Samminn

19.11.05

Laugar

Ætlaði að halda upp á vel heppnaða viku í ræktinni með því að kíkja á stepmasterinn í Laugum í 20 mínútur eftir að hafa verið í mat á Markarflötinni. Neeeeema hvað að þá er búið að loka tækjasalnum ... og klukkan er rétt hálf tíu. Ekki það að ég hafi orðið neitt sérstaklega pirraður, enda vissi ég að þeir lokuðu snemma. En comon, ef Laugar ætla sér að markaðssetja sig sem heimsklassa fitness og spa staður, og ekki síst ef þeir ætla að sér að byggja heilsuhótel til að styðja við það, þá verða þeir að lengja opnunartímann umtalsvert, og jafnvel taka upp sólarhringsopnunina aftur. Alþjóðlegar kröfur eru orðnar þannig að menn geta ekki boðið upp á annað ef þeir ætla að vera samkeppnishæfir.

Og síðan mætti starfsfólkið vera pínku meira brosandi ... svona rétt eins og Bylgjan :D

óverendát uhu uhu

0 Comments:

Post a Comment

<< Home