Leiðinlegu týpurnar
Ég veit að ég á ekki að vera að velta mér upp úr þessu, en í mötuneytinu í gær velti ég fyrir mér þessum ákveðnu týpum sem eru svo einstaklega óheppnar að misskilja sjálfar sig á svo margan hátt. Það eru nokkrar slíkar á stofunni og mér finnst gaman að pæla í þeim. Það kannast eflaust nánast allir við svona týpur. Þetta eru týpurnar sem finnast þær sjálfar vera svo rosalega fyndnar og sniðugar en geta ómögulega greint feedbackið frá sínu umhverfi þannig að þær séu að fá réttu skilaboðin til baka. Alltaf að koma með einhver "sniðug" komment sem eru alls ekki sniðug og stundum jafnvel móðgandi gagnvart einhverjum, týpurnar sem grípa fram í á fundum til að koma að einhverju sniðugu kommenti sem öllum finnst í raun bara truflandi og sá eini sem flissar er hann sjálfur. Og þær hætta aldrei. Í rauninni verður allt einfaldlega frekar pirrandi sem kemur frá þeim og maður verður að hafa sig allan við að brosa og vera alúðlegur á meðan litli púkinn á öxlinni manns hoppar og reitir hár sitt og skegg. Stundum tekst manni það ekki alveg, en stundum er manni einfaldlega alveg sama.
Þetta rifjar upp gamla góða tíma þegar 15 ára Andri Arnaldsson, sem hafði ekki sama tolerans, stóð, ásamt fleiri góðum félögum í mötuneytinu í Garðaskóla og sá sér til hrellingar hvar Óskar feiti arkar skælbrosandi í áttina að okkur. Andri, sem sá hvað í stefndi, var ekkert að tvínóna við það sagði hátt "drullaðu þér í burtu Skari", sem snéri sér við á punktinum og labbaði í burtu. Ekki nóg með það, heldur þá sparkaði Andri duglega í rassinn á honum rétt eftir að hann var búinn að snúa sér við. Þetta er eitt fyndnasta mómentið sem ég man eftir úr gaggó, en maður vorkenndi greyið drengnum svo sem, bæði þá og nú. Andri hefur nú aldrei verið þekktur fyrir að fara mjúkt í hlutina, en hver veit hvað dvölin í Seattle geri kappanum. Hann hefur nú hægt og sígandi verið að breytast í skælbrosandi ameríska froðu þarna úti.
Þetta rifjar upp gamla góða tíma þegar 15 ára Andri Arnaldsson, sem hafði ekki sama tolerans, stóð, ásamt fleiri góðum félögum í mötuneytinu í Garðaskóla og sá sér til hrellingar hvar Óskar feiti arkar skælbrosandi í áttina að okkur. Andri, sem sá hvað í stefndi, var ekkert að tvínóna við það sagði hátt "drullaðu þér í burtu Skari", sem snéri sér við á punktinum og labbaði í burtu. Ekki nóg með það, heldur þá sparkaði Andri duglega í rassinn á honum rétt eftir að hann var búinn að snúa sér við. Þetta er eitt fyndnasta mómentið sem ég man eftir úr gaggó, en maður vorkenndi greyið drengnum svo sem, bæði þá og nú. Andri hefur nú aldrei verið þekktur fyrir að fara mjúkt í hlutina, en hver veit hvað dvölin í Seattle geri kappanum. Hann hefur nú hægt og sígandi verið að breytast í skælbrosandi ameríska froðu þarna úti.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home