Samminn

2.3.06

Blogg aus der Bett

Ligg klukkan hálf tvö uppi í rúmi og hlusta á veikar raddir afrísku vina minna í íbúðinni fyrir neðan. Hressandi...

Þetta er reyndar í fyrsta sinn sem ég blogga úr rúminu, og engar áhyggjur. Ég er siðsamlega klæddur...

Frægasti og mesti Íslendingurinn um þessar mundir - Sylllllvöööaaavenster - hinn mikli lagasmiður og fjölhæfileikamaður beitti mig miklum þrýstingi núna í kvöld. Stefnan er tekin á hina vinsælu Evrópsku Vondulagakeppni í Aþenu í maí næstkomandi. Ég spurði auðvitað einu spurningarinnar sem þurfti að spyrja "eru kasínó í Aþenu". - "Auðvitað!" svaraði Svenster um hæl og minn var ekki lengi að stökkva um borð...

Mundi allt í einu eftir bestu setningunni úr Baltimore-ferðinni góðu um síðustu helgi. Formálinn er sá að ég er staddur í Vosbúðartúni, í svona lítilli túristarútu, dulbúinni sem sporvagni (how charming ... ferðin byrjaði með því að bílstjórinn hringdi svona lítilli bjöllu "ding ding" og spilaði lítinn lagstubb þar sem Judy Garland syngur um þá gríðarlegu gleði sem sporvagnar færa henni ... oohh joy (af hverju geta þeir ekki drullað upp alvöru sporvagnakerfi þarna í Washington??)) ... anyways, við ókum fram hjá nýrri byggingu Smithsonian safnsins sem inniheldur sögu (minnir mig) frumbyggjanna, þ.e. indíánanna. Ökumaðurinn minn - hin geðþekka Erica - útskýrir hönnun byggingarinnar og bendir á að í byggingunni séu engin hvöss horn. Og það er rétt. Það var ekki hægt að sjá eitt einasta hvassa horn á byggingunni. Allt mjög rúnnað einhvern veginn. Og Erica útskýrir fyrir okkur að ástæðan sé sú að indíánar telja að illir andar búi í hvössum hornum. Og þá gellur í einum farþeganum, aftast í vagninum "did anybody notice how many sharp corners there were on the Capitol Building?" .... bbbwwwaaahhahahahaahaaaa

Jæja, best að reyna að sofna þrátt fyrir afríska slúðurdálkinn á hæðinni fyrir neðan. Ég verð að fá lágmarks fegurðarblundinn minn ...

1 Comments:

Post a Comment

<< Home