Samminn

22.2.06

Supersize Me

Jæja, ætli maður bregði ekki undir sig betri fætinum á morgun. Stefnan er tekið á stærsta fat-camp heimsins, nefnilega hina friðelskandi frelsibera heimsins, Bandaríki Norður-Ameríku.

Leiðin liggur út á Leifstöð um hádegisbil á morgun (miðvikudegi) og 10 tímum seinna getur maður skroppið út á KFC í Baltimore og fengið einn supersized.

Dagskráin virðist vera nokkuð þétt setin og spennandi. Í fyrsta lagi fær maður að upplifa hin frægu vikulegu fimmtudagskvöld sem Snæbjörn rómaði allt síðasta sumar. Þar hittist víst stór vinahópur og eldar eitthvað ljúffengt í góðra vina hópi. Eitthvað sem gaurar hérna mættum taka til fyrirmyndar? Síðan er stefnan tekin á Vosbúðartún. Maður kastar kveðju á Búss og þakkar góð störf. Hugsanlega kastar maður líka kveðju á nafna hans Washington og tékkar á Víetnam minnismerkinu.

Að lokum er heljarinnar ball hjá Snæbirni og félögum hans í John Hopkins. Yours truly fær að fljóta með og kynnast partístemningu the American way.

Hugsa að ég reyni að logga mig inn hjá Snæbirni og blogga eitthvað frá Nýja Heiminum. Fylgist spennt með ævintýrum Sammans í USA!!! ... it'll blow you.

2 Comments:

  • Hæhæ, góða skemmtun úti. Þú kannski tekur myndir og skellir inn af þessu draumapleisi. En já komin með nýja bloggslóð : skyjadis.blogspot.com

    By Anonymous Anonymous, at 8:54 PM  

  • Hei og já þetta er sko sveitastelpan ;)

    By Anonymous Anonymous, at 8:54 PM  

Post a Comment

<< Home