Samminn

15.2.06

Kynvilltir kúrekar og áttavilltur leikstjóri

Upplifði það á rúmum tveimur tímum hvernig það er að vera hommi á hestbaki. Og fyrir mína parta þá held ég að ég afþakki pent. Frábær leikur, fallegar myndir frá Fjalli hinnu löskuðu mjóhryggja og ljúf tónlist (ekki síst alkunnir slagarar Johnny Cash í hléinu) komu ekki í veg fyrir heldur dapran útreiðatúr í Regnbogann. Enn meira hressandi að hlusta á tuðið í Másanum þegar myndin var búin "ég held að það hljóti að hafa verið Páll Óskar sem gaf henni fimm stjörnur"...

Það var hins vegar gríðarlega hressandi að fá The DOG til landsins. Sett upp drög að 30 afmæli okkar kappanna í sumar, og alveg ljóst að það verður mikið um dýrðir. Við erum a.m.k. búnir að beita útilokunaraðferðir og þetta stefnir í baráttu á milli Viðeyjar og Perlunnar. Takið frá 5. júlí nk! ... It's gonna kick ass!!!

Vona bara að ég verði ekki jafn lengi að fá myndirnar úr þessu afmæli aðeins fyrr en síðasta stórafmæli. Þær fengust ekki úr framköllun fyrr en síðasta sumar...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home