Back from the States...
Þá er vísitasíu til Hinna fögru Bandaríkja lokið. Flugvélin snerti malbikið í Keflavík rétt fyrir kl. 6 í morgun og hið ástfagra ilhýra tók á móti kappanum með heiðskírum himni, fuglasöngi og ungum ástföngnum pörum sem leiddust meðfram ströndinni...
Slapp óskaddaður í gegn um eftirlit, málmleit og tollgæslumenn ... að mestu. Lenti í pínku sérstöku tilviki við málmleitarhliðið í Baltimore. Þegar ég var nýstiginn í gegn um hliðið og var að klæða mig í skóna (sem voru auðvitað sendir í gegn um hliðið líka) vindur sér upp að mér íturvaxinn kani í einkennisbúning og fer að spyrja mig spurninga um Ísland og ferðina. Spurninga eins og "já ertu að fara til Íslands, en frábært, þangað langar mig að fara óóóbojjj, hvað tekur annars langan tíma að fara frá Íslandi til Svíþjóðar? Þrjá tíma sirka jaaaáá, en hvernig er aftur hitastigið á veturna? Ekki of kalt nei? Ekki eins og Grænland nei?" ... og bla bla bla.
Augljóslega ekki fullkomlega einlægur áhugi þarna á ferðinni. Mig langaði að spyrja að því hvort hann væri nokkuð drukkinn, en ætli ég hefði sloppið í flugið annars...
Lít ég út eins og næsti "skóbombarinn" kannski? úff... verð að hafa samband við tískulöggurnar í vikunni.
Flugum yfir austurströnd USA í heiðskíru. Philly og Stóra Eplið blöstu við í allri sinni dýrð. Ég sat með andlitið límt við gluggann og virti fyrir mér dýrðina í rúman klukkutíma. Á meðan aðrir lásu bækur eða voru búnir að leggja undir flatt og farnir að sofa. Svona er maður nú mikill pervert...
Meira síðar...
Word
Slapp óskaddaður í gegn um eftirlit, málmleit og tollgæslumenn ... að mestu. Lenti í pínku sérstöku tilviki við málmleitarhliðið í Baltimore. Þegar ég var nýstiginn í gegn um hliðið og var að klæða mig í skóna (sem voru auðvitað sendir í gegn um hliðið líka) vindur sér upp að mér íturvaxinn kani í einkennisbúning og fer að spyrja mig spurninga um Ísland og ferðina. Spurninga eins og "já ertu að fara til Íslands, en frábært, þangað langar mig að fara óóóbojjj, hvað tekur annars langan tíma að fara frá Íslandi til Svíþjóðar? Þrjá tíma sirka jaaaáá, en hvernig er aftur hitastigið á veturna? Ekki of kalt nei? Ekki eins og Grænland nei?" ... og bla bla bla.
Augljóslega ekki fullkomlega einlægur áhugi þarna á ferðinni. Mig langaði að spyrja að því hvort hann væri nokkuð drukkinn, en ætli ég hefði sloppið í flugið annars...
Lít ég út eins og næsti "skóbombarinn" kannski? úff... verð að hafa samband við tískulöggurnar í vikunni.
Flugum yfir austurströnd USA í heiðskíru. Philly og Stóra Eplið blöstu við í allri sinni dýrð. Ég sat með andlitið límt við gluggann og virti fyrir mér dýrðina í rúman klukkutíma. Á meðan aðrir lásu bækur eða voru búnir að leggja undir flatt og farnir að sofa. Svona er maður nú mikill pervert...
Meira síðar...
Word
0 Comments:
Post a Comment
<< Home