Samminn

9.3.06

Go West ... aftur?

Já, þá er maður á leiðinni vestur. En að vísu ekki alveg vestur um haf. Onei ... enn betra en það. Ferðinni er heitið vestur á Ísafjörð um helgina. Nánar tiltekið á laugardaginn og til baka um kvöldið. Jámm.

Enn einu sinni er maður kallaður til aðstoðar og ráðgjafar. Og þegar neyðarkallið berst neyðist maður auðvitað til að sinna því. Ísfirðingar standa ráðþrota fyrir samgöngu- og skipulagslegum vandamálum og þá er auðvitað ekki í nein önnur hús að venda en hjá undirrituðum. Ég sagði þeim að ráðgjöfin væri dýr, enda um að ræða þann besta í bransanum, en fólkið kom til mín með vannærða hvítvoðunga í reifum og grátabað um aðstoð. Það er um lífsbjörg Ísfirðinga að ræða. Auðvitað rennur manni blóðið til skyldunnar og ekki annað hægt en að slá verulega af kröfunum, eins og venjulega. Maður neyðist því til að fresta Cayenne Turbónum um nokkra mánuði ef þetta heldur svona áfram. En hvað gerir maður ekki fyrir náungann?!?

0 Comments:

Post a Comment

<< Home