Samminn

24.11.05

Kaos

Eftir því sem á líður geri ég mér betur grein fyrir því að ég er hrifinn af ákveðnu kaos eða óreiðu hluta. Ekki endilega óskipulagðri óreiðu, heldur einmitt skipulagðri óreiðu. Það getur verið að þetta tengist þörfinni fyrir að krydda tilveruna, að maður sé alltaf að uppgötva eitthvað nýtt og sjá hluti í nýju samhengi. En jafnframt verður að vera hæfileg regla á hlutunum. Þeir þurfa jafnframt að ganga upp og virka.

Þetta er sennilega ein af ástæðunum fyrir því hversu vel ég kann við mig í miðbænum. Ef eitthvað er þá er hann skipulögð óreiða holdi klædd, og í stórum skala. Það er ákveðin regla á hlutunum en samt byggir hún á ákveðinni óreiðu sem gerir það að verkum að umhverfið býður alltaf upp á nýja og nýja upplifun. Sérstaklega þegar maður röltir um hverfið á tveimur jafnfljótum og tekur sér tíma til að líta til hægri og vinstri af og til, inn í húsagarða og port. Sum eru full af órækt, gömlum dekkjum og almennum draslaragangni, önnur eru nýlögð dýrum hellum frá Steinsteypu ehf. og jafnvel fylgir lítill gosbrunnur með. Stundum skaga hús út í götuna og stundum inn í hana. Stundum má finna timburhús með steyptri viðbyggingu og öfugt. Alls staðar má finna tré og runna af öllum tegundum, og tilraunir manna til að apa eftir ákveðnum tískustraumum í arkitektúr og hönnun alla síðustu öld og jafnvel lengur aftur í tímann. Og miðbærinn virkar, svo mikið er víst. Sérstaklega "for de lidt tossede" ... eins og mig :-)

óver end át

2 Comments:

  • ég er sammála. gerði það oft að rölta um hverfið þegar ég bjó á bestastrætinu og fílaði mig stundum solið perralega þegar ég skimaði í allr áttir og horfði inn til fólks.

    By Blogger Guggan, at 9:23 AM  

  • Hehe ... perralega ... ákkúrat orðið

    By Blogger Samuel, at 2:13 AM  

Post a Comment

<< Home