Samminn

19.12.05

Þus no. 1

Þus dagsins:

Ég get ekki að því gert, en mér finnst sú hugmynd Sirkusmanna að vera með slideshow með myndum af þingmönnum í dagskrárlok, með þjóðsönginn undir, einhver sú alversta í íslenskri dagskrárgerð fyrr og síðar. Vill maður ekki njóta þjóðsöngsins með mynd af einhverju sem við getum óumdeilanlega verið stolt af, og vonað að þannig sé maður staddur á eilítið hærra plani en á okkar blessuðu þingsamkundu? Ekki það að ég hafi neitt á móti okkar ágætu þingmönnum, sem margir hverjir standa sig vel og vinna góða vinnu, en plís, er ekki hægt að bjóða manni upp á eitthvað annað en slideshow af þeim við dagskrárlok? Það er óþarfi að reyna að vera öðruvísi en gamla gufan að þessu leyti ...

Þus dagsins var í boði Baugs - Baugur, álvallt beygður

0 Comments:

Post a Comment

<< Home