Helgin
Góðar samræður:
"Úff, ertu að drekka bjór klukkan tólf á sunnudegi?
- já, ég er að fara í fermingu á eftir og ég verð að vera kominn í blackout fyrir klukkan fjögur..."
Hver annar en sjálfur Geir Ágústsson mælir slíka snilld?
Orðin voru látin falla yfir borgara á Grillhúsinu í nettu þynnkuástandi. Þar rákumst við á vinkonur Hersteins sem voru þar staddar í sömu erindagjörðum.
Forsaga málsins er hressandi:
Ég kom heim eftir árshátíð Deiglupenna kl. 2 í nótt og lagði mig í sófann. Sofnaði fljótlega þar yfir misskemmtilegum tónlistarmyndböndum á Sirkus. Vakna við skarkala mikinn þegar Hersteinn og Geir æða inn í íbúðina, ölvi, eftir brúðkaupsveislu. Vakna enn betur þegar Geir sér hvar ég ligg í sófanum og æðir að mér og grípur um hausinn á mér og byrjar að narta í eyrun, á milli þess sem hann veitir mér ástarjátningar.
Það er yfirleitt gaman að ástarjátningum á laugardagsnóttum. En ekki af vörum Geir Ágústssonar.
En spurningin er enn þessi: Hvar er jakkinn minn, síminn minn og bíllyklarnir?!?
"Úff, ertu að drekka bjór klukkan tólf á sunnudegi?
- já, ég er að fara í fermingu á eftir og ég verð að vera kominn í blackout fyrir klukkan fjögur..."
Hver annar en sjálfur Geir Ágústsson mælir slíka snilld?
Orðin voru látin falla yfir borgara á Grillhúsinu í nettu þynnkuástandi. Þar rákumst við á vinkonur Hersteins sem voru þar staddar í sömu erindagjörðum.
Forsaga málsins er hressandi:
Ég kom heim eftir árshátíð Deiglupenna kl. 2 í nótt og lagði mig í sófann. Sofnaði fljótlega þar yfir misskemmtilegum tónlistarmyndböndum á Sirkus. Vakna við skarkala mikinn þegar Hersteinn og Geir æða inn í íbúðina, ölvi, eftir brúðkaupsveislu. Vakna enn betur þegar Geir sér hvar ég ligg í sófanum og æðir að mér og grípur um hausinn á mér og byrjar að narta í eyrun, á milli þess sem hann veitir mér ástarjátningar.
Það er yfirleitt gaman að ástarjátningum á laugardagsnóttum. En ekki af vörum Geir Ágústssonar.
En spurningin er enn þessi: Hvar er jakkinn minn, síminn minn og bíllyklarnir?!?
1 Comments:
Dylgjur segi ég! Dylgjur! ..sexy boy!
By
Geir, at 11:16 PM
Post a Comment
<< Home