Samminn

21.10.05

Loftbylgjur

Airwaves eða ekki airwaves? Missti svolítið af þessu Airwaves dæmi þegar það byrjaði allt saman hér um árið. Maður var bissí að sötra bjór og liggja í leti í Köben þegar æðið byrjaði og ég hef aldrei náð að gíra mig upp í þetta. Annars er fátt skemmtilegra að en að kíkja á einhver bönd sem maður þekkir ekkert og uppgötva eitthvað nýtt. Sá t.d. Jan Mayen á sennilega þeirra fyrstu eða öðrum tónleikum og sannfærðist um að þarna væri eitthvað jatte kjul á ferðinni. Fátt slær þó við Gugz frænku og hinum hvítklæddu kvenhetjunum í Brúðarbandinu... sem eiga einmitt að spila annað kvöld, I think ...

Spurning um að gíra sig upp og kíkja?

Word out uh

0 Comments:

Post a Comment

<< Home