Samminn

18.1.06

Kvef und so weiter

Kvefpestir hafa verið drjúgar við að leggja kallinn í rúmið undanfarið árið eða svo og síðustu þrír dagarnir heyra undir það. Undarlegt hvað ég hef verið kvefsækinn undanfarið. Man vel að á góðu tveggja ára tímabili rétt eftir að ég kom heim þá hratt ég frá mér hverri flensunni á fætur annarri sem dundi yfir þjóðina. Núna ligg ég eins og hrísla með nokkurra mánaða millibili. What gives??

Annars er mig farið að langa heilmikið að komast eitthvað út fyrir landsteinana. Er alvarlega að velta fyrir mér hvort ég ætti að heimsækja Snæbó og Guðrúnu frænku í Boltimor og Vosbúðartúni á næstunni, enda voru Hannes og félagar að auglýsa tilboð þangað út febrúar. Flug fram og til baka á 36þ með öllu. Hmm ... ekki slæmt tilboð það. Þau eru margoft búin að bjóða mér gistingu og tourist guidance ef ég kæmi. Og eitt er víst að Snæbó myndi elda dýrindis máltíðir hvert kvöld, ef ég þekki kappann rétt :) ...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home