Samminn

10.1.06

utan vil ek

Jólin búin og janúar tekinn við með öllum þeim hressleika sem honum fylgir. Í dag hefur þó snjóað eilítið og sem betur fer birtir yfir öllu í kjölfarið. Annars leggst skammdegið ósköp lítið í mig. Manni finnst þessir vetrar hvort eð er líða svo fljótt hjá að þessu verður lokið áður en maður veit af.

Annars er skandall hvað það er langt síðan maður stökk eitthvað út fyrir landsteinana. Ekki farið út síðan á Eurovision síðasta vor. Því ekki nema von að maður sé farinn að pæla í smá stökki út úr landi á næstunni. Það nýjasta í því gæti verið að kíkja til Köben bráðlega, enda er ég farinn að sakna gömlu Köbenhavnstrup pínkulítið. Maður þarf t.d. að heilsa upp á gamlar vinkonur á Istedgade og svona...

Síðan er stóra spurningin með vorið. Verður það Aþena og Eurovision á nýjan leik, ekki síst m.t.t. hvort Svensterinn vinni íslensku keppnina. Það yrði væntanlega ekki síðri ferð en Kievferðin góða...

Eða á maður að skella sér til US of A og heimsækja Rikka og Andra sem hafa það náðugt í faðmi frjálshyggjunnar og kapítalismans á vesturströnd Bandaríkjanna. E.t.v. heimsækja frændfólkið í Los Angeles líka. Ekki dónaleg tilboð sem maður er búinn að fá þaðan, hreint ekki...

Tough decision, tough decision...

1 Comments:

  • ég held það sé nú kominn tími á að rækta frændgarðinn í LA, dísuss hvað hefur maður eiginlega verið að pæla...

    By Blogger Guggan, at 5:47 PM  

Post a Comment

<< Home