Samminn

15.11.05

Perulagadalurinn kvaddur endanlega

Hah! Búinn að fjárfesta í Myoplex Lite, glútamíni og BetaLean fyrir 14000 spaða. Spinnertækið virkjað í smá morgunspinn fyrir sturtu alla morgna, lyftingar og stepmaster 3svar í viku í Laugum og síðast en ekki síst fitumæling hjá Davíð Stefáni á tveggja vikna fresti fram að jólum! Nú verður Perulagadalurinn kvaddur í eitt skipti fyrir öll!

... ekki það að ég ætli að fara að breyta þessu í eitthvað fitubollublogg, síður en svo. En bara svo þið farið ekki að ota að mér einhverjum óþverra og treilerparkfæði nema e.t.v. rétt á sunnudögum.

Jæja, hvað á maður svo að borða í kvöld?




... hvernig er það, var ekki Megavika á Dominos?!

1 Comments:

  • Gangi þér vel en mundu að við elskum þig eins og þú ert *væm* og takk fyrir að adda mér loksins inná síðuna þína. dísöss kræst abát tæm sko...

    By Blogger Guggan, at 7:19 PM  

Post a Comment

<< Home