Jakkamálið mikla
Jæja, síminn er kominn í leitirnar.
Hann kom í leitirnar í dag, og forsaga málsins var sú að mamma hringir í mig í vinnuna í dag og tekur andköf yfir því að eitthvað "furðulegt lið" hafi svarað í símann. Í ljósi þess að ég hafði ekkert látið vita af mér í nokkra daga dró mín kæra móðir þá mjög lógísku ályktun að ég hefði verið numin á brott og væri haldið föngnum í dimmum kjallara ... og orðinn kynlífsgimp einhverra annarlegra perverta.
Ég prófaði sjálfur að hringja í gemsann og viti menn! ... það svarar.
Sá sem svaraði var greinilega ekki alveg edrú, en ekkert í líkingu það sem búast mátti við, í ljósi lýsinga móður minnar á síðasta samtali. Náunginn var meira að segja svo vinsamlegur að kynna sig og segja mér hvert ég gæti sótt hann. Ég auðvitað stökk til og sótti símann sem - merkilegt nokk - var staddur í íbúð á Bergstaðastrætinu, hérna rétt fyrir neðan mig á Baldursgötunni.
Þetta var merkileg heimsókn þarna í Bergstaðastrætið. Og greinilega engin kíwanissamkunda í gangi þar. Maðurinn sem kom til dyra angaði af vínlykt og hendurnar höfðu greinilega séð eitthvað action um helgina. Mér stóð í raun ekki alveg á sama og hélt mig nálægt útidyrunum. Hann var þó hinn vingjarnlegasti og lét mig fá símann án þess að mögla. Hann og félagi hans sögðust hafa fundið símann í reiðileysi á Laugaveginum fyrir framan Ellefuna. Og einn sagðist hafa fiktað eitthvað í honum. Síminn leit þó út fyrir að vera ok, þannig að ég var sáttur við það.
Þá er það bara spurning um jakkann og lyklana. Fór jakkinn út af Pravda eða var síminn einfaldlega tekinn úr jakkanum á Pravda en allt annað skilið eftir? ...
Stay tuned to find out!!
Hann kom í leitirnar í dag, og forsaga málsins var sú að mamma hringir í mig í vinnuna í dag og tekur andköf yfir því að eitthvað "furðulegt lið" hafi svarað í símann. Í ljósi þess að ég hafði ekkert látið vita af mér í nokkra daga dró mín kæra móðir þá mjög lógísku ályktun að ég hefði verið numin á brott og væri haldið föngnum í dimmum kjallara ... og orðinn kynlífsgimp einhverra annarlegra perverta.
Ég prófaði sjálfur að hringja í gemsann og viti menn! ... það svarar.
Sá sem svaraði var greinilega ekki alveg edrú, en ekkert í líkingu það sem búast mátti við, í ljósi lýsinga móður minnar á síðasta samtali. Náunginn var meira að segja svo vinsamlegur að kynna sig og segja mér hvert ég gæti sótt hann. Ég auðvitað stökk til og sótti símann sem - merkilegt nokk - var staddur í íbúð á Bergstaðastrætinu, hérna rétt fyrir neðan mig á Baldursgötunni.
Þetta var merkileg heimsókn þarna í Bergstaðastrætið. Og greinilega engin kíwanissamkunda í gangi þar. Maðurinn sem kom til dyra angaði af vínlykt og hendurnar höfðu greinilega séð eitthvað action um helgina. Mér stóð í raun ekki alveg á sama og hélt mig nálægt útidyrunum. Hann var þó hinn vingjarnlegasti og lét mig fá símann án þess að mögla. Hann og félagi hans sögðust hafa fundið símann í reiðileysi á Laugaveginum fyrir framan Ellefuna. Og einn sagðist hafa fiktað eitthvað í honum. Síminn leit þó út fyrir að vera ok, þannig að ég var sáttur við það.
Þá er það bara spurning um jakkann og lyklana. Fór jakkinn út af Pravda eða var síminn einfaldlega tekinn úr jakkanum á Pravda en allt annað skilið eftir? ...
Stay tuned to find out!!
0 Comments:
Post a Comment
<< Home