Samminn

5.12.05

Helgin og meira

Svaf mikið. Gerði lítið. Skemmti mér mikið. Hljómar eins og uppskrift að góðri helgi ekki satt?! Helgin var býsna þægileg og maður náði vansveftunni úr sér síðan um síðustu helgi, þegar maður þurfti að reyna að sofa innan um 20 hrjótandi og prumpandi einstaklinga í 0 gráðu heitum skála uppi á miðjum fjöllum. Ekki vænlegt til árangurs. Kaffibollarnir hrönnuðust upp í kring um tölvuna mína í vikunni og blessuð matráðskonan fékk þá alla á bakka á föstudaginn sér til mikillar hrellingar...

Kíevfararnir ásamt Gullster skelltu sér í keilu á laugardagskvöldið eftir að hafa gætt sér á ljúffengri flatböku á Pizza Hut. Samminn landaði auðveldum keilusigri, enda þvílíkir viðvaningar sem maður átti í höggi við. Að loknum góðum sigri var ákveðið að skella sér í einn öllara á hinum alræmda Ólíver og leyfa eigin uberflottleika að njóta sín innan um annað uberflott fólk. Maður fer nú ekkert að láta sjá sig niðri í bæ innan um ljóta fólkið ... ooonei. Endaði samt innan um meðalflotta fólkið á Ölstofunni og var lengi að spá í því hvort ég ætti að gefa mig á tal við Katríni Júlíusdóttur þingkonu sem sat lengi vel ein á næsta borði. Hún er mjög sæt og með ágæt laun, að því er maður heyrir. Sleppti því nú samt, enda nóg að gera á þessu sviði þessa dagana...

Djö.... er mig farið að langa í sveran flatskjá upp á vegg. Er að pæla í því hvort maður ætti ekki að láta útbúa þunnan falskan vegg hér á endavegginn þannig að flatskjássjónvarp myndi nánast hverfa inn í hann. Síðan myndi maður aaaaauðvitað fá sér heimabíógræjur með svona gæjalegum (metrólegum) þunnum hátölurum sem myndu þá passa inn í önnur sams konar hólf við hliðina á sjónvarpinu! Super cool aber jaaaa! Mjög gay, ég veit, en samt helvíti magnað! Og svo ný húsgögn úr Epal til að toppa allt saman. Smá spurning um fjármögnun samt, en er ekki málið að skella sér bara á lán?!?

0 Comments:

Post a Comment

<< Home