Samminn

26.3.06

Pink

Sá ansi merkilegt framlag söngkonunnar Pink í baráttuna um útlits- og æskudýrkunin sem tröllríður vestrænu samfélagi þessa dagana, að því er virðist vera.

Minn maður stóð upp úr sófanum í morgun - hvar hann lá og skoðaði Internetið - og klappaði Pink lof í lófa eftir að hafa fylgst með myndbandinu við Stupid Girl. Myndbandið byrjar á ungri stelpu sem er í þungum þönkum um þá möguleika sem henni bjóðast. Eitthvað virðist hún spennt fyrir því að prufa meik og kinnalit litla blessunin. En þá kemur Pink og sest á öxlina á henni og leiðir hana í allan sannleika um muninn á því að vera bræt eða stjúpidd. Og myndbandið sýnir síðan hina mjög svo grunnhyggnu Pink láta stækka á sér brjóstin og fara í fitusog, kafna úr eitrun - skælbrosandi þó - í brúnkuklefanum, þvo bílinn í allt of litlum fötum og hvaðeina til að vera flottari og meira sexí og vera ofan á í hinum harða heimi hnakka og hnátna. Myndbandið lýkur á því að sýna hina grunnhyggnu Pink fyrir framan bleika blæjubílinn sinn 20 árum seinna, hrukkóttari en andskotinn og hálf bæklaða af lýtaaðgerðum, en samt sem áður enn skælbrosandi yfir því hvað hún sé flott. Minnti mann óþægilega mikið á margar af gömlu Sigtúnsdrottningunum sem maður sér í Laugum, fertugar með leðurhúð og sigin brjóst og enn í þröngu æfingargöllunum, en alveg sömu "gellurnar" auðvitað!!

Mjög ánægulegt hjá henni Pink ... þótt hún sé nú kannski ekki sú trúverðugasta þegar kemur að þessum málum. Enda er hún freeeeekar flott sjálf.

Pís át hóm

1 Comments:

  • Hei já ég hef einmitt heyrt þetta lag og líkað við textann. En vá hvað mig langar að sjá þetta myndband - fíla kraftinn í PINK, hún er ekki þessi ofurmjóa, súkkulaðibrúna, ljóskulega steríótýpan ;)

    By Anonymous Anonymous, at 11:52 AM  

Post a Comment

<< Home