Samminn

29.10.05

Úti er ævintýri

Það varð lítið úr áætlaðri sumarbústaðaferð. Veðurgyðjurnar voru augljóslega ekki alveg á því að hleypa liðinu út úr bænum og ákváðu að demba hressandi snjóbyl yfir landann til að tryggja það. Við ákváðum að vera ekkert að þvælast í Munaðarnes í þessu veðri og ég afpantaði bústaðinn. Í staðinn hittist gengið heima hjá Másanum og gripið var í nett pókerspil. Kappinn tók fram þessa líka glæsilegu chipstösku sem hann var nýbúinn að kaupa í Gizmo á Laugaveginum og síðan var spilað fram á nótt undir ljúfum tónum Norah Jones og Tom Waits. Þess má geta að ég kom út í plús upp á heilar 1290ISK... spurning um áhættufjárfestingar fyrir gróðann?

1 Comments:

  • jasso..póker og norah jóns..nýstárlegt mix.

    By Blogger Guggan, at 5:13 PM  

Post a Comment

<< Home