Samminn

11.11.05

Hressandi félagar

Ég er svo einstaklega heppinn að eiga að marga góða en mjög ólíka vinahópa. Er á leiðinni með einum slíkum - og sennilega þeim sérstæðasta - í smá sumarbústaðaferð seinna í kvöld, þrátt fyrir fuglaflensuna, sem er í eilítilli rénun. Þetta er a.m.k. farið að skiljast með mælt mál sem ég segi, en ekki sem parasöngur auðnutittlinga, eins og einn fuglasérfræðingurinn hélt fram að kæmi út um munninn - gogginn - á mér. Fjaðrirnar eru að hverfa og fluggetan orðin mun minni.

Þeir sem skjótast með í ferð verða Svensterinn og táningsviðhaldið hans, Másinn og Gernie the Wee Man - Öddi fyrir venjulega fólkið. Við höldum úr bænum um kvöldmatarleytið og reiknum að mæta í Munaðarnes tveimur tímum seinna. Annars læt ég Svensterinn http://svenni76.blogspot.com/2005/11/brennt-upp-bsta.html segja betur frá þessu, enda er hæfileikinn til að bjaga raunveruleikann óvíða meiri en á þeim bæ :D

0 Comments:

Post a Comment

<< Home