Julefrokost
Fyrstu jólagjafirnar komnar í hús. Ekki seinna að vænna. Jólin eftir tvær vikur og maður er rétt farinn að átta sig á því að aðventan er byrjuð. Er reyndar að standa mig í jólaskreytingunum. Fjárfesti í hvítri jólaseríu sem ég setti á norðursvalirnar, nágrönnum mínum eflaust til gríðarlegrar gleði. Maður verður nú að leggja sitt á vogarskálarnar til að koma hverfinu í jólabúning.
Gærkvöldinu var eytt heima hjá Gautreki enum hugumprúða þar sem hann og bridsklúbburinn hans voru búnir að bjóða í julefrokost. Helv. magnað hjá stráknum. Búinn að elda þennan dýrindis hamborgarhrygg með öllu tilheyrandi ... nema brúnuðu kartöflunum sem gleymdist að elda, og rauðkálinu sem gleymdist inni í ísskáp. En það gerði auðvitað ekkert til, hryggurinn og rauðvínskusan gerðu sitt og mettu litla mallakúta. Hjalti, betur þekktur sem Litli-Biggi fyrir suma, minnti okkur á eina netta Gautasögu, þegar Gauti var eitt sinn að hjóla heim eftir gott djamm úti í Köben, en var orðinn eitthvað þreyttur og ákvað að hvíla augun svona rétt aðeins ... ekki að sökum að spyrja að kappinn endaði úti í kanti og sofnaði þar í einhvern smá tíma. Til hvers að flækja málin eitthvað þegar maður getur lagt sig úti í kanti :D
Gærkvöldinu var eytt heima hjá Gautreki enum hugumprúða þar sem hann og bridsklúbburinn hans voru búnir að bjóða í julefrokost. Helv. magnað hjá stráknum. Búinn að elda þennan dýrindis hamborgarhrygg með öllu tilheyrandi ... nema brúnuðu kartöflunum sem gleymdist að elda, og rauðkálinu sem gleymdist inni í ísskáp. En það gerði auðvitað ekkert til, hryggurinn og rauðvínskusan gerðu sitt og mettu litla mallakúta. Hjalti, betur þekktur sem Litli-Biggi fyrir suma, minnti okkur á eina netta Gautasögu, þegar Gauti var eitt sinn að hjóla heim eftir gott djamm úti í Köben, en var orðinn eitthvað þreyttur og ákvað að hvíla augun svona rétt aðeins ... ekki að sökum að spyrja að kappinn endaði úti í kanti og sofnaði þar í einhvern smá tíma. Til hvers að flækja málin eitthvað þegar maður getur lagt sig úti í kanti :D
0 Comments:
Post a Comment
<< Home