Samminn

25.11.06

Planta

Fékk sms frá Másanum í nótt. Þar tjáði hann mér að kappinn væri - ásamt Svenna - staddur í Amsterdam. Ekki skal koma neinum á óvart að þar tjáði hann mér einnig að kapparnir væru báðir vel í glasi og vel hressir á því, nýkomnir í gegn um rölt um rauða, græna og bláa hverfið í Amsterdam...

Íbúðin fékk enn eina grænu viðbótina í dag eftir að ég kom heim úr Garðheimum með nokkurs konar vafningsplöntu, sem ég reyndar man ekki hvað heitir. Hún er mjög falleg, en ég fékk smá efasemdir þegar heim var komið. Vafningsplöntur eru jú þess eðlis að þær velja sér einhverja fasta hluti til að festa sig við og vaxa upp á við, svona rétt eins og vafningsviður utan á húsum. Mun kvikindið því finna sér næsta vegg eða skáp og nota til síns brúks næstu misserin? Fylgist spennt með!!

Sá nýja Bondinn um daginn. Ansi góð mynd barasta. Nýji Bondinn er samt helv. brútal á því. Lemur menn í harðfisk eins og versti húligan. Hvað varð um snyrtileg og banvænu höggin aftur í hnakkann, eins og Connery og Moore voru æfðir í? Er MI6 eitthvað farið að förlast í þessu? ... Og það var enginn Q ... því miður. En lokaniðurstaða: þrjár stjörnur.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home