Samminn

2.11.05

Strædebuss

Held ég hafi aldrei fyrr tekið strætó jafn oft á einum degi. Fyrst í morgun eftir að hafa hent bílnum í viðgerð hjá Ræsi, síðan í hádeginu aftur niður í bæ, frá Lækjartorgi upp á Hlemm og aftur til baka eftir að hafa gleymt einu smá erindi, síðan aftur upp í vinnu, í mat í Garðabæ (3 strætóar) og til baka aftur og í Laugar, frá Laugum og heim! Steig sem sagt 12 sinnum upp í strætisvagn í dag. Geri aðrir betur.

Heppinn að hafa keypt mér gult kort síðasta föstudag þegar ljóst var bíllinn myndi neita að þjóna mér næstu dagana, sökum gangtruflanna og sumardekkja.

Annars finnst mér ósköp notalegt að taka strætó í raun og veru. Hugurinn reikar óvíða eins vel eins og við það að horfa út um gluggann á strætó og það er alltaf hressandi að taka nettar mannlífsrannsóknir á liðinu sem er með manni. Síðan fylgja strætó alltaf nokkrir hressandi labbitúrar, ekki síst hér í miðbænum, og maður hættir aldrei að uppgötva eitthvað nýtt og áhugavert í umhverfinu í 101.

Skil ekki fólk sem getur ekki hugsað sér að taka strætó, hvort sem það er vegna slæmrar sjálfímyndar og antiklimax við að ferðast 'með aumingjunum' í strætó eða þessarar landlægu óþolinmæði Íslendinga sem virðast geta tekið sér tíma í allan fjandann, sama hversu tilgangslaust það er, nema koma sér milli staða. Þetta er ekkert mál, ef maður sættir sig við þá staðreynd að maður er nánast aldrei eins fljótur á milli staða og á bíl og tekur því bara eins og það er. Það er fyndið að heyra meðaumkunarraddirnar hjá sumum þegar maður segist vera að taka strætó. "Æj á ég ekki að skutla þér?, ertu alveg viss?" ... rétt eins og það sé verið að siga mann inn í hringleikahús að berjast við ljónin ...

Samt vona ég að þessi helv. snjór fari af götunum bráðum og elsku Gullvagninn minn verði betri en nýr eftir viðgerðina hjá Ræsi. Þá á ég eflaust eftir að taka nett rúntsession og þeysa eitthvað næstu helgi á ólöglegum hraða, og hvíla mig aðeins á strætó. Hújeeeee!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home