Samminn

14.5.06

Upprifjun

Stóra syss er orðin fertug. Kíkti á hana um helgina með gamla settinu. Tókum gamaldags fjölskyldurúnt út úr bænum á föstudaginn og vorum á Akureyri um helgina. Fengum að gista í bústað í eigu Arngríms Atlanta- og flugfrömuðs með meiru. Það væri óneitanlega hressandi að vinna samkeppnina um Vatnsmýrina og senda honum þakkarbréf fyrir gistinguna eftir á...

Var annars að rifja upp: Fyrir ári síðan nákvæmlega vorum við Mási Pjás nýlentir í Kiev og komnir á hótel Úkraínu. Mási var nýbúinn að jafna sig af hjartaáfallinu sem hann fékk þegar rúðan á rútunnu brotnaði þar sem hann sat og ég var nýbúinn að jafna mig á þeirri hressandi staðreynd að það var strippklúbbur á hótelinu...

Við Mási vorum líka nýbúnir að láta féfletta okkur á álíka strippstað í London (sem ég man aldrei hvað heitir) og hvar allir voru sannfærðir um að ég væri sænskur klámmyndaleikstjóri. Fékk böns af nafnspjöldum og símanúmerum...

Svenni var að fatta að hótelið sem hann gisti á var lengst úti í úthverfum í Kiev og við vorum að átta okkur á hvað Kiev er borg andstæðna. Annars vegar fallegrar gamallar miðborgar og ömurlegra niðurníddra blokkarúthverfa...

Mig langar að kíkja aftur ... kíkja í Grasagarðinn.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home