Út til Afríku
Nú er það svo að allt það fólk sem ég umgengst er allt hið hressasta og líflegasta sem nokkur maður getur óskað sér. En í ljósi allrar þeirrar umræðu um þunglyndi sem virðist viðgangast á Íslandi og svo sem víðar, þá er því ekki neitað að allt of margir þjást af þeirri upplifun að lífið hafi ekkert upp á að bjóða. Auðvitað eru margir að kljást við alvöru sjúkdóm á formi þunglyndis, en mjög margir sen eru þunglyndir vegna eirðarleysis og finna sig e.t.v. ekki í því sem þeir eru að gera. Þrátt fyrir að njóta þeirra ótrúleg lífsgæða sem við njótum hér á gamla Klakanum, þrátt fyrir að vera yfirleitt í faðmi fjölskyldunnar og vera fjárhagslega öruggir.
Ég gluggaði í ansi merkilega og nýlega bók eftir Kanadamann sem er - ef ég man rétt - sérstakur ræðismaður Afríku hjá Sameinuðu Þjóðunum, þegar ég var hjá Snæbó frænda í Baltimore. Þar fjallaði hann um ferðir sínar um hina sjúkdóma- og stríðshrjáðu Afríku og þá ótrúlegu þróun að Aids hefur nú nánast þurrkað út heila kynslóð. Afríka sé í raun ekki orðin annað en samfélag barna og gamalmenna. Þvílíkar hörmungar sem þetta hefur í för með sér fyrir efnahag, samfélag og umhverfi. Menntun hrakar, lífslíkur dvína og dauðinn vofir yfir fjöldamörgum löndum. Börn þurfa að sjá um deyjandi foreldra sína og dæmi um ömmur og afa sem þurfa að jarðsetja öll börn sín vegna Aids. Það virðist samt ekki duga og fólk snýr hausnum frá vandanum, þrátt fyrir Live 8 og hvað þetta nú heitir. Þó er von og smá glæta til að þróuninni verði snúið við á næstu áratugum, en mjög hægt og bítandi.
Ég sá í bókinni ágæta leið fyrir lífsleiða og ofalda Íslendinga til að finna aftur lífsgleði og tilgang með lífinu. Bjóða fram krafta sína í hjálparstarf í Afríku. Allir fullhraustir Íslendingar sem vilja og þurfa smá tilgang í lífinu að drífa sig og skrá sig í hjálparstarf Rauða Krossins eða eitthvað sambærilegt, í ár eða svo. Hugsa að þetta sé mun betri lækning en heilu gámarnir af prósak. Maður gat lesið þvílíkt þakklæti var sýnt þeim sem hjálpuðu til við hjálparstarf á þessum slóðum.
Það er meira að segja hægt að koma vel út úr þessu fjárhagslega. Ef menn eigið íbúð, þá geta þeir leigt hana út og sennilega með því að enda í meiri plús undir lokin heldur en ef menn héldu áfram að vinna heima og eyða pening í djamm, pizzur, bensín, yfirdrátt og annað rugl. Hugsa a.m.k. að það myndi enda þannig í mínu tilfelli...
Ég? Það gæti bara vel verið! Held að svona færi sér ótrúleg ævintýri og lífsreynslu í för með sér. En það er nóg annað á könnunni svo sem ... þessa stundina.
Over and out ... of Africa
Ég gluggaði í ansi merkilega og nýlega bók eftir Kanadamann sem er - ef ég man rétt - sérstakur ræðismaður Afríku hjá Sameinuðu Þjóðunum, þegar ég var hjá Snæbó frænda í Baltimore. Þar fjallaði hann um ferðir sínar um hina sjúkdóma- og stríðshrjáðu Afríku og þá ótrúlegu þróun að Aids hefur nú nánast þurrkað út heila kynslóð. Afríka sé í raun ekki orðin annað en samfélag barna og gamalmenna. Þvílíkar hörmungar sem þetta hefur í för með sér fyrir efnahag, samfélag og umhverfi. Menntun hrakar, lífslíkur dvína og dauðinn vofir yfir fjöldamörgum löndum. Börn þurfa að sjá um deyjandi foreldra sína og dæmi um ömmur og afa sem þurfa að jarðsetja öll börn sín vegna Aids. Það virðist samt ekki duga og fólk snýr hausnum frá vandanum, þrátt fyrir Live 8 og hvað þetta nú heitir. Þó er von og smá glæta til að þróuninni verði snúið við á næstu áratugum, en mjög hægt og bítandi.
Ég sá í bókinni ágæta leið fyrir lífsleiða og ofalda Íslendinga til að finna aftur lífsgleði og tilgang með lífinu. Bjóða fram krafta sína í hjálparstarf í Afríku. Allir fullhraustir Íslendingar sem vilja og þurfa smá tilgang í lífinu að drífa sig og skrá sig í hjálparstarf Rauða Krossins eða eitthvað sambærilegt, í ár eða svo. Hugsa að þetta sé mun betri lækning en heilu gámarnir af prósak. Maður gat lesið þvílíkt þakklæti var sýnt þeim sem hjálpuðu til við hjálparstarf á þessum slóðum.
Það er meira að segja hægt að koma vel út úr þessu fjárhagslega. Ef menn eigið íbúð, þá geta þeir leigt hana út og sennilega með því að enda í meiri plús undir lokin heldur en ef menn héldu áfram að vinna heima og eyða pening í djamm, pizzur, bensín, yfirdrátt og annað rugl. Hugsa a.m.k. að það myndi enda þannig í mínu tilfelli...
Ég? Það gæti bara vel verið! Held að svona færi sér ótrúleg ævintýri og lífsreynslu í för með sér. En það er nóg annað á könnunni svo sem ... þessa stundina.
Over and out ... of Africa
0 Comments:
Post a Comment
<< Home