Samminn

2.1.06

Áramúút

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla! Nýja árið gekk í garð með lágmarksbraki af minni hálfu. Ekki einn einasti flugeldur eða kaka keypt fyrir þessi áramót. Fyrir vikið fannst mér eins og eitthvað vantaði. Maður er nú ekki alveg vaxinn upp úr þörfinni fyrir að sprengja upp áramótin greinilega. Er reyndar að spá í því að skjóta upp sól um næstu áramót. Mér finnst þeim hafa farið fækkandi frá áramótum til áramóta sem er leiðinleg þróun. Eitthvað virðulegt og grand yfir sólunum. Fyrir utan það þá er sennilega bara ágætt að bæta því í reynslubankann af hafa skotið upp neyðarblysi...

Önnur merki öldrunar. Fór ekki á neitt skrall á gamlárskvöld. Mási pjási var með einhverjar hugmyndir um að fara á Oliver, enda tryggir kúnnar eins og hann greinilega á sérdílum. Við ákváðum samt að sleppa því, enda eflaust smekkfullt og 95% lið sem maður hefur takmarkaðan áhuga á að mingla mikið við. Másanum óx líka í augum að fara niður í bæ og eiga það yfir sér að bíða eftir leigara í klukkutíma og punga út 5000 kalli fyrir ferð í Fjörðinn á tvöföldu álagi leigubílastjóranna. Skil hann vel...

En jamm, árið 2006 runnið upp. Stefnir óðfluga í þrítugsafmæli kappans og maður er enn rétt að jafna sig á 25 ára afmælinu. Maður er enn að brosa að myndunum úr veislunni okkar Rikka sem fengust úr framköllun síðasta sumar. Typpastækkarinn kom aldeilis í góðar þarfir! Takk strákar...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home