Samminn

20.3.06

Í Laugum

Ég get alveg skilið það þegar menn gera líkamsrækt að áhugamáli. Svo sem ekkert verra áhugamál en hvað annað. Eflaust bestu grey flestir þeirra sem það stunda. Sumir ganga þó lengra en aðrir, og það er alltaf áhugavert og stundum fyndið að fylgjast með athöfnum þeirra í salnum í Laugum.

En þetta áhugamál getur gengið of langt. Allt of langt.

Látum vera það að bryðja stera eins og brjóstsykur, vera tannaður með litla ljósa rák í rassaskorunni og geta ekki skeint sér sjálfur. Það er lítið annað en merki um rangar áherslur í lífinu.

En að raka félagann og krúndjásnin niður að skinni. Það er oooof mikil að mínu mati. Þar eru menn farnir að hafa truflandi áhrif á mig í sturtunni í Laugum. En hvað menn mættu láta það vera. Allt í lagi að trimma og gera snyrtilegt. En raksápa og Gillette, það er pínku yfir strikið. Nema ef vera skyldi að þarna sé um atvinnumenn að ræða? Þá fyrirgefur maður það kannski...

1 Comments:

  • Þetta er stórfyndin færsla hjá þér ! Mikið hefði ég viljað vera fluga á vegg og sjá þig skoða gaurana í sturtu og fussa og sveia í huganum hehehhe. En iss er nokkuð að því ef sumir vilja raka sig- mér finnst þetta bara fyndið ! En já er samt sammála með stera og ljósabekkjadýrkun- þegar þetta allt fer saman þá er þetta alveg glatað. Kv. Hugrún :)

    By Anonymous Anonymous, at 11:54 AM  

Post a Comment

<< Home