Magisterinn
Magister Ásgeir er merkilegt fyrirbæri. Nágranni minn til núna eins og hálfs árs er týpa sem erfitt er að henda reiður á og líkja við eitthvað eitt. Ef einhver kemst nálægt því þá væri það einna helst karakterinn sem leigði Woody Harrelson íbúðina í Kingpin, ljóta gamla kellingin sem lét sér duga að rukka greyið um leiguna með kynlífsgreiðum. Magisterinn er svolítið eins og karlkynsútgáfan.
Það er ómögulegt að negla niður hvað hann er gamall. Hann er svona ógeðslega slepjuleg týpa með axlarsítt slétt hár og blettaskalla og með gervitennur. Hann lyktar ógeðslega og íbúðin angar eins og eitthvað hafi skriðið þangað inn og dáið. Hann er einstaklega leiðinlegur, gerir lítið annað en að tuða og ekki síst yfir svertingjunum sem leigja á hæðinni fyrir neðan. Hann er sennilega búinn að setja upp tvo aukalása eftir að þeir fluttu inn, miðað við þusið í honum.
Stundum sér maður hann hérna úti á svölunum glápandi út í loftið á baðsloppnum .... urgh! Þegar ég er úti á mínum svölum stenst maður stundum ekki mátið og gægist inn til hans. Íbúðin er innréttuð svona eins og íslenskt sveitaheimili, með plusssófum, borðstofu og skenk og auðvitað lítinn íslenskan fána á stöng.
Stundum angar íbúðin af hlandlykt sem bendir til að ekki sé nú allt í lagi með pípuverkið í gamla skoffíninu. Eitthvað sem bendir auk þess til að hann sé nú eldri en maður heldur. En kallinn kvartar aldrei yfir partýhávaða frá mér og finnst ekkert að því ég sé með læti fram eftir nóttu ... þannig að sumu leyti er Magisterinn hinn fullkomni nágranni...
Það er ómögulegt að negla niður hvað hann er gamall. Hann er svona ógeðslega slepjuleg týpa með axlarsítt slétt hár og blettaskalla og með gervitennur. Hann lyktar ógeðslega og íbúðin angar eins og eitthvað hafi skriðið þangað inn og dáið. Hann er einstaklega leiðinlegur, gerir lítið annað en að tuða og ekki síst yfir svertingjunum sem leigja á hæðinni fyrir neðan. Hann er sennilega búinn að setja upp tvo aukalása eftir að þeir fluttu inn, miðað við þusið í honum.
Stundum sér maður hann hérna úti á svölunum glápandi út í loftið á baðsloppnum .... urgh! Þegar ég er úti á mínum svölum stenst maður stundum ekki mátið og gægist inn til hans. Íbúðin er innréttuð svona eins og íslenskt sveitaheimili, með plusssófum, borðstofu og skenk og auðvitað lítinn íslenskan fána á stöng.
Stundum angar íbúðin af hlandlykt sem bendir til að ekki sé nú allt í lagi með pípuverkið í gamla skoffíninu. Eitthvað sem bendir auk þess til að hann sé nú eldri en maður heldur. En kallinn kvartar aldrei yfir partýhávaða frá mér og finnst ekkert að því ég sé með læti fram eftir nóttu ... þannig að sumu leyti er Magisterinn hinn fullkomni nágranni...
0 Comments:
Post a Comment
<< Home