Samminn í spjallþætti
Jæja, fyrstatímareynsla síðustu viku var að tala á ráðstefnu frammi fyrir 100+ manns. Fyrstatímareynsla þessarar viku er eflaust að fara í útvarpsviðtal, nánar tiltekið í þætti Hallgríms Thorsteinssonar á Talstöðinni í morgun. Merkileg reynsla. Við Bergþóra höfum verið borin nánast á höndunum eftir fyrirlesturinn á laugardaginn og jafnvel talað um tímamótafyrirlestur í bransanum. Hressandi. Áhrifin virðast ætla að skila sér í örlítið framlengdum 15 mínútum af frægð, a.m.k. í bransanum. Efast þó um að þetta skili sér í rakspíraauglýsingum ... en hver veit?!?
Annars hef ég verið að velta fyrir mér þessu framtaki kvenna næsta mánudag. Þ.e. að leggja niður vinnu kl. 14.08 (hef enn ekki komist að því af hverju einmitt 8 mínútur yfir 14 ... einhver dulin meining þar á ferð vænti ég ... ) og minnast frídags kvenna fyrir 30 árum. Þótt ég styðji jafnrétti kvenna og jafnræði þeirra á við karla í þjóðfélaginu þá hef ég alltaf haft efasemdir um að tilgangurinn helgi öll þau meðul sem menn (konur) hafa beitt og viljað beita í þessum göfuga tilgangi. Hafði þennan fyrirvara á mér þegar þessi hugmynd kom fyrst, um að leggja niður vinnu og storma niður á Lækjartorg. En við nánari umhugsun þá er þetta eflaust hið besta mál. Um að gera að minnast dags sem markaði ákveðin tímamót og með þessum hætti. Hvet þess vegna allar konur, og jafnvel karla, til að skunda á Lækjartorg. En í guðanna bænum, reyniði að taka Strætó. Annars verður kvenþjóðin vafrandi hér um miðbæinn og Þingholtin langt fram á nótt ... and we wouldn't want that now would we??
Hanga heima í kvöld eða kíkja á lífið?!? ... hmmm ... stay tuned to find out
Annars hef ég verið að velta fyrir mér þessu framtaki kvenna næsta mánudag. Þ.e. að leggja niður vinnu kl. 14.08 (hef enn ekki komist að því af hverju einmitt 8 mínútur yfir 14 ... einhver dulin meining þar á ferð vænti ég ... ) og minnast frídags kvenna fyrir 30 árum. Þótt ég styðji jafnrétti kvenna og jafnræði þeirra á við karla í þjóðfélaginu þá hef ég alltaf haft efasemdir um að tilgangurinn helgi öll þau meðul sem menn (konur) hafa beitt og viljað beita í þessum göfuga tilgangi. Hafði þennan fyrirvara á mér þegar þessi hugmynd kom fyrst, um að leggja niður vinnu og storma niður á Lækjartorg. En við nánari umhugsun þá er þetta eflaust hið besta mál. Um að gera að minnast dags sem markaði ákveðin tímamót og með þessum hætti. Hvet þess vegna allar konur, og jafnvel karla, til að skunda á Lækjartorg. En í guðanna bænum, reyniði að taka Strætó. Annars verður kvenþjóðin vafrandi hér um miðbæinn og Þingholtin langt fram á nótt ... and we wouldn't want that now would we??
Hanga heima í kvöld eða kíkja á lífið?!? ... hmmm ... stay tuned to find out
0 Comments:
Post a Comment
<< Home