Samminn

11.9.06

Kampsax-fest

Jæja, þá er hressandi helgi að lokum komin. Hún var þó ekki hressandi veðurfarslega séð, enda rigndi eldi og brennisteini hana nánast alla. Síprusarnir úti á svölum eru búnir að liggja á hliðinni í nokkra sólarhringa nú. Sé til hvort það verði orðið nægilega lygnt í fyrramálið til að reisa greyin við aftur...

Kampsax festen heppnaðist vel. Grímsi sveik engan. Boðið upp á veigar og snakk, auk þess sem Halla og Ladda var hent reglulega á fóninn. Sexí varð ofurölvi fyrir klukkar tólf, sem endranær, og náði að hrasa og detta á sófaborðið. Vín og snapsar sulluðust duglega yfir hópinn, en sem betur fer ekki þannig að mikill skaði hlytist af. Inga Guðrún, nýbökuð eiginkona Grímsa skutlaði okkur svo niðrí bæ...

Vinnuvika, hressleiki...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home