann leit a.m.k. ekki út fyrir að vera alveg edrú í viðtali í Sjónvarpinu þar sem hann var að spila með Jetturunum gömlu á Ísafirði...

Og að lokum:
London calling to the faraway towns, now war is declared, and battle come down. London calling to the underworld, come out of the cupboard, you boys and girls ...

Pís át G

0 Comments:

Post a Comment

<< Home