Samminn

21.3.06

Laibach á morgun

Þá er það ákveðið.

Ég fer á tónleika http://www.laibach.nsk.si/">Laibach
á Nasa annað kvöld. Slæst í för með Gautreki hinum hugumprúða og Litla-Birgi.

Fyrir þá sem ekki vita það þá er Laibach með áhrifameiri sveitum síðustu tveggja áratuga eða svo. Kemur frá Slóveníu og spilar það sem kallað hefur verið fastistadiskó. Er áhrifavaldur hljómsveita á borð við Rammstein, Ham og fleiri.

Hressandi kvöld framundan.

Og já, rétt að minnast á það ..... það fundust kakkalakkar í íbúðinni fyrir neðan. Svo virðist sem fleira hafi verið í farteski afrísku vina minna hingað til lands en bara bumburnar. Hressandi ...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home