Samminn

21.11.05

Um froðu

Ég bið minn góða vin Andra afsökunar á því að bendla hann við froðu og plebbamennsku, enda fáir sem ég þekki sem eru eins langt frá því og hægt er. Enginn er eins ólíklegur að smitast af einhvers konar gervimennsku og hann. Lærdómsreynsla af þessu netblaðri virðist ekki síst vera sú að það er alltaf erfitt að láta meinfýsni og kaldhæðni skína í gegn, og er sennilega ekki vænlegt að halda því við. Endilega skammið mig ef ykkur finnst ég vera að hrauna upp á bak hérna ...

Anyways. Lord of War er ekki slæm ræma. Hún er ekkert stórkostleg ræma heldur, en hún er mjög vel unnin og vekur mann sannarlega til meðvitundar um þann viðbjóð sem viðgengst í hinum stríðshrjáða hluta heimsins. Minnir mann á góðan punkt sem Chris Rock kom með um kúlur og sagði að það myndi sennilega leysa mörg vandamál heimsins ef ein byssukúla kostaði 1000 dollara...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home