Gleðileg jól
Jæja, þá er biðinni miklu að ljúka. Aðfangadagur jóla runninn upp og pakkarnir komnir undir tré! Örtröðinni og jólastressinu er að ljúka og ró að færast yfir mannskapinn. Fram undan er messa í Dómkirkjunni - að venju - og núna getum við samviskusamlega sótt hana á aðfangadag, því þetta getur vel talist vera hverfiskirkja Sammans. Hamborgarhryggurinn er farinn að ilma inni í eldhúsinu og maður getur heyrt fagnaðarópin í peptíðunum í maganum.
Ég óska öllum sem hingað líta við gleðilegra jóla og ánægjulegrar jólahátíðar. Allir leggist á eitt að borða duglega yfir sig og mæti síðan í World Class í mánuð eða svo á nýju ári - að venju.
Ég óska öllum sem hingað líta við gleðilegra jóla og ánægjulegrar jólahátíðar. Allir leggist á eitt að borða duglega yfir sig og mæti síðan í World Class í mánuð eða svo á nýju ári - að venju.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home